20.7.2018 | 09:13
Íslenskir þingmenn þjóðinni til skammar á alþjóða vetfangi.
Ætli þessir vanvitar hafi hugsað málið til enda hvernig litið verður á Íslendinga í Danmörku næstu vikur og mánuði, eða á öðrum norðurlöndum. Víða var skrifað á netmiðlum í Danmörku, að vísa ætti öllum Íslendingum úr landi og setja þá undir sama hatt og múslima. Eina sem þessi uppákoma gerði er aukið hatur í garð Íslendinga í Danmörku, hversu lengi það veður leiðir tíminn í ljós.
Þessir flokkar höfðu nægan tíma til að gera athugasemdir við þann gestalista sem lág fyrir frá 20 apríl. Það er þessum flokkum eingin afsökun að hafa ekki lesið þá tilhögun sem þar lá til umfjöllunar. Því var þetta hreinn og yfirvegaður poppulismi hjá viðkomandi flokkum, er þeir reyndu að slá sig til riddara vegna fíflamennsku og heimskugang, með mótmæltum á þingvöllum. Þeirra fasíska skoðun að engir mengi hafa aðra skoðun en þeir, synir best innræti þeirra og opinberar að þeir líða ekki aðrar skoðanir en þeirra eigin.
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2018 | 18:03
Vanvirðing þingmanna á Þingvöllum.
Nú hefur Helga Vala komið því inn á vettvang norðurlandanna að aðrar þjóðir eða flokkar, geti boðið upp á viðlík mótmæli það er að segja, verði fasískur Samfylkingarmaður sendur til að vera fulltrúi Íslands, sé það eðlilegt að fulltrúar standi upp og víki fund, og munu þeir þar með sýna viðkomandi fulltrúa okkar Íslendinga sambærilega vandlætingu eins og Helga Vala Helgadóttir alþingismaður er brautryðjandi að.
Þá ætla ég ekki að sleppa Pírötum sem aðhyllast samskonar fasisma og Samfylkingar lýðurinn, enda NO BORDERS liðar að upplagi. Þeim datt sú snjalla hugmynd að mæta ekki á fundinn til að mótmæla Piu Kjærsgaard föðurlands vini, enda í ekki í anda þeirra. Nú er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, formaður nefndar á vegum Norðurlandanna. Ætli hún hafi hugsað út í að fulltrúar hinna norðurlandanna gætu staðið upp og yfirgefið fundarsalinn þegar hún hæfi máls á þeim forsendum að um fasískan fulltrúa væri að ræða. Eru þetta virkilega skilaboðin sem við viljum senda út í heim, að hér séu svo arfavitlausir og lítt þroskaðir stjórnmálamenn að það sé ekki hægt að eiga samskipti við þá.
Ef þessir þingmenn hefðu einhverja sómatilfinningu myndu þeir segja af sér þingmennsku og biðja þjóðina afsökunar, en það er vitað mál að það myndu þeir aldrei gera, enda ekki með þroska til þess.
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2018 | 21:12
Er ekki í lagi með dómsmálaráðherra!
Það er greinilegt að núverandi dómsmálaráðherra hefur ekki kynnt sér hvernig Norðmenn og Danir hafa landakaupa málin sín. Því er fullyrðing hennar beinlínis röng og sýnir einungis að henni er sama um hvort Ísland sé í eigu Íslendinga eða ekki og því sama hvort Íslendingar séu leigulýður eða ekki. Íslenska þjófylkingin er með skýra stefnu í þessum málum og er hún í takt við löggjöf Dana og Norðmanna, þannig að þeir sem eiga land á Íslandi hvort heldur sé í gegnum leigufélög, hlutafélög eða önnur svikamilluúrræði skulu hafa Íslenskan ríkisborgararétt og greiða sinn skerf til samfélagsins, að öðrum kosti skal þeim gert að selja eign sína. Þetta á um lögbýli og stærri eignir svo sem kvóta hvort heldur sé til sjávar eða sveita.
http://www.ruv.is/frett/ekki-haegt-ad-banna-alveg-jardakaup-utlendinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2018 | 08:27
Er iðnám lítilsvirt á Íslandi.
Öll þau ríki sem eiga eitthvað undir sér, eru með öfluga iðnmenntun og leggja mikla áherslu á raungreinasvið. Þau telja öll að styrkur þessa grunns í heimalandi sínu, sé þjóðinni best borgið. Það hefur aftur á móti færst í vöxt, ekki bara hér á Íslandi, að bókmenntun er hafin yfir menntun á sviði sköpunar, þar með talið iðnmenntunar. Það er gömul saga en ekki ný, að þeir sem mennta sig á bókmennta sviði eru frekar starfandi hjá hinu opinbera kerfi sem litlu eða engu skilar í rauntekjum fyrir samfélagið. Aftur á móti eru þeir sem mennta sig á raungreina sviði, frekar til þess fallnir að vinna og skapa á grunnsviði samfélagsins, það er hornsteinn samfélagsins þar sem fjármagnið verður til og heldur samfélaginu uppi. Það er gömul saga en ekki ný, að flest ríki falla þegar yfirbyggingin er orðin stærri en grunnurinn.
Það er mikill misskilningur að halda, að leysa grunnþörfina með aðkeyptu vinnuafli leysi vandan. Slíkt er þjóum yfirleitt til mikils skaða, þó tímabundin hagsæld sjáist á pappírum en skapar mörg önnur vandamál svo ekki ekki sé talað um flóð gjaldeyris út úr samfélaginu til uppruna landa viðkomandi starfshópa. Þar með tapast einnig sú þekking og reynsla, sem nauðsynleg er til að getað stjórnað viðkomandi verkefnum, verði öll þekking flutt úr landi. Því er það nauðsyn að gera verkmenntun hærra undir höfði, meta hana að verðleikum svo hvati til að styrkja undir grunnþarfir samfélagsins tapist ekki, heldur auki við hagsæld þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2018 | 09:06
Eru Íslendinga að greiða atvinnulausum útlendingum 4,5milljarða á ársgrundvelli í atvinnuleysisbætur í mesta góðæri sögunnar.
Ef menn eru að velta því fyrir sér hvernig 4,5 miljarða talan er fengin, þá gefur vinnumálastofnun það út í dag að 1396 erlendir ríkisborgarar njóti atvinnuleysisbóta, 100% bætur eru 270000kr/mánuði sem gera 376920kr/ mán og á ársgrundvelli 4,5 miljarðar króna, þetta á bara eftir að aukast verði ekki gripið inn í þessa vitleysu. Ef síðan 12 til 16 miljarðar fara til aðstoðar hælis og flóttafólki, þá er kostnaður ríkisins að nálgast 20 miljarða á árs grundvelli. Þá er ekki talað um gjaldeyris flutning þessa fólks til heimalandsins, sem er eðlilegur en þarf samt að taka tillit til, þegar talað er um hagkvæmni erlends vinnuafls. Því vaknar sú spurning hvort það sé skinsamlegt hjá Íslendingum að halda uppi þeirri þenslu sem hefur verið að undanförnu vegna skammtíma gróða, eða hvort betur sé að staldra við, dreifa þenslukúrfunni á lengri tíma til hagsældar fyrir land og þjóð.
Vangaveltur formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2018 | 16:05
Þegar stjórnvald er gert að blóraböggli.
Mér fannst einnig sláandi að flestar myndirnar sem notaðar eru til að sverta þá er starfa að landamæravörslu, eru gamlar og birtust 2014, sem og myndir sem eiga ekkert heima þarna og eru fengnar einhversstaðar allt annarstaðar. Ekki ætla ég að mæla því bót að ylla sé farið með börnin, enda fórnalömb þeirra sem fluttu þau til viðkomandi lands. Þau þurfa að njóta fullra verndar, nærgætni og aðhlynningar, meðan réttað er yfir þeim er brotin frömdu. Þá fannst mér einnig sláandi hvernig forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru fljótir til að slá sig til riddara, með digurbarkalegum yfirlýsingum, hversu vondur Trump væri. Ætti þessum ráðamönnum ætti ekki að líta sér nær.
Tökum sem dæmi, á Íslandi eru börn fjarlægð frá foreldrum, hafi foreldannir brotið af sé og bíða dóms eða sitja inni. Barnaverndarnefndir hafa oft rifið börn frá foreldrum áður en dómsniðurstaða er fengin í þau mál. Nei eiga hælisleitendur að sitja við annað borð, þó þeir viti það fyrirfram að þau séu að brjóta lög. Eða eiga bara að vera galopin landamæri, þannig að fólk geti valsað um án eftirlits, gert hvað sem því sýnist. Ég er hræddur um að það færi að fara um fólk ef einhverjir væðu inn til þeirra og ekki væri hægt að kalla til lögreglu vegna þess að það þyrfti ekki að fara eftir neinum reglum.
Eina leiðin fyrir Íslendinga í þessum efnum er að taka skinsamlega á málum, hafa hert eftirlit og seigja okkur úr Schengen. Það er sú stefna sem á eftir að ganga yfir Evrópuþjóðir, enda líberistinn á undanhaldi. Íslenska þjóðfylkingin styður föðurlandsflokka í Evrópu, sem hafa hag þjóðar sinnar að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2018 | 21:51
Skömm að forseta vorum Guðna Th. Jóhannesson að mæta ekki á HM.
Það er ömurlegt og lítil reisn yfir Íslenskum ráðamönnum, að senda ekki fulltrúa þjóðarinnar á HM í knattspyrnu. Að þjóðhöfðingi Íslands svo nefndur Guðni forseti skuli ekki sitja í stúkunni, þegar liðið mætir Argentínu er þjóðinni til mikillar minnkunar. Ég er viss um að Merkel sem er helsti hvatamaður um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, mun mæta þar ásamt öðrum Evrópu leiðtogum, en rembingurinn og mikilmennsku brjálæðið í Íslenskum ráðamönnum er slíkt að þeir vanvirða ekki aðeins leikmenn liðsins heldur íþróttaheiminn í heild sinni. Þetta lið mun síðan berja sér á brjóst við heimkomu þessara sendiherra Íslensku þjóðarinnar, sem auglýst hafa þjóðin á einn jákvæðasta hátt sem hægt er.
Íslenska þjóðfylkingin lýsir vanþóknun á framferði forseta Íslands sem og ríkisstjórnina alla, þeirra sé skömmin, fyrir að vanvirða strákanna okkar. Ætla þessir ráðamenn einnig að mæta ekki á leiki kvennalandsliðsins komist þær á HM sem og leiki karlalandsliðsins í handbolta fari þeir einnig á HM, eða á popúlismin að ráða för, sem og undirlægjuháttur undir EB sem sýnt hafa, að hafa verið með falsfréttir og áróður til að sverta aðrar þjóðir.
Guðmundur Karl Þorleifsson. formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2018 | 07:46
Fasísk áróðurs herferð og innræting á börnunum okkar gegn eigin þjóð.
Íslenska þjóðfylkingin fordæmir þáttastjórnendur sem og ráðamenn RÚV vegna þessa þáttar sem og annarra þátta sem beinst hafa með beinum og óbeinum hætti við að niðurlægja Íslenska menningu og arfleið, en upphefja úrelta fjölmenningastefnu sem flest ríki Evrópu eru að sjá að gangi ekki og komi til með að skaða samfélögin til lengri tíma litið.
Hér er gott dæmi um myndband þessu til staðfestingar.
http://x-e.is/stor-gott-myndband-um-misnotkun-vinstrimanna-ruv/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2018 | 06:39
Sögulegur fundur forseta Bandaríkjanna og N-Kóreu
Þess skal einnig getið að leiðtogar Kóreuskagans eiga báðir heiður skilið að koma þessum áfanga í höfn, skulum við minnast þeirra þegar fram líða stundir. Fundur G7 ríkjanna, sérstaklega þeirra er heimta allt en vilja ekkert láta í staðin, fellur í skugga þessa sögulega fundar. Þar stóð Trump einnig upp í hárinu á vinstrisinnuðum Evrópuleiðtogum sem og forsætisráðherra Kanada, sem hafa verið eins og blóðsugur á efnahag Bandaríkjanna. Vonandi tekst Trump að koma vitinu fyrir Íran stjórn einnig, þá held ég að fréttamenn ekki aðeins hér heima heldur einnig á BBC, Sky news og fleiri frétta miðla sem hafa lagt Trump í einelti svelgist á, þeirra er skömmin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar