Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2021 | 10:20
Titringur og ótti í stjórnmálum.
Nú eru farnir að berast framboðslistar hjá hinum ýmsu framboðum, sem er gott þar sem landsmenn geta ráðið í hverjir það eru sem koma fram fyrir hönd flokkanna í haust. Ég hef samt undrað mið á því hvers vegna menn eru með svo mikinn tepruskap að það sé ástæða til að jafna kyn til setu á þingi, jú ekki væri gott að einungis annað kynið sæti þar, en að gera kröfu um að það sætu fólk með jafnt kynjahlutfall er mér óskiljanlegt. Ég hef alltaf talið að það sé meira virði að það sé eitthvað á milli eyrnanna á því fólki sem þar sitji, breytileg hugmyndafræði, og að alþingismenn séu bundnir af því að hafa svarið hollustu við land og þjóð er þeir eru settir í embætti. Ég hef talið meira virði að alþingismenn sem og ráðherrar þurfi einnig að axla ábyrgð á gerðum sínum, og geti ekki frekar en aðrir landsmenn skotið sér á bakvið stöðu sína í embætti, það er alþingismenn. Því ég er fullviss um að þeir er þá kusu, eru ekki að greiða þeim atkvæði til að brjóta lög, vinna gegn þjóð, né almannahag. Þá er löngu komin tími til að þingheimur fari að öllu leyti eftir stjórnarskrá og forseti landsins beiti neitunarvaldi ætli alþingi að fara á skjön eða í framhjáhlaup fram hjá stjórnarskrá.
Hversu margir flokkar verða í framboði fyrir komandi kosningar er óráðið, en ég tel að best sé að sem flestar skoðanir komi fram hjá flokkunum og þeir tali tæpitungulaust um þau málefni er þau ætla að leggja mesta áherslu á. Fréttamiðlar þurfa að vera kröfuharðir á að ná út úr frambjóðendum , hvert þeir ætla að stefna á komandi kjörtímabili, spyrlar þurfa einnig að leyfa viðmælendum sínum að tjá sig um þær stefnur, hvort heldur þeir eru sammála þeim eða ei. Þjóðin þarf að geta gert sér grein fyrir hvert stefnir, svo sér hver einstaklingur geti greitt atkvæði eftir eingin sannfæringu.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2021 | 11:50
Nú er hafin blekkingarleikurinn að fullu!
Þegar nær dregur til kosninga, er hætta á að blekkingarleikur stjórnmálaflokkanna fari á stað að fullu. Þetta á við um flesta flokka, sem þegar hafa tilkynnt að þeir muni taka þátt í kosningum nú á haustmánuðum.
Tökum sem dæmi. Viðreisn kemur með nýjan frambjóðanda sem er allri þjóðinni kunnugur, jú sjónvarpsstjarnan Sigmar Guðmundsson. Hann er greinilega fenginn til að afvegaleiða kjósendur, með því að koma með sjóðheitt mál,það er heilbrigðismál og færa það í eikavæðingu. Nú skal veiða út á nýjar hugmyndir, sem Viðreisn telur að geti náð í nokkur atkvæði. En hvergi kemur fram að megin stefna Viðreisnar er að koma Íslandi í ESB.
Sama má segja um Samfylkinguna, hún hefur aldrei gert neitt fyrir verkalýðinn né heimilin í landinu, nei undir hennar stjórn var að gefa skotleyfi fjármálastofnanna á fjölskyldur eftir hrun. 9000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín undir forsæti Samfylkingarinnar. Hvergi kemur fram að helsta markmið Samfylkingarinnar er að koma Íslandi í ESB.
Píratar eru með mörg dægurflugumál á sinni dagskrá sem henta óþroskaðri kynslóðinni, en mengin markmið þeirra er að leggja alla menningu landsins af og fylla landið af alkyns óþjóðalýð, með inngöngu í ESB.
Og nú nýr flokkur undir stjórn Gunnars Smára, sem vill ekki starfa með þeim flokkum sem ekki vilja opna landamærin upp á gátt, telur verkafólki trú um að hann geti gert hag þeirra betri með að ríkisvæða allt atvinnulífið, telur að hann geti haldið áfram að skattpína allt, eftir að hann verður búinn að koma öllu heilbrigðu atvinnulífi á hausinn, eða það flúið úr landi.
Þetta eru vonarneistar vinstrimanna, sem eru nú þegar búnir að arðræna allt út úr velstæðu sjóðum Reykjavíkur, og vilja komast að kjötkötlum ríkisins, svo eyðsluveislan geti haldið áfram. Það hefur aldrei verið góðæri hjá almenningi undir stjórn vinstrimanna, þá fyrst er hætta á blóðmjólkun almúgans.
Það eru að koma kosningar, þitt er valið hvernig komandi alþingi lítur út. Nú sem aldrei fyrr er ábyrgðin mikil á þínum höndum. Notaðu tíman til að velja skinsamt fólk á þing, í staðin fyrir óábyrga auðnuleysingja.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2021 | 13:45
Oft heyrist hátt í tómri tunnu!
Nú ryðst fram á ritvöllinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann og telur sig umkomna að setja ofan í við ríkisstjórn landsins og sakar þau um ræfildóm. Vart hefur komið fram eins skýr öfugmælavísa og frá þessari konu sem var með allt niður um sig er hún stjórnaði landinu og hafði ekki kjark til að bera, það er að standa með þjóðinni gegn auðvaldinu. Hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni báru ábyrgð á að leyfa okurbúllum sem þau yfirtóku og stjórnuðu, að bera út 9000 fjölskyldur. Þetta kölluðu þau „SKJALBORG HEIMILINA“ og í kjölfarið varð einn mesti landsflótti frá Íslandi síðan í móðu harðindunum. Þessi málsvari níðingsháttar sem henni ásamt Steingrími J., hefði verið í lófa lagið að koma fyrir slíkt ástand. Nei þeim var skít sama um almenning í landinu og nú sem enda nær skildi hann borga brúsann.
Nú kallar hún núverandi ríkisstjórn fara fram með ræfilsdóm, því þau hafna breytingu á stjórnarskrá landsins, er ekki tími til fyrir Jóhönnu að líta í eigin barm áður en hún fer að gelta!
Ekki er ég hér með að taka hanskann upp fyrir núverandi ríkisstjórn né alþingi, en þann níðingsskap sem Jóhanna stóð fyrir gagnvart eigin þjóð verður vonandi aldrei toppaður.
Ég hef sagt það áður og ætla að endurtaka það hér, það skiptir ekki máli hver stjórnarskráin er, sé ekki farið eftir henni og engin viðurlög fyrir þingmenn né ráðherra að fara á svig við hana. Hún er og verður einsskins nýtt plagg, þar til virðing gagnvart henni og því sem gerir okkur að þjóð sé virt af ráðamönnum þjóðarinnar.
Munum eftir að séu ræturnar ekki í lagi, fölnar blómið. Það á einnig um íslenskt samfélag. Það eru að koma kosningar í haust og undir þér kjósandi góður hvernig þú verð atkvæði þínu. Ásýnd alþingis getur oltið á örfáum atkvæðum. Gefðu þér tíma í sumar og veltu fyrir þér hverja þú myndir vilja fara með það vald og fé sem þú gefur þeim er fara með fjöregg þjóðarinnar.
Góðar stundir
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2021 | 14:52
Sjónarspil alþingis!
Nú standa yfir eldhúsdagsumræður, þar sem aularnir sem ekki komust í gegnum eigin málatilbúnað í sambandi við kosningarlög gátu ekki komið þeim skammlaust frá sér. Nú á að reyna aftur, sama fólkið og hvernig ætli þeim takist til í þetta sinn?
Logi samfó er á biðilsbuxunum til Katrínar, því hann óttast að hann og flokkur hans þurrkist úr í komandi kosningum, verði hann ekki með bónorðið í lagi, því engin kemur í giftinguna. Annar má segja að á þingi sé búin að vera dauðs manns gröf og ekkert fjör, þótt stutt sé í kosningar. Maður hefði haldið að menn myndu gera alvöru atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu, en það er ekki, enda stjórnarandstaðan huglaus og ekki með neitt til að leggja fram til umræðurnar um hvernig mætti gera Ísland betra.
Þó kom Inga Sæland með ágætis innlegg í sambandi við aftöku manna á samfélagsmiðlum og hefði maður haldið að núverandi dómsmálaráðherra myndi taka á því myndarlega með einhverri yfirlýsingu, en nei!, ekki heyrðist bofs hjá henni til málsins.
Hvað ætli þessi sirkus kosti svo, ekki einu sinni hægt að skemmta sér yfir að fylgjast með þessu prúðuleikhúsi, ætli verði síðan framhald á umræðunni eða tekst þeim að koma kosningarmálinu í gegnum þingið samlaust.
Það má ekki gleyma, að komist Sósíalista flokkurinn að er klárt mál að hann tekur fylgi sitt frá vinstri mönnum, sem gerir enn meiri titring fyrir vinstri blokkina. Nú er komið val þar sem Sósíalista flokkurinn hefur gefið það út að hann ætli ekki að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Miðflokki, Sjálfstæðisflokki og undavillingunum í Viðreisn.
Það eru greinilega skemmtilegir tímar framundan í pólitíkinni.
Guðmundur Karl Þorleifsson ÍÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2021 | 18:54
Veruleikafyrrtur borgarstjóri!
Það er merkilegt með suma, sem eru með allt niður um sig, telja sig þá einu réttu til að stjórna, en hafa sýnt svo ekki verður um villst að þeirra aðkoma að stjórnun er gjaldþrot Reykjavíkurborgar. Það er gætir einnig furðu að eftirlitsnefnd sveitafélaga skuli ekki vera búin að stíga inn í stjórnun fjármála Reykjavíkur, eins og þeir hafa víða gert gagnvart öðrum sveitafélögum sem hafa misst stjórn á fjármálastjórnun þeirri sem þeim var falið að annast.
Nei borubrattur borgarstjóri, kemur fram og ætlar að telja borgarbúum trú um að honum vanti 3 til 5 ár til að ljúka ætlunarverki sínu, það er að setja borgarsjóð og þar með borgina endanlega á hausinn!. Hvað ætli þurfi til að borgarbúar vakni af sínum Þyrnirósa draumum, því á endanum eru jú þeir sem tilheyra viðkomandi sveitafélagi er þurfa að axla brúsann. Á næsta ári eru sveitastjórnarkosningar, þar með er uppgjör á viðskilnaði þeirra flokka er mynda meirihluta borgarinnar. Ekki hefur vantað hrokann í þá liðsheild í að skíta út, og setja í einelti, neita að svara fyrirspurnum, jafnvel ullað eins og aðrar frekjudósir framan í borgarstjórnar minnihlutann og þannig mætti lengi telja.
Ef þessi borgarmeirihluti heldur velli eftir allt það sem hér er lýst og er einungis brota brot af spillingunni, þá er það borgarbúum sjálfum að kenna. Þeir hafa valið, á næsta ári að skipta öllu þessu liði út og setja nýtt fólk í þeirra stað, það getur aldrei orðið verra.
Guðmundur Karl Þorleifsson ÍÞ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2021 | 14:19
Kalla saman alþingi til að laga skussahátt stjórnsýslunnar og alþingis.
Ætla Íslendingar virkilega að kjósa slíka vanvita til þingsetu aftur eða ætla Íslendingar að axla ábyrgð og gera byltingu með að velja ábyrgðameira fólk til setu á löggjafaþingi okkar Íslendinga. Þetta er á ábyrgð okkar landsmanna að segja hingað og ekki lengra.
Kjósum rétt, með almannahagsmuni og þjóðarhag í huga, höfnum sjálftöku og gæluverkefna liði! Það er eina lausnin til að hér sé búandi á komandi árum. Gerum kröfu til stjórnvalda um að upplýsa nákvæmlega í hvað 144.000.000.000kr fóru umfram tekjur. Látum hvorki broskellingar, né froðusnakka komast upp með að upplýsa ekki þjóðina um eyðslupólitíkina nú rétt fyrir kosningar.
Formaður ÍÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2021 | 13:42
Til hamingju Svíar.
Þau sögulegu tíðindi gerast en í dag, fagnaðarefni að Stefna Löve hefur sagt af sé embætti í Svíþjóð
Hver verða viðbrögð demókrata og liberalista sem stjórnað hafa landráða pólitík í Svíþjóð undanfarna tugi ára. Hvernig ætli takist til að mynda nýja ríkisstjórn, eða ætli komi til nýrra kosninga?
Ætli tími sé komin að Svíar hafi áttað sig á að það er einungis einum flokki treystandi í Svíþjóð sem er föðurlandsvinir og hugsa fyrst og fremst um föðurlandið áður en farið er í gæluverkefni og sjálftöku, eins og þar hefur tíðkast, eins og er á Íslandi. Hvenær ætli Íslendingar vakni, ætli það verði eftir 10 ár þegar þetta lið sem ætíð lýgur að almenningi sem ekki nennir að kynna sér málin, en tuðar síðan við eldhúsborðið vegna þess að það þorir ekki að standa í lappirnar.
Það eru að koma kosningar á Íslandi í haust, það er í þínum höndum hvort þú ætlar að láta endalaust taka þig í afturendann, eða standa með hagsmunum þjóðarinnar, það eru þínir hagsmunir líka. Hættum meðvirkni skoðum hvert stefnir og tökum upplýsta afstöðu, því það sér enginn hvað þú kýst inni í kjörklefanum.
Loksins er hægt að taka hattinn ofan fyrir bæði Dönum og vonandi líka Svíum, en hvað verður með Íslendinga kemur í ljós þegar atkvæðin hafa verið talin.
Guðmundur Karl Þorleifsson ÍÞ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2021 | 08:28
Umhverfisslys í boði ríkisstjórnar Íslands!
Það fer lítið fyrir þessum kálfum núna í umhverfismálum, þegar þau standa að eyðileggingu fiskistofna, og jafnvel landsvæðis sem er á náttúruminjaskrá, vegna séreinkenna sinna. Jú ég er enn og aftur að tala um Landbrotið og þær lækjasprænur sem þar koma undan hrauninu, einstakt náttúru svæði sem á sér enga líka. ÞAU ERU ÁBYRG FYRIR ÞESSU ÁSAMT VEGAMÁLASTJÓRA!
En takið eftir, þetta sama fólk vil aukin völd til varðveislu landsvæða, nú stóran hluta hálendisins, sem betur fer var hafnað á alþingi Íslendinga nú rétt fyrir þinglok. MARXIST-ir stjórnarhættir VG, náðu sem betur fer ekki fram að ganga, enda varast sporin að koma of miklum völdum í hendur þessara einstaklinga.
Komum í veg fyrir kvóta á að Íslendingar geti skoðað landið, það er byrjað að koma því á, nú fyrst með að takmarka ferðaiðnaðinum aðgengi með kvótainnsetningu ferða til handa sérvöldu sjálftöku liði og síðan á allan Íslenskan almenning.
Eina leiðin til að sporna við MARXISMA á Íslandi er að kjósa ekki VG á þing í haust, vítin eru til að varast þau!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2021 | 09:47
Úr öskunni í eldinn nr. 2
Það var ekki að sjá að Viðreisnarfrúinn hafi neinu gleymt frá fyrri yfirlýsingum hennar og er það merkilegt hversu ákveðin hún er að afsala fullveldinu Íslandi í hendur erlends ríkjasambands. Það er greinilegt að henni hefur liðið vel í Þýskalandi á meðan dvöl hennar stóð þar yfir, enda var hún í flokki aðalsins. Því er ekki að neita að undirritaður hefur ávalt þótt gaman að heimsækja Þýskaland, þó það hafi breyst mikið undan farin ár. Þorgerður Katrín formaður flokksins er áfram ákveðin að koma Íslandi inn í brennandi rústir ESB og það helst án þess að þjóðin fái um það kosið, það er einnig stefna flokksins að afhenda ríkjasambandinu öll yfirráð yfir orkuauðlindum Íslendinga og nú það nýjasta að gera okkur enn háðari ESB!, tengja Íslensku krónuna við evruna. Gott og blessað, formaður Viðreisnar er með hreina þröngsýn, hún er greinilega ekki búin að átta sig á að Íslendingar voru að landa samning í gegnum samstarf við Letta og Norðmen um tvíhliða viðskiptasamning við Breta, hvernig væri að Viðreisnardrottningin myndi snúa sér í að gera einungis viðskiptasamning við ESB, heldur en að telja sig sjálfskipaða til að leggja niður þjóðríkið Ísland í einhverskonar leppríki erlendra nýlenduherra.
En aftur að stefnu Viðreisnar. Stefnumálin eru í megindráttum fjögur.
1. Innleiða Ísland í ESB taka upp evru
2. Opin landamæri til þeirra sem það vilja, það er eyðileggja almannatryggingakerfið.
3. Afhenda orkuauðlindir undir vald Evrópubandalagið
4. Leggja niður landbúnað á Íslandi.
Þá komum við að flokki Pírata. Merkilegur flokkur með það að megin markmiði að leggja niður þjóðríkið Ísland.
Það er sama hvað vel er gert á Íslandi, eða hvað Íslensk stjórnvöld gera, það ber að eyðileggja, tala niður og afnema allt sem minnir á sögu lands og þjóðar.
Þetta eru mengin markmið Pírata. Leiðir þeirra er að slá ryki í augu almennings með að þykjast vera svo góð við allt og alla, nema að sjálfsögðu þá sem í landinu búa. Til að ná þessum markmiðum eru þeir að sjálfsögðu sammála í megin þáttum Viðreisn, Samfylkingu og VG. Landið skal fyllt af erlendum efnahags flótta fólki, glæpaklíkum sem og þrælum ( starfsmönnum sem hægt er að níðast á, svo hægt sé að halda niðri launum ), afnema kristin gildi úr skólum, en taka þess í stað upp kennslu á kenningum öfga trúarsamtaka, afbrigðilegri kynhneigð til handa börnum okkar, svo eitthvað sé nefnt. Allt gert í ljósi umburðarlyndis, eða er það svo? Tel rétt að þeir sem styðja slíka flokka, geri sér grein fyrir hvert þau stefna með stuðningi sínum, því Píratar gera leiðina greiða fyrir glæpaklíkur og yllyndis fólk sem hingað streymir í gegnum þeirra meðgin markmið âOPIN LANDAMÆRI og ekki má gleyma eiturlyfjavæðingu flokksins.
Það er á þeirra ábyrgð sem slíka flokka kjósa, hvernig framtíð þeir vilja búa barna börnum sínum.
Megin markmið Pírata
1. Opin landamæri
2. Leggja niður Íslenska menningu og sögu
3. Aukið aðgengi að neysluskömmtum, eiturlyfjavæðing.
4. Afhending auðlinda Íslands til erlendra nýlenduherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2021 | 07:18
Hvert stefna stjórnmálaflokkar að loknum þingkosningur Nr 1.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt sitt prófkjör í Reykjavík, þar sem oddvitar létu sverfa til stáls og ekki síst hver stefna flokksins yrði eftir komandi kosningar. Það er deginum ljósara að innflytjendastefna Áslaugu og sjálftöku stefna Guðlaugs Þórs urðu ofan á, en stefna Sigríðar Á. Andersen í útlendingamálum og upphefð gömlu gilda Sjálfstæðisflokksins âstétt með stétt , beið afhroð sem og þar með fuku bæði Brynjar Nielssen og fleiri út af borðinu hjá Sjálfstæðismönnum. Hversu lengi Sjálfstæðismenn ætla að láta smalamennsku unglamba ráða för flokksins er óvís, en hætta er á að fjöldi manns mun yfirgefa flokkinn í komandi kosningum.
Samfylkingarkóngurinn Logi, er þó heiðarlegur og keikur um þessar mundir, en vonandi ekki að kosningum loknum. Hann kemur þó hreint fram með stefnu flokksins, það er að hann ætlar ekki að kvika frá því að megin stefnumál flokksins er að ganga i ESB og virkja alla Orkupakkana til handa nýlenduherrum, svo landsmenn þurfi að greiða aflandsgjöld til þeirra ríku af auðlindum landsmanna og fylla landið af erlendum afætum á almannakerfið, svo þeir Ísendingar sem hafa byggt upp almannatryggingarkerfið verði skammtað nauðungabætur til að lifa af.
Síðan kemur Samfylkingin með gamla slagara um að þeir ætli að beita sér fyrir jöfnuði og hugsa um lítilmagnann, en það hefur sýnt sig að það eru einungis orð en ekki efndir, samanber âSjaldborg heimilinna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. â Takið eftir draumastjórn Loga, jú âóráðsíustjórnina við Reykjavíkur tjörn Það er sem sagt draumur Loga að setja ríkiskassann á hausinn eins og hriplekan kassann hjá Reykjavík. Af hverju er ekki ríkið búið að taka yfir fjármál Reykjavíkur vegna fjármálaóreiðu núverandi borgarmeirihluta, það veit mjög sennilega enginn?
Ég mun síðan taka hina flokkana fyrir þannig að almenningur í landinu geti áttað sig á, hvert stefnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar