11.1.2023 | 20:33
Stjórnunarvandamál í Rússnesku hernum!
Það er ekki ofsögum sagt að vandamálin eru víða innan Rússneska hersins!. Lengi hefur verið talað um að samskipta og tæknivandamál séu helstu vandamál Rússneska hersins, þar hafa hinir eiginlegu hermenn sem berjast með úreltum vopnum og aldargömlum tækjum átt í erfiðleikum með baráttugalaða Úkraínumenn. En ofan á þetta bætist svokallaði vandi, að herinn vinnur ekki sem ein heild, hermennirnir sjá ekki tilgang í þessu stríði, og þeir horfa upp á að vera brytjaðir niður af hátæknivopnum andstæðings sem hefur allt að vinna!
Nú hefur komið í ljós að en og aftur eru Rússar að skipta um yfirstjórn hersins, þar sem gangurinn er og verður ekki ásættanlegur að mati hryðjuverkastjórans Pútíns. Þetta hefur gefið vantraust til þeirra sem eru á víglínunni, sem og að Rússar eigi ekki vopn og séu upp á aðra komnir, lýsir ekki því að hér sé um svokallað „stórveldi“ að ræða, heldur einhverja vesalinga sem ekki geri sér grein fyrir að það sé ekki nóg að ljúga endalaust um einhvern árangur og vera með mikilmennsku, þegar þeir séu í reynd með allt niður um sig.
Meira að segja hafa þeir þurft að draga í land með yfirlýsingar frá sínum málaliðum sem unnu stríðið í Sýrlandi, en þar var ekki um alvarlega mótspyrnu að ræða og virðist sem Rússar hafi ekki gert sér grein fyrir því, sem og að föðurlandsást Úkraínumanna gerir þá samhelta, þó svo að þeir deili mismunandi pólitískum skoðunum. Gekk þetta svo langt, eftir að þeir höfðu haft fjöldann allan af svokölluðum fréttamönnum og áróðursdýrkendum sem stutt hafa stutt Rússnesku áróðurs lygaþvættinginn að fíflum, gera nú flestir sem eru með eitthvert vit á milli eyrnanna, að allur áróðurinn sem kemur frá Rússlandi er bull!!!!
Nú fer að styttast í að Úkraínumenn fái til sín nútíma skriðdreka og vopn, sem þeir geta notað bæði í nærátökum sem og til að skjóta niður sprengiflugvélar sem og þá hreyfanlegu eldflaugapallanna, sem hafa skotið á almenna borgara í Úkraínu. Það bendir alt til að vandamálaástandið í stjórn hryðjuverkastjórnar Rússa sé rétt að byrja.
Vonandi verður ágangur Úkraínumanna sem mestur næstu mánuði, þannig að þessum ófögnuði sem Rússar hófu ljúki sem fyrst.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.