Aumingjaskapur ríkisstjórnar og alþingismanna í hagsmuna gæslu fyrir landsmenn!

Það er merkilegt að hafa hlustað á forstjóra Eimskips á frétt RÚV í kvöldfréttum 10/9´23, þar sem hann fór mikinn í að túlka áhugaleysi þingheims og ríkisstjórnar í að fá afslátt eða feldar niður losunar heimildir fyrir sjóflutninga. Fyrr hafði bæði Kolbrún Gylfadóttir Utanríkisráðherra staðið með gjaldtökunni sem og Umhverfisráðherrann Guðlaugur Þór og myndu þau ekkert aðhafast í því máli? Nei skatturinn sem forstjóri Eimskips sagði berum orðum að myndi leggjast beint á Íslendinga í hækkuðum flutningskostnaði. En það var einmitt upplýst fyrir alþjóð að viðkomandi fyrirtæki Eimskip væri með skráðar höfuðstöðvar ´skipanna í Færeyjum, það er til að minka þau gjöld sem þau ella þyrftu að greiða til sameiginlegs rekstrar ríkissjóðs og landsins í heild.
Ég veit ekki hvort lífeyrissjóðirnir sem eru greinilega í farabroddi í að komast hjá gjöldum í gegnum slík fyrirtæki, séu svo meðvirkir að þeim líðist að koma þannig fram, því það sem hér á sér stað, kemur fyrst og fremst til með að bitna á þeirra félagsmönnum!
Ég hef ekki heldur heyrt að ríkisstjórn ætli að beita viðskiptum til annarra félaga sem eru tilbúið að vera með sinn rekstur skráðan á Íslandi og greiða sinn hlut í rekstur samfélagsins sem það er að blóð mjólka. Það ætti alla veganna að vera krafa ríkisins!
Þá tel ég einsýnt að frekari lóðaúthlutanir til þessa félag á bestu stöðum til að stunda sinn rekstur ætti að heyra sögunni til.
En jú það er svo komið að skattlagning á Íslandi hefur hækkað mikið á hinn almenna borgara, ríkissjóður er keyrður áfram með hundruð milljarða halla, á meðan lætur ríkisstjórnin eins og allt sé í stakasta lagi, en þeir gera ekkert í að skoða hvers vegna stóru fyrirtækin eru flest farin með höfuðstöðvar sínar til annarra landa og ætla greinilega ekki að spyrna við fótum. Hvort það sé bara heimska eða meðvirkni, þarf að koma þessu liði út úr alþingi og koma fólki inn sem þorir og vill, standa vörð um Íslenskt samfélag.
Lifið heil.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34577

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband