Miskilja ríkis- og starfsmenn sveitafélaga hlutverk þeirra í samfélaginu?

Mér hefur ásamt fleirum fundist vanta að þeir sem eru í opinberri þjónustu átti sig á því að slík störf er til að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu en ekki öfugt. Það er eins og það vanti upplýsingar til þessa fólks að bæði það sjálft og allir landsmenn eru búnir að greiða fyrir þá þjónustu sem þau eiga að veita og að þau geti þar með ekki farið fram á að þeir sem keypt hafa þjónustuna eigi hvorki að greiða frekar, né þurfa að leggja eitthvað meira að mörkum til að sú þjónusta sé innt af hendi, á sómasamlegan hátt. Þetta skrifa ég vegna þess að í hjálagðri frétt, er maður sem er gegn samfélagsborgari að misskilja hlutverk sitt, sem og ætlast til að borgarar þessa lands leggi út í aukin kostnað og eða vinnu til að sú þjónusta sem þegar hefur verið keypt af sveitarfélaginu standi undir væntingum og eða því þjónustustigi sem greitt hefur verið fyrir.
Annar vinkill á þessu máli það er sorphirðumálið, er að almenningur hefur aldrei verið spurður út í þá ákvörðun um þá vegferð sem er verið að elta frá nágrannalöndunum, það er flokkun á sorpi, hversu mikil hún eigi að vera og þá hver á að framkvæma slíkt. Hvers vegna þeir sem þegar hafa greitt fyrir sorp hreinsunina, eigi að þurfa að leggja eitthvað frekar á sig við flokkun og jafnvel þurfa að fara með úrgang á mótökustöðvar, þar sem aukalega eru tekin gjöld af fólki við komuna, sem síðan er hluti úrgangsins gefin til einkafyrirtækis sem ætlar að mata krókinn á meðvirkum landsmönnum.
Spurningin er, er opinber þjónusta orðin að einhverju kúunnar verkfæri sem æðir áfram stjórnlaust, án samþykkis þess er greiðir?
Þar með er ekki verið að segja að ekki geti verið gott að flokka af einhverri skinsemi, það mætti til dæmis endurskoða hvort ætti að taka upp sorpbrennslustöðvarnar, og nýta pappa og annan brennanlegan úrgang í þær til kyndingar á köldum stöðum, svo dæmi séu tekin í stað þess að flytja þennan úrgang út svo Svíar geti brennt það þar? Það sjá það allir að slíkt væri bæði skinsamlegt og myndi minka mengun sem allir eru að bjástrast við að minka, en er oft framkvæmdur með hræsni þar sem sorphaugarnir eru fluttir út svo við sjáum þá ekki hér heima. En fyrst og fremst, hættum að láta hið opinbera ganga endalaust í okkar vasa án umhugsunar, það leiðir einungis til vansældar. Gerum opinberum starfsmönnum grein fyrir að þeir eru í okkar þjónustu, en við ekki í þeirra.
Lifið heil
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-08-15-folk-ber-abyrgd-a-eigin-urgangi-og-neyslu-389839


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríkisstarfsmenn eru slíkir til þess að stela, og þannig hefur það verið ansi lengi.
Því hærra settir sem þeir eru, því betri aðstöðu eru þeir í til þess að stela.

Til allrar ólukku þá geta skattgreiðendur ekki gert neitt í því, virðist vera.

Þetta mun aukast þar til kerfið hrynur.  Sem er óhjákvæmilegt, því það er ekkert endalaust hægt að stela.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2023 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband