Þegar formenn og frammámenn samtaka snúa staðreyndum á hvolf, í pólitískum hráskinnaleik!

Nú hafa ruðst fram á vígvöllinn talsmenn hagsmunasamtaka og gera sig breiða í nafni mannúðar, en þegar betur er að gáð er hér um hreinan hráskinnaleik vinstrimanna að ræða.
Málið er að sett hafa verið lög í landinu sem þarf að fara eftir, en viðkomandi fulltrúum samtaka hugnast ekki löginn. Hafa þeir gert eitthvað í sambærilegum aðstæðum fyrir Íslendinga, NEI ÞÁ HEFUR EKKERT HEYRST Í ÞESSU FÓLKI! En fljótt á litið kemur þessi ákvörðun viðkomandi félagasamtökum bara ekkert við. Þetta fjallar um að vísa á brott frá landinu fólki sem hefur fengið synjun samkvæmt mati dómstólanna ekki á einu dómstigi heldur tveim. Það eru því ekki nein mannréttindabrot að vísa þessu fólki úr landi, og það er engin brot að taka af því framfærslu og aðra þjónustu sem það hefði aldrei átt að hafa fengið, vegna þess að það var greinilega á fölskum forsendum afætur á Íslensku samfélagi. Þá er spurningin um hvers vegna er verið að ota ákveðnum félagasamtökum út í foraðið af þeirra ráðamönnum, þar sem málið kemur þeim bókstaflega ekkert við. Við skulum skoða nokkur dæmi.
Félag
Barnaheill, Hvert sérstakt dæmi ef um barn sé að ræða er meðhöndlað á sérstakan hátt og fullyrði ég að þar sé tekið með hag barnsins að leiðarljósi hvað sé best fyrir barnið hverju sinni. Hitt er svo annað að sumir koma og telja sig sem börn þó hárvöxtur í andliti sé slíkur að auðséð er að viðkomandi sé mun meiri en af er látið. Því er mér óskiljanlegt að slík samtök séu að skipta sér af þessu.
Geðhjálp, Réttu barna á flótta, Þroskahjálp, ÖBÍ ég sé bara ekki að það sem hér á sér stað komi þessum samtökum nokkuð skapaðan hlut við. Ég er fullviss um að fólk sem er andlega veikt, börn, þeir sem eru vangefnir og öryrkjar sem hingað leita fái faglega þjónustu og þeirra hagsmunum sé gætt hið brýnasta. Tel ég að viðkomandi samtök hafi sett niður við að ljá máls á að styðja við þetta rugl, og þeim sem í forsvari eru samtökunum til skammar. Þá tel ég það vafasamt fyrir trúfélög að skipta sér af þessu máli á þessu stigi, en hefðu átt að koma sínum athugasemdum fram þegar hægt var að senda inn athugasemdir við gerð laganna. Þar sem ég persónulega hef ekkert álit á biskupi Íslands, þá læt ég það í léttu rúmi liggja hvað frá henni kemur.
Ég skil eftir sem áður þau félagasamtök sem eru að vinna í þessum geira og vilja fylla landið af erlendu fólki sem þau ætlast til að við hin sem leggjum eitthvað til samfélagsins haldi uppi. En þar er náttúrulega bara mismunandi skoðanir á hvernig eigi að fara með það fé sem hinn almenni skattborgari greiðir í skatta.
Íslenska þjóðfylkingin stendur heilshugar með þeim breytingum sem áttu sér stað á útlendinga frumvarpi ríkisstjórnarinnar og hefðum viljað að þar hefði verið gengið mun lengra, enda hefur ÍÞ ætíð haft skýra stefnu í þessum málaflokki og ef honum hefði verið fylgt eftir, hefðu þessi vandamál aldrei komið upp!
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Tugir þúsanda á Menningarnótt Reykjavíkur að skemmta sér og fréttir RUV allt sami áróðurinn

af einhverjum vitleysingum

Grímur Kjartansson, 19.8.2023 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband