Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2021 | 11:29
Íslendingar eiga rétt á að fá skýrar upplýsingar um afstöðu flokka til afsalsmála orkunnar á Íslandi!
Þetta málefni ætti að vera hægt að ná samstöðu um, þvert á pólitískar skoðanir fólks. Íslenska þjóðfylkingin hvetur stjórnmála öfl, almenning og alla þá sem vilja þjóð sinni vel að gera slíka kröfu. Ef þér kjósandi góður þykir eitthvað vænt um þitt samfélag, afkomu barna þinna og barna barna, þá stendur þú með okkur í þessu ákalli!
Hver er afstaða þín til þessa máls, ætti að vera fyrsta spurning frétta manna til allra þeirra sem ætla að bjóða sig fram til alþingis í komandi kosningum. Þetta er mál númer eitt, tvö og þrjú!
Ég vill enn og aftur minna þig á það kjósandi góður!, það er undir þér komið hvernig alþingi lýtur út að kosningum loknum, á þér hvílir mikil ábyrgð! Þú getur ekki varpað þeirri ábyrgð á neinn annan að kosningum loknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til að upplýsa þá sem eru af yngri kynslóðinni og jafnvel þá sem eldri eru, þá hafa Suðurnesjamenn áður þurft að þola þetta einelti af hálfu VG. Ég ætla að nefna hér dæmi. Þegar Steingrímur J. Sigfússon komst að kjötkötlunum hér á árum áður, réri hann öllum árum að því að skipta upp Hitaveitu Suðurnesja og selja hlut ríkisins á gjafverði, því hann þoldi ekki þann uppgang og samtakamátt Suðurnesjamanna, sem hafði átt sér stað á Suðurnesjum við stofnun HS. Hann varð að eyðileggja þetta og það tókst honum, hann var formaður VG.
Allir vita aðkomu Steingríms og VG að Sparisjóði Keflavíkur, þá sögu þarf ekki að lengja hér, en það eru fleiri tilefni sem hægt er að tiltaka. Því hefur það verið mér alla tíð undrunnar efni!, hvers vegna í ósköpunum fólk af Suðurnesjunum skuli styðja þennan flokk sem beinlínis hefur unnið gegn Suðurnesjunum ekki einu sinni!, ekki tvisvar heldur ætíð og þeir eru ekki hættir.
Því spyr ég þig, sem og aðra landsmenn, hvernig má það vera að fólk styðji flokk sem getur tekið fólk fyrir, eða sveitafélög til eyðileggingar og mismununar. Það eru að koma kosningar, hvað ætlar þú að gera. Það er í þínum höndum hvernig alþingi lítur út að loknum kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2021 | 10:06
Hefur einhver tekið það saman, fyrir hvað flokkar sem ætla að bjóða sig fram til alþingis ætla að leggja áherslu á, á komandi kjörtímabili.
Nú þegar nálgast að flokkar séu búnir að koma sér saman um sín helstu stefnumál, hvar þeir standa og hvert þeirra markmið séu á komandi kjörtímabili.
Væri ekki rétt fyrir fréttamenn að gera kröfu um stefnu þessara flokka í helstu málum er varða þjóðina!!
1. Afstöðu um inngöngu í ESB
2. Afstöðu til orkumála, hvort leggja eigi sæstreng til Evrópu, hver stefna flokkanna sé til Orkupakka 4. Og svo framvegis.
3. Afstaða til heilbrigðismála, hvort eigi að styrkja heilsugæslu á landsbyggðinni, heilsugæslu á stór höfuðborgasvæðinu,
4. Stefna í Samgöngumálum, þ.m.t. flugmálum.
5. Menntamálum, hvað varðar ólæsi og afstöðu til Sænsku menntastefnunni sem hefur skilið eftir afleitan árangur mentakerfisins miðað við aðrar þjóðir. Eiga Íslenskir nemendur að þurfa líða fyrri áherslu á kennslu fyrir erlenda nemendur.
6. Hver er og hver verður stefna í sjávar og landbúnaðarmálum hjá viðkomandi flokkum.
7. Hver er stefna flokkanna í ríkisvæðingu og eftirlitsmanna kerfinu.
8. Hver er stefna í umhverfismálum
9. Hver er stefna í trúmálum.
10. Hver er stefna í innflytjendamálum.
11. Hver er stefna í alþjóðamálum,
12. Hver er stefna í þátttöku í alþjóða samtökum.
13. Hver er stefna í Varnarmálum.
14. Efnahagsmál, ætla flokkar að auka skattlagningu eða draga úr henni. Hvar vilja þeir auka við fjarmagn og hvar vilja þeir draga úr fjármagni
Er ekki komin tím til að krefja flokka um skýr svör áður en til kosninga kemur, einnig hverju þeir er tilbúnir til að fórna fari þeir í samsteypustjórn og hverju þeir séu með alveg á hreinu að þeir fari ekki í stjórn nema að ákveðnir liðir nái fram að ganga.
Þetta eru einungis nokkur atriði sem mér datt í hug að gott væri fyrir almenning að fá á hreint fyrir almenning, svo hann geti betur áttað sig á hvert þeirra atkvæði best varið.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2021 | 11:18
Nú er bleikum Birni brugðið, þegar hægri menn nota sömu meðöl og úrhrakið á vinstri kantinum.
Nú er bleikum Birni brugðið, þegar hægri menn nota sömu meðöl og úrhrakið á vinstri kantinum.
Það er ekki að undra að það hrökkvi ofan í kok hjá Birni Leví, þegar svo kallaðir hægri menn ( Samherjamenn ) nota sömu meðöl og áróðurs og ósannindafjölmiðlar vinstri manna nota. Það hefur nú ekki flækst fyrir Hr. Birni Leví að fara nokkuð frjálslyndislega með staðreyndir og þá ekki fyrir risstjórnum Stundarinnar né Kjarnans þegar átt hefur að taka mann og annan af lífi.
Þar með er ég ekki að taka málstað Samherjamanna, og hef ég talið þá hafa á undanförnum árum stiklað á hálum ís í sumum málum, notað hverja glufu sem þeir hafa getað notað með aðstoð fjármálaklíkunnar sem nú situr á alþingi Íslendinga og þeirra flokka sem hafa þegið styrki frá slíkum flokki í gegnum brún umslög sem aldrei hafa verið talin fram og skoðast hjá hinum almenna borgara sem skattsvik. Þetta síðasta er að vísu haft eftir óáreiðanlegum heimildum, enda hefur fjármálaráðherra séð um að nú skuli leggja skattrannsóknarembættið niður, svelt sérstakan svo hann líti út eins og vængstýfð gæs, en mokað fjármunum í flokkskerfin.
Ég spyr bara er þetta í lagi? Svarið er NEI!
Hjá Birni Leví eru sumir hlutir í lagi og aðrir ekki, eins og að ofan greinir, við skulum athuga málið aðeins betur!
Hvað þóknast Birni Leví ( Pírötum)!
1. Fylla landið af efnahagsflóttamönnum og hælisleitendum
2. Afhenda stjórnun orkumála til ríkjasambandsins ESB
3. Gera alþingi að skrípaleikhúsi, þar sem engin virðing er við höfð.
4. Gera endalausar fyrirspurnir til allra um allt og ekki neitt sem hann ætti að geta lesið sér til um sjálfur. Sem sagt nennir ekki að vinna vinnuna sína.
5. Er fylgjandi barnsmorðum í móðurkviði
6. Er á móti arfleið þjóðarinnar sem gerir þessa þjóð áhugaverða fyrir ferðamenn,
7. Vill afnema Kristin gildi í samfélaginu, en innleiða Islam!
En það sem Birni Leví ( Pírötum ) er þóknanlegt er
1. Niðurbrot velferðakerfisins til Íslendinga
2. Greiða fyrir misnotkun Islamista á velferðakerfi Íslending
3. Fylla landið af alkyns glæpalíð
4. Koma Íslandi inn í ESB
5. Samþykkja alla orkupakka, sem og önnur fjöregg þjóðarinnar til handa erlendum nýlenduherrum.
6. Lögleiða eiturlyfjanotkun, það er neyslu skammta, sem er einungis bein braut til als herjar uppgjafar gegn vandamáli eiturlyfja.
7. Innleiðing á afvegaleiddri kynfræðslu í skólum.
Ég gæti farið með miklu fleiri staðreyndir um hvert Björn Leví og hans flokkur myndu vilja leiða Íslenskt samfélag, en megin marmið þeirra er að leiða Ísenska menningu, og þjóðina til glötunar. Ef menn skoða stefnu þeirra virðist hún góð, það er hún einungis á yfirborðinu. Þeirra stefna er stefna Múslima, NO BORDERS og þeirra sem ætlast til að allir aðrir eigi að greiða fyrir þá sem ekki nenna að vinna. Heyrði góða stefnu sem ætti að taka upp hér á landi, það er að bannað yrði að safnast saman og mótmæla því sem er að gerast erlendis, einungis væri leyfilegt að mótmæla innanlands málefnum. Þá ætti að banna styrki frá erlendum ríkjum og samtökum sem styrkja alskyns hópa, sem eru hér á pólitískum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2021 | 11:17
Hvernig stendur á því að Umhverfisráðherra sem og Landbúnaðarráðherra taki ekki Samgönguráðherra á teppið!
Nú er svo komið að enn og aftur er Vegagerðin þ.e. samgönguráðherra orðin að einum mesta umhverfis eyðileggingar og náttúruhamfara valdandi manni á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Enn og aftur fylgist Vegagerðin ekki með, að nægjanlegt vatn renni niður í landbrot þannig að vatnsstaða landsins og þar með ánna, sem taka vatn sitt úrhrauninu sé nægjanleg. Á endanlega að drepa alla veiði í Landbroti, er það nýja stefna núverandi stjórnvalda. Nú á sér stað ein mesta og glæpsamlegasta aðför að náttúrulegum stofnum landsins, bleikjan hefur ekki náð sér á strik, síðan þetta gerðist síðast og tók það margar vikur, að Vegagerðarmenn vöknuðu upp af þægilegum stólum sínum, til að aðhafast eitthvað í málinu, það var ekki fyrr en bændur tóku til sinna ráða og viti menn, þá var þeim hótað að hafa skemmt opinber mannvirki. Er ekki komin tími til að gerð verði varanleg lausn á lámarksrennsli niður í landbrot, svo það sé ekki komið undir Vegagerð eða Samgöngustofu hvort varanlegur skaði verði á sérstöku lífríki svæðisins, sem er á náttúruminjaskrá.
Er þessum leppalúðum treystandi til að gæta hagsmuna Íslendinga, ekki vantar að þeir ropa á hátíðarstundu og vilja ná yfirvöldum um megin hluta hálendisins, er hér ekki einmitt ásæða til að varast eldinn, ef þeim er ekki treystandi fyrir þessu svæði hvernig er hægt að treysta þeim til með að sjá um eitthvað meira.
Nei það er að koma að kosningum, það er undir þér komið kjósandi góður að kynna þér raunverulega forgangsröðun þeirra sem nú sitja við völd, og hvar er raunverulegur áhugi þeirra í umhverfismálum. Þetta dæmi hér að ofan er einungis það sem er nú að ske, en laxeldi í sjó, vinorkuver og fl. Eru dæmi til að staldra við. Það er undir þér komið hvernig komandi alþingi lítur út að afloknum kosningum!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2021 | 15:14
Þegar pólitískir flokkar gefa yfirlýsingar sem halda ekki vatni!
Nú hefur Framsóknarflokkurinn sýnt sitt rétta andlit, þegar þeir gefa yfirlýsingu um fordæmingu á Ísraelsku þjóðina!!!
Hvernig má það vera að Íslenskir stjórnmálamenn séu svo heillum horfnir í að berja sér á brjóst til að upphefja sjálfa sig, svo þeir geti ef til vill vilt fyrir einhverjum einfeldningum svo hann glepjist á að kjósa þá!!!
Hvernig væri að setja umhverfi viðburðanna fyrri botni Miðjarðahafs í smá samhengi við Íslenskar aðstæður, svo fólk átti sig á aðstæðum. Segjum svo að Kópavogur væri Ísrael, Reykjavík Gasa og Garðabær Vesturbakkinn, síðan væri Hafnafjörður Sýrland. Ætli Kópavogsbúum þætti þeir ættu ekki rétt á að verja sig, kæmu á þriðjaþúsund eldflaugar yfir þá, myndu fólk sem verður fyrir slíkri árás ekki að vernda sig og sína. Væri eitthvað athugavert við það,hafi hinn aðilinn það eru hin sveitafélögin það á stefnuskrá sinni að útrýma Kópavogs búum, að Kópavogsbúar myndu reyna að þagga niður í þeim hryðjuverkamönnum sem hefðu það á stefnuskrá sinni að drepa þá hvað sem það kostaði, og ekki nóg með það, heldur innræta afkomendum sínum að geri þeir það ekki þá muni þeir til helvítis far.
Þetta er í grófum dráttum staðan sem er fyrir botni Miðjarðahafs í dag og ekki nóg með það heldur skvetta Bandaríkjamenn með Biden í broddi fylkinga, olíu á eld með að færa á silfurfati Palestínu Aröbum ,milljarða dollara. Hvert haldið þið að þetta fjármagn hafi farið!!!
Ekki til uppbyggingar
Ekki til að hjálpa nauðstöddum
Ekki til að gera líf þegna sinna bærilegt.
Nei! mjög sennilega fór fjármagnið til að greiða niður skuldir við Írani sem aftur á móti greiddu niður skuldir við Rússa og Kínverja, vegna kaupa á eldflaugum, sem þeir selja síðan Palestínu Aröbum, svo þeir geti haldið áfram að skjóta yfir á Ísrael. UN fordæmir síðan Ísrael fyrir að hafa skotið niður háhýsi, þar sem aðalskrifstofur hryðjuverkasamtaka Hamas voru til húsa, og einmitt í sama húsi vildi svo tilviljunar kennt til að tveir fréttamiðlar voru með bækistöðvar sínar í sama húsi. En á þaki þessa húss sem UN grét svo mikið yfir og sagði að draga þyrfti Ísraela til ábyrgðar fyrir að sprengja niður, voru sendar á annað hundrað flugskeyti yfir til Ísraels, þar sem móðir og barn urðu morðvopnum Palestínu Araba að bráð. Áttu sem sagt Ísraelar að telja þetta fórnar kostnað, svo þessi hryðjuverkasamtök gætu haldið sinni glæpaverkum á saklausa borgara áfram.
Nei! sem betur fer hafa Ísraelar bygg sér varnarkerfi sem nefnist járntjaldið, ef það væri ekki til staðar, væri mannfall í Ísrael margfalt fleira. Fordæmum þá sem standa alltaf í ófriði, ekki þá sem vilja frið og hafa boðist til samninga, sem bæði Egiptar og Jórdan hafa þegið með þökkum. Fordæmum heldur Biden og þá sem stuðla að og viðhalda ófriði á þessu svæði.
Lyfið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2021 | 17:07
Hefðu verið nær að fordæma leiðtoga Palistínu
Ég vona að Íslensk stjórnvöld standi í lappirnar hvað þessi óþarfa átök varðar, hér ber að senda Palistínu stjórn og skæruliðasveitum Hamas kaldar kveðjur og fordæma þá fyrir að stuðla að eimd þjóðar sinnar. Það er þeim að kenna að ekki er hægt að lifa með Palistínu mönnum, enda vilja aðrar arabaþjóðir ekki fá þá til sín, samanber Sádi Araba, Egipta svo einhverjir séu nefndir. Ef ekki væri mokað í þessi samtök miljörðum á miljörðum ofan væri friður á svæðinu, en stórveldin hagnast á því að þarna séu átök.
Þetta verður einungis stöðvað með pólitískum samningum eins og Trump hafði komið til leiðar á milli Ísrael og annarra arabaríkja. Þetta leysist ekki með að flytja til Íslanda efnahagsflóttamenn sem leggjast á Íslenskt samfélag um ókomin ár.
Þetta vandamál kemur Íslendingum ekkert við og eigum ekki að skipta okkur af því. Málin eru í annarra höndum, sama hversu margir hælisleitendur og vinstri aðgerðasinnar mæta til að mótmæla.
![]() |
Hundruð mótmæla Ísraelsher og stefnu stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2021 | 13:09
Enn og aftur áróðursrugl blaðamanns.
Ég er ekki að mæla Ísraelsstjórn bót, en þeir eru umkringdir snar rugluðum leiðtogum fólks, sem lætur afvegleiða sig í stríðsátök sem engan tilgang hafa annað en að styrkja vitleysingjanna sem ota þeim í dauðan.
Það var að vísu ekki við öðru að búast þegar Biden tók við völdum í USA að friðurinn sem Trump skóp yrði að engu, en blaðamaðurinn sem þetta skrifar er greinilega ekki fær um að skrifa greinar um þessi máefni þar sem hann er greinilega vilhallur undir skoðun annars aðilans. Ég held að Mbl verði að fara að ritskoða dálkahöfunda, svo einhverjir verði eftir til að lesa þennan þvætting.
![]() |
Þrettán manns látist í árásum Ísraelshers í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2021 | 20:44
Fréttaflutningur mbl til skammar!
Hverjar eru lygar Donalds Trumps, það sér það hver heilvita maður að það var haft rangt við í síðustu kosningum, sem hefur sett Bandarískt líðræði á pall mesta bananalíðveldis sögunnar. Ætli þeim Íslendingum sem nú stinga hausnum í stein, þætti það ekki undarlegt hér heima ef dauðir og löngu grafnir, sem og fólk sem hefur verið svo árum skiptir út úr heiminum hefði kosið til alþingis. Ætli sama Marsisku mönnum hér heima á ÍSLANDI þætti það ekki líka eitthvað skrítið ef það kæmu marfalt fleiri atkvæði en kjörskrá segði til um! Eða að öll utankjörstæða atkvæði væru tileinkuð aðeins einum flokki.
Það sést hér hversu spillingin var algjör í ákveðnum fylkjum, þarsem úrslitin réðust og var þetta dómsvaldi Bandaríkjanna til ævarandi skammar.
Það versta er að blaðamannastétt á Íslandi virðist algjörlega huglausir álfar og hafa gerst algjörir glóbalistar. Er furða að lestur fréttamiðla sé á hröðu undanhaldi þegar fréttamennskan er á svona lágu plani.
![]() |
Stuðningsmaður Trumps í stað Cheney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2021 | 15:40
Er nýr foringi á leið í stjórnmálin, sem þorir að andmæla ruglinu!!!
Ég er fegin að sjá mann sem telur lýðræðið meira virði en að vera undirlægja ESB kerfisins og þingmenn Íslendinga, stimpildýr nýlenduherra! Hann telur vegið að tjáningarfrelsi Íslendinga standa höllum fæti, skrifaði góðar greinar til umhugsunar fyrri þingmenn hvað varðaði Orkupakka 3, þar sem hann varaði við samþykki afsalsbréfinu, sem samþykkt var á þingi, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki lokið fyrir það skotið að ég kannist við þessar vangaveltur og að þetta allt saman sem hann telur, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi afvegaleiðs frá grunnstefnu sinni, sé í stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ef til vill eru sannir föðurlandsvinir innan Sjálfstæðismanna farnir að átta sig á því, að gæla við Maxismann til vinstri er leið glötunar og aumingjavæðingar þjóðarinnar. Það er og verður aldrei hægt að halda uppi sterku velferðakerfi án hagsældar, það er grunnur að sanngjarnri dreifingu lífsviðurværis þjóðarinnar.
Það er greinilegt að nú hriktir í flokksmaskínunni hjá Sjálfstæðismönnum, sem sagt!, það er komin kandidat með ânýja sýn á heimatilbúin flótta frá flokknum. Þessi maður á ef til vill eftir að ná miklum árangri innan þessa flokks, ef hann verður ekki kjölturakki BB og Co!, er viss um að nú brosir Styrmir út í bæði.
Hvað sem verður sýnist mér að Arnar Þór Jónsson sé efnilegasti nýi kandidatinn í Íslenskri pólitík, því okkur vantar fleiri á vagninn sem ber hagsæld og sjálfstæði þjóðarinnar í fyrir rúmi, en ekki sérhagsmunagæslu fárra. Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefanna, annað en hugsandi Íslendingar geti verið sammála því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar