Þegar frekja ræður för!

Það er merkileg yfirlýsing forstjóra Haga Finnur Oddsson setur fram þann 6 sept 2023, er hann setur fram útreikninga á að matvar a Íslandi sé bara ódýr miðað við önnur lönd, kaupmátt og hlutfall af launum sem fer til matar innkaupa. Jú sennilega er hægt að vera með bundið fyrir bæði augun og setja slíka útreikninga framan í hinn almenna borgara á Íslandi, en þar með gerir hann sig að athlægi landsmanna svo vægt sé til orða tekið.
Skoðum þetta aðeins, í fyrsta lagi er eðlilegt að sú prósenta sem fer í matarkaup Íslendinga sé mjög lág, því almenningur er svo skattpíndur að hann hefur ekki efni á að borða, vegna rányrkju mann á borð við forstjóra Haga. Það hefur komið fram að skattpíning Íslendinga með svokölluðu neyslugjöldum er hæst í heimi, þó svo að Noregur sé meðtalinn! Hér ásamt Noregi ætti tekjuafgangur af launum að vera slíkur að hver og einn einstaklingur ætti að geta lagt til hliðar verulegar upphæðir, þar sem við framleiðum okkar orku sjálf að mestu leiti, en nei stjórnendur fyrirtækja á borð við Haga, Samskip, Eimskip, olíufélögin og fleiri fyrirtæki sem eru í einokunarstöðu, hafa fengið að valsa um óáreitt í boði alþingis, þar sem engum dettur það í hug að stöðva sjálftöku slíkra fyrirtækja.
Það er ef til vill komin tími til að almenningur geri kröfu til þingmanna að þeir komi á fót skipafélagi, olíufélagi, miðstírðu heildsölufyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt, þar sem reksturinn væri ekki hagnaðardrifinn, heldur einungis til þess gerður að koma böndum á hömlulausa græðgivæðingu fákeppninnar. Það þarf greinilega koma böndum á hversu samþjöppun eignarhalds er mikil, þar sem hinn almenni almenningur lýður vegna þessa fólks sem baðar sig í auðnum, meðan almenningur sveltur.
Það er einnig skrítin stefna Seðlabanka að hækka vaxtargjöld á almenning, lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan þau stóru njóta mun betri kjara. Vaxtaokrið á Íslandi er einungis gert til að færa fjármuni frá þeim sem minna eiga til þeirra sem leika lausum hala eins og Jóakim önd.
Ég sakna þess að stjórnmálaleiðtogar skuli ekki hjóla í þá framsetningu eins og bullið sem kom út frá forstjóra Haga, það er greinilega engin flokkur á alþingi Íslendinga sem er viljugur að vinna fyrir þjóðina, alla veganna mætti halda það vegna tómlætis þeirra við þessum yfirlýsingum sem kom frá Finni Oddssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband