Þegar stjórnvald er gert að blóraböggli.

Mikil umræða hefur átt sér stað, vegna aðgerða landamæravarða í Bandaríkjunum. Þeir eru fordæmdir, fylkisstjórnir sömuleiðis og svo ekki sé talað um forseta Bandaríkjanna, sem einungis er að framfylja lögum sem sett voru í tíð Barack Ó Bama. Jú það er öllum ljóst að slíkt er ekki æskilegt, en hverjum ætli sé um að kenna. Foreldrar ( hælisleitendur ) vita að þeir eru að brjóta lög og taka þessa áhættu, þar sem lögbrjótar eru settir í yfirheyrslur og ekki er æskilegt að börn séu viðstödd, gert til að vernda þau. Eru það þá landamæraverðirnir sem eru vondu karlarnir, eða óábyrgu foreldrarnir sem ákváðu að setja börn sín í þessa hættu. Er ekki líka einsýnt að það þurfi að taka DNA prufur af þeim er seigast vera foreldrar og börnunum til að ganga úr skugga um að hér séu um réttar upplýsingar að ræða.
Mér fannst einnig sláandi að flestar myndirnar sem notaðar eru til að sverta þá er starfa að landamæravörslu, eru gamlar og birtust 2014, sem og myndir sem eiga ekkert heima þarna og eru fengnar einhversstaðar allt annarstaðar. Ekki ætla ég að mæla því bót að ylla sé farið með börnin, enda fórnalömb þeirra sem fluttu þau til viðkomandi lands. Þau þurfa að njóta fullra verndar, nærgætni og aðhlynningar, meðan réttað er yfir þeim er brotin frömdu. Þá fannst mér einnig sláandi hvernig forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru fljótir til að slá sig til riddara, með digurbarkalegum yfirlýsingum, hversu vondur Trump væri. Ætti þessum ráðamönnum ætti ekki að líta sér nær.
Tökum sem dæmi, á Íslandi eru börn fjarlægð frá foreldrum, hafi foreldannir brotið af sé og bíða dóms eða sitja inni. Barnaverndarnefndir hafa oft rifið börn frá foreldrum áður en dómsniðurstaða er fengin í þau mál. Nei eiga hælisleitendur að sitja við annað borð, þó þeir viti það fyrirfram að þau séu að brjóta lög. Eða eiga bara að vera galopin landamæri, þannig að fólk geti valsað um án eftirlits, gert hvað sem því sýnist. Ég er hræddur um að það færi að fara um fólk ef einhverjir væðu inn til þeirra og ekki væri hægt að kalla til lögreglu vegna þess að það þyrfti ekki að fara eftir neinum reglum.
Eina leiðin fyrir Íslendinga í þessum efnum er að taka skinsamlega á málum, hafa hert eftirlit og seigja okkur úr Schengen. Það er sú stefna sem á eftir að ganga yfir Evrópuþjóðir, enda líberistinn á undanhaldi. Íslenska þjóðfylkingin styður föðurlandsflokka í Evrópu, sem hafa hag þjóðar sinnar að leiðarljósi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 34346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband