Það er aðeins einn flokkur með lausn á Útlendingamálunum!

Eins og komið hefur fram í fréttum, er upplausn í málefnum hælisleitenda, ríkið bendir á sveitafélögin og öfugt. Það hefði ef til vill verið betra að hlusta á aðvaranir Íslensku þjóðfylkingarinnar í þessum málum!
Af þeim 30 sem fengu ekki samþykkta sínar umsóknir eru aðeins 10 þeirra tilbúnir að fara aftur til síns heima. Ætli hælisleitendaiðnaðurinn sé komin í málið, í að tefja brottför þeirra sem eiga að yfirgefa landið samkvæmt úrskurði Útlendingarstofnunnar. Eru þá ekki þeir sem eru að koma í veg fyrir lagalegt réttlæti, það er að fólkinu beri að yfirgefa landið, sekir um landráð? Hvernig ætlar löggjafinn að taka á slíku máli.
Eins og oft áður vísa ég í þá tillögu Íslensku þjóðfylkingarinnar um að öllum þeim sem hafa ekki gild vegabréf við komu til landsins, verði umsvifalaust flutt á þann áfangastað er þeir komu frá, og það gert á kostnað þess flutningsaðila er flutti viðkomandi til landsins!
Þá skuli umsvifalaust senda fólk til baka, ætli viðkomandi að sækja um hæli frá ríki sem ekki er stríðs og eða hungur ástæða umsóknarinnar. Reynt skal að koma til móts við alþjóðasamfélagið þar sem ljóst er að þurfi aðstoð vegna ofangreindrar skilgreiningar, en hjálpin skal skilyrt við þeirra nærumhverfi en ekki flutning á fólki frá ólíkum menningarsamfélögum!
Með slíkum skilgreindum markmiðum getur örríki á borð við Ísland gert sitt besta gagn!

Íslendingar eiga að senda bæði bæjarfulltrúum og alþingismönnum skír skilaboð um að núverandi ástand er og hefur alltaf verið til að mistakast, enda hefur ekki einn einasti maður er sinnir slíkum störfum boðist til að opna heimili sín fyrir þessu fólki, en þykist vera svo góðar manneskjur á kostnað hins almenna borgara í þessu landi. Þessu þarf að linna!

Með vinsemd og virðingu
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband