Nú mæla þingmenn Samfylkingar og Pírata með því að þingmenn sem og annað fólk fari ekki að lögum!


Merkileg umræða hefur myndast um hælisleitendur, sem ekki hefði skapast ef þingmenn í veruleikafyrringu hefðu staðið í lappirnar og hlustað á í upphafi þessarar löggjafavitleysu á Íslensku þjóðfylkinguna, það er að vera með ábyrga afstöðu til hælisleitenda og þeirra sem á aðstoð þurfa að halda vegna átaka og hungursneyðar. Ísland á ekki að ala önn fyrir þeim sem hingað leita vegna þess að það nennir ekki, vill ekki og kærir sig kollótta um stöðuna í sínu heimalandi, en ætlast til að aðrir þjófélagsþegnar borgi undir það fæði og húsnæði svo það geti legið upp á aðra án þess að hreyfa legg né lið!

Eina leiðin til að stöðva þessa vitleysu er að stöðva hana í fæðinu, það er ef hingað kemur fólk án skilríkja, sé það á ábyrgð þeirra er fluttu það til landsins og beri þeim að flytja það aftur þaðan sem það kom síðasta spölinn til landsins. Þá eiga Íslendingar að hafna alfarið þeim sem hingað leita sem hafa stöðu flóttafólks í öðrum Evrópulöndum þar sem þau hafa fyrst skráð sig innan EES svæðisins. Ef fólk getu komið um langan veg með þeim tilkostnaði sem er við að komast til Íslands, er það ekki í neyð, en þeim aðstöðu sem teljast það slæmar að Íslendingar eigi að eða beri skilda til að ala önn fyrir slíkum þurfalingum.

Það er fáránlegt að Íslenskir alþingismenn skuli samþykkja fjárlög með hundruð milljarða framúrkeyrslu, sem síðan eru notaðar til sýndarmennsku og til að framfleyta hælisleitendaiðnaði og hælisleitendum. Á sama tíma eru fjölskyldur á flótta út úr landinu, sem og fyrirtæki, ráðherrann Svandís Svavarsdóttir sker niður tekjulindir þjóðarbúsins eins og engin sé morgundagurinn. Nú er nóg komið af þessari vitleysu, Íslenska þjóðfylkingin fordæmir þessi vinnubrögð og vonar að þjóðin skilji að það er á ábyrgð þjóðarinnar að velja hæft fólk á alþingi Íslendinga.
Lifið heil
Formaður Íslensku þjóðfylkingar
Guðmundur Karl Þorleifsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband