Er komin tími fyrir Ísland að taka upp annan gjaldmiðil og leggja Seðlabanka landsins niður?

Þessi spurning hlýtur að vera í huga flestra landsmanna um þessar mundir. Hverjum þjónar Seðlabankinn, er það landsmönnum í heild sinni eða aðeins fjármagnseigendum?. Það er greinilegt að stefna sú sem Seðlabankinn heldur úti gerir ekkert annað en að færa fé frá þeim sem minna mega sín til þeirra sem meira eiga sem og fjármagnseigendum og bönkum, sem Seðlabankinn telur greinilega að líði þvílíkan skort, þrátt fyrir milljarða hagnað að þeim sé vorkunn en ekki þeim sem í góðri trú gerðu áætlanir um að geta staðið við skuldbindingar sínar en Seðlabankinn gerir allt sem í sínu valdi stendur til að koma því fjármagni sem viðkomandi aðilar hafa nurlað saman í hendur okrara landsins. Í stað þess að stíga á bremsuna með lægri vöxtum og þar með að bankar yrðu að gera sér að góðu minni hagnað, myndi útlán minka og verðbólgan lækka, eykur Seðlabankinn á græðgivæðingu þeirra sem nóg hafa fyrir, hvetur til óða verðbólgu, þar sem stéttafélögin verða að heimta hætti launakröfur til atvinnurekenda sem hækka launatengd gjöld er síðan gera atvinnulífið ósamkeppnishæft, er stuðlar að svartri atvinnustarfsemi sem minkar tekjur ríkisins, sem verður að hækka skatta vega óráðsíu með ríkisfjármál! Hver á að skilja slíka stefnu hámenntaðs fólks sem stýrir fjármálastefnu stjórnvalda það er Seðlabankastjóri og ríkisstjórn landsins með endalausa sérhagsmunagæslu eyðsluseggi í ráðherrastólum landsins.
Það er einungis ein leið til að stöðva þessa vitleysu, það er að skipta algjörlega um mannskap á alþingi Íslendinga, reka allt liðið í Seðlabankanum og stokka spilin upp á nýtt, það er að gefa rétt, svo allir landsmenn geti notið sín á eðlilegum grunni. Stjórnmálamenn og þeir sem starfa í æðstu stöðum ríkisins þurfa að komast niður á jörðina ef ekki á ylla að fara. Okkur sem nú lifum ber skilda til að skila landinu til afkomenda okkar á sómasamlegan hátt, en ekki gjaldþrota þjóð er yrði komin undir stjórn einhvers ríkis, sem hefur enga hagsmuni að gæta fyrir land og þjóð.
Nú er tími til komin fyrir Seðlabankastjóra að vakna, hans sýn á að takast á við vandamál hagkerfisins er ekki að ganga og sér það hver heilvita maður. Hann þarf að hrista upp í sínu nærumhverfi þar sem greinilega eru einungis já menn og konur, er ekkert kemur út úr. Þá þarf ríkisstjórnin einnig að skúra skrúbba og bóna í stjórnarráðinu, þar eru greinilega þvílíkir eyðsluseggir að hálfa væri nóg. Komið böndum á hagkerfið, losið þjóðina við hælisleitenda bölið, og farið að stjórna landinu, það er komið nóg af sýndarveruleikanum hjá ykkur!
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 34345

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband