Þegar stjórnvöld eru óhæf til að stjórn!

Nú eru stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn í hæstu hæðum að þenja á sér egóið, svo vægt sé til orða tekið. Fjármálaráðherra sagði fyrir mánaðarmót að sennilega yrðu vextir hækkaðir og tóku flestir aðrir þingmenn undir það,en síðan reynir Seðlabandastjóri að slá ryki í augu almennings að hann ætli ekki að hækka okurvexti sína sem síðan bitna á almenningi og fyrirtækjum í landinu. Nei almenningur er löngu búnir að sjá í gegnum hið gamla og úrelta leikrit „ ELÍTUNAR „ , því reynsla þjóðarinnar er að fyrrverandi og núverandi stjórnvöld á Íslandi eru engan vegin hæf til að fara með stjórn efnahagsmála í landi voru. Þeirra aðferð er miðuð að sjálftöku þeirra ríku og halda hinum almenna landsmanni í þrælahlekkjum, mergsjúga þá sem mest og gera þrælsóttan landlægan!
Það dylst engum aðferðafræði stjórnvalda, en hversvegna er fólk í þeim átthagafjötrum að halda að ekki sé til fólk sem vill þjóðinni vel, án þess að misfara með vald sitt. Það er augljóst að sú aðferðafræði sem seðlabankastjóri og fjármálaráðherra nota með fulltingi ríkisstjórnarinnar sem og stjórnarandstöðu, er ekki að skila neinum árangri. Meira að segja kemur seðlabankastjóri fram í dag það er 4 okt ‚23, og telur það gangi ylla að kæla fasteignamarkaðinn, eins og hans framferði komi til með að gera það, þvílík heimska! Ef þarf að kæla fasteignamarkað í landi sem fólk er farið að lifa inni hjá foreldrum fram eftir aldri, þá þarf að ráðast að rót vandans, sem ekki er gert með því að hækka vexti og annan kostnað á byggingar, þar með talið lóðagjöld, eftirlits kostnað svo eitthvað sé nefnt! Þá er heldur ekki lausnin til að kæla hagkerfið að hækka skatta og gjöld, auka ríkisútgjöld og fjölga ríkisstarfsmönnum og stofnunum.
Það virðist nefnilega hafa gleymst hjá alþingismönnum og háttsettum ríkisstarfsmönnum að þeir eiga að þjóna landi og þjóð, en ekki vera í eiginhagsmunapoti og með kúgunnar tilburði gagnvart samlöngum sínum. Það er greinilegt að það er tilgangslaust að láta alþingismenn sverja eið við setu á þingi, hafi það engar afleiðingar, og sjáið! Hver ætli sé aðal áhugamál núverandi forsætisráðherra, „ JÚ ÞAÐ ER AÐ LEGGAJA NIÐUR LANDSDÓM“ í stað að auka vægi hans gagnvart þeim sem misfara með vald!
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að þjóðin vakni til lífs, því ef fram heldur sem horfið þá mun núverandi stjórnvöld feta sömu slóð og SVÍAR, það er að vinstri heilaþvottur ráðamanna mun á endanum hrekja öll fyrirtæki sem einhverju skila í þjóðarbúið úr landi og ungt fólk kemur ekki til með að sjá tilgang í að eiga hér einhverja framtíð. Þessu þarf að breyta og það strax!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 34344

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband