Hvernig stendur á því að Umhverfisráðherra sem og Landbúnaðarráðherra taki ekki Samgönguráðherra á teppið!

Nú er svo komið að enn og aftur er Vegagerðin þ.e. samgönguráðherra orðin að einum mesta umhverfis eyðileggingar og náttúruhamfara valdandi manni á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Enn og aftur fylgist Vegagerðin ekki með, að nægjanlegt vatn renni niður í landbrot þannig að vatnsstaða landsins og þar með ánna, sem taka vatn sitt úrhrauninu sé nægjanleg. Á endanlega að drepa alla veiði í Landbroti, er það nýja stefna núverandi stjórnvalda. Nú á sér stað ein mesta og glæpsamlegasta aðför að náttúrulegum stofnum landsins, bleikjan hefur ekki náð sér á strik, síðan þetta gerðist síðast og tók það margar vikur, að Vegagerðarmenn vöknuðu upp af þægilegum stólum sínum, til að aðhafast eitthvað í málinu, það var ekki fyrr en bændur tóku til sinna ráða og viti menn, þá var þeim hótað að hafa skemmt opinber mannvirki. Er ekki komin tími til að gerð verði varanleg lausn á lámarksrennsli niður í landbrot, svo það sé ekki komið undir Vegagerð eða Samgöngustofu hvort varanlegur skaði verði á sérstöku lífríki svæðisins, sem er á náttúruminjaskrá.

Er þessum leppalúðum treystandi til að gæta hagsmuna Íslendinga, ekki vantar að þeir ropa á hátíðarstundu og vilja ná yfirvöldum um megin hluta hálendisins, er hér ekki einmitt ásæða til að varast eldinn, ef þeim er ekki treystandi fyrir þessu svæði hvernig er hægt að treysta þeim til með að sjá um eitthvað meira.
Nei það er að koma að kosningum, það er undir þér komið kjósandi góður að kynna þér raunverulega forgangsröðun þeirra sem nú sitja við völd, og hvar er raunverulegur áhugi þeirra í umhverfismálum. Þetta dæmi hér að ofan er einungis það sem er nú að ske, en laxeldi í sjó, vinorkuver og fl. Eru dæmi til að staldra við. Það er undir þér komið hvernig komandi alþingi lítur út að afloknum kosningum!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband