Eru Íslendinga að greiða atvinnulausum útlendingum 4,5milljarða á ársgrundvelli í atvinnuleysisbætur í mesta góðæri sögunnar.

Miðað við nýjustu fréttir frá atvinnumálastofnun, stefnir allt í að greiðslur frá vinnumálastofnun verði rúmlega 4,5 miljarðar króna til handa útlendingum á atvinnuleysisskrá. Þetta er á sama tíma og einn mesti uppgangur í atvinnu, á sér stað á Íslendi. Hvernig má þetta vera, þarf ekki að skoða hvort um misnotkun á þessum lið sé að ræða, þetta bætist ofan á alla þá miljarða sem greiddir eru vegna hælis og flóttafólks er hingað leita. Hefur Íslenska ríkið efni á þessari vitleysu, væri ekki nær að nýta þessa peninga betur, t.d. senda viðkomandi fólk úr landi hafi það ekki unnið hér og greitt sína skatta í 5 ár eða lengur. Er stjórnvöld með allt niður um sig, hvert sem horft er. Þarf meira aðhald að þeim sem stjórna vinnumálastofnun? Hvert er hlutfall innlendra og erlendra atvinnuleysis bótaþega? Er þetta ef til vill ein leiðin sem erlendar starfsmannaleigur eru búnar að átta sig á að geta notfært sér, til að mata krókinn?
Ef menn eru að velta því fyrir sér hvernig 4,5 miljarða talan er fengin, þá gefur vinnumálastofnun það út í dag að 1396 erlendir ríkisborgarar njóti atvinnuleysisbóta, 100% bætur eru 270000kr/mánuði sem gera 376920kr/ mán og á ársgrundvelli 4,5 miljarðar króna, þetta á bara eftir að aukast verði ekki gripið inn í þessa vitleysu. Ef síðan 12 til 16 miljarðar fara til aðstoðar hælis og flóttafólki, þá er kostnaður ríkisins að nálgast 20 miljarða á árs grundvelli. Þá er ekki talað um gjaldeyris flutning þessa fólks til heimalandsins, sem er eðlilegur en þarf samt að taka tillit til, þegar talað er um hagkvæmni erlends vinnuafls. Því vaknar sú spurning hvort það sé skinsamlegt hjá Íslendingum að halda uppi þeirri þenslu sem hefur verið að undanförnu vegna skammtíma gróða, eða hvort betur sé að staldra við, dreifa þenslukúrfunni á lengri tíma til hagsældar fyrir land og þjóð.
Vangaveltur formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband