Er Reykjavík gjaldþrota!

Í frétt Mbl., í gær kom fram að meirihlutanum í Reykjavík tókst ekki að sækja sér aukið lánsfjármagn í skuldabréfaútboði! Það er komin sá tími að það treystir ekki nokkur lánveitandi Reykjavíkurborg til að standa undir skuldabyrði sinni og því augljóst að Reykjavík er á barmi GJALDÞROTS! Helstu afleiðingar geta orðið jákvæðar til lengri tíma litið, en það er að þetta vinstralið sem myndaðist undir stjórn Samfylkingarinnar og hefur ráðið ríkum eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við sem borgarstjóri og nú seinustu ár undir stjórn Dags B. Eggertssonar, eru þær að nú getur Samfylkingin ekki lengur ausið fé út og suður í alkyns gæluverkefni, heldur þarf að spara og reka borgina af þeirri innkomu sem tekjurnar leifa. Hin leiðin er að Reykjavíkurborg neyðist til að selja Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtæki til að grynnka á skuldum borgarinnar. Ef til vill er Dagur og Co., með einhverja gæðinga til að kaupa kúnna, en slíkt myndi gera Reykjavíkurborg en vanhæfari í að standa við þá þjónustu sem samkvæmt lögum sveitafélög eigi að sinna.
En viti menn, nú kemur Samfylkingin til með að hlaupa frá borði og verður núverandi borgarstjóri sennilega fyrstur til að yfirgefa skipið, Einar Þorsteins sem sveik kjósendur sína í síðustu kosningum mun þurfa að sigla þurr ausinni, lekri skútunni til næsta kjörtímabils. Sennilega verður þetta til þess að Reykvíkingar vakni og kjósi einhvera sem vilja taka að sér að rétta við reksturinn, en það verður ekki auðvelt.
Nú skora ég á kjósendur í Reykjavík að skoða þá flokka er standa að meirihlutanum í Reykjavík og leggja þá á minnið, gott væri að skrifa þessa flokka niður og setja þá á Ís skápahurðina, því við næstu kosningar skalt þú taka þennan miða niður og minnast allra loforðanna sem þeir flokkar er mynda þennan meirihluta hafa gert, en ekki staðið við. Þeim má gefa frí, ekki aðeins í borginni heldur einnig í stjórn landmálanna!
Það er virkilegt áhyggjuefni að í tvígang hafi engin fjárfestir né lánastofnun haft áhuga á að eiga viðskipti við höfuðborg landsins, sem segir meira en nokkur orð á blaði. Vonandi bjóða einhverjir sig fram til afréttingar á þessu fjármálasukki og sýndarmennsku Dags B. Eggertssonar og Co., en tíminn einn leiðir það í ljós hvort einhverjir eru tilbúnir að axla ábyrgð á þessum sóðaskap og hreinsa upp skítinn eftir Samfylkinguna!
Lifið heil.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband