Aðför ráðherra að landsbyggðinni.

Það er deginum ljósara að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er ekki starfi sínu vaxin, þá er ekki ljóst fyrir hverja hún er að vinna, alla veganna er það ekki landsbyggðin og bændur, né er það hinn almenni Íslendingur er vill kaupa kjöt og aðrar vörur beint frá býli!
Nú hefur hún beitt fyrir sér MATS, er hækkar gjaldtöku til lítilla og meðalstórra sláturhúsa það mikið að menn neyðast til að hætta allri frumkvöðla starfsemi. Þessi stofnun er sú sem hefur verið mest umdeild og er vart finnandi eins umdeilda stofnun frá stofnun lýðveldisins. Það virðist vera allt sem þessi ráðherra kemur nálægt, er henni um megn að framkvæma og eða láta framkvæma í sátt við samfélagið. Jú ég er að tala um Svandísi Svavarsdóttur sem að undanförnu hefur vart komið fram í fjölmiðlum öðruvísi en að skapa miklar deilur og gerðar hafa verið miklar athugasemdir gagnvart hennar stjórnsýslu. Hvers vegna forsætisráðherra skiptir henni ekki út er sennilega öllum landsmönnum óljóst, en ekki síst samflokksmönnum hennar!
Jú þetta nýjast útspil hennar um hækkun á eftirlitskostnaði vegna heimaslátrunar hentar vel til þjónkunnar ESB inngöngu sem VG segist ekki vilja ganga inn í enn eru greinilega á hraðri leið inn í, með upptöku alls sem þaðan kemur. Ég held að hvergi í heimi hér sé meira ljóst að matvælaráðherra landsins vinni leynt og ljóst í að eyðileggja allt innlent sem snýr að því ráðuneyti er hún fer með stjórn á. Nýjast er að kalla eftir skýrslu til að réttlæta hvalveiði bannið og sennilega til að stöðva veiðarnar að fullu, sem er skreytt erlendu nafni en er unnin af Gunnari Haraldssyni, sem er í dag formaður UNESCO-nefndarinnar. Þarna lætur viðkomandi ráðherra eins og um faglega greiningu á málinu sé að ræða, sem er einungis afstaða eins manns, þó svo að skýrslan geti vel staðið undir einhverju, þá er það mín skoðun að skýrsla í svo mikilvægu máli ætti að vinnast af fleiri mönnum, með ólíka afstöðu til málsins. Það er því ljóst að ráðherra er hér einungis að slá ryki í augu almennings, svo auðtrúa almenningur haldi að hún hafi staðið faglega að sínum verkefnum, en það vita allir sem fylgst hafa með hennar stjórnunarháttum að þar fer manneskja með of mikil völd sem hún er greinilega ekki fær um að ráða við. Hún er ekki að vinna fyrir land og þjóð, en er eins og forsætisráðherrann, eru þær turtildúfur öfgasamtakanna ESB og Davos!
Íslenska þjóðfylkingin mun áfram berjast fyrir því að bændur geti haldið áfram að þróa sínar atvinnugreinar og styðjum lítil og meðalstór sláturhús sem og kjötvinnslur, vor bú geti orðið arðbærari. Það er mikilvægt að landbúnaður sem og aðrar matvælaframleiðslufyrirtæki fáið að þroskast hvort heldur sé til sjávar eða sveita. Læt hér fylgja með svo fólk geti skoðað heimildir.
Íslenska þjóðfylkingin
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-08-22-hvalveidar-ekki-thjodhagslega-mikilvaegar-samkvaemt-nyrri-skyrslu-390130
https://www.bbl.is/folk/atok-vegna-mengunar
https://www.intellecon.com/gunnar-haraldsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hún hefur aldrei verið hæf til eins né neins.

Að þessi ráðherfa hafi náð að sitja áfram í ríkisstjórninni segir

allt um hina sem þar sitja.

Slímsetan í ráðherrastólunum er svo sterk að allt annað skiptir ekki máli.

Er nema von að allt og þá meina ég allt sé í klessu og rugli á þessu landi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.8.2023 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 34576

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband