Þá er komið að því að almenningur þarf að opna augun!

Já! Nú er komið að því, opnið augun því ríkisstjórnin ásamt Landsvirkjun eru að seilast lengra niður í vasa ykkar með alkyns glæpa brögðum!!! Það nýjasta er að Landsvirkjunar ráðamenn, undir samþykki stjórnar LV og ríkisstjórnar heimiluðu sölu á aflandsbréfum, sem nú þarf að borga lénsherrum ESB til baka í formi mengunarskatts á hreinni orku! Ef þessi ríkisstjórn væri með eitthvert bein í nefinu væri það hennar fyrsta verk á þessu ári að leysa forstjóra og stjórn Landsvirkjunar frá störfum, vegna þjófnaðar á almenningi og að fara ylla með eigur þjóðarinnar það er Landsvirkjun. Þeir ætla sem sagt að „ HIRÐA GRÓÐAN AF AFLANDSBRÉFUNUM SEM AÐ SJÁLFSÖGÐU ÞEIR ERU ÞEGAR BÚNIR AÐ EIÐA Í BRUÐL EN SENDA LANDSMÖNNUM REIKNINGIN Í HÆKKUÐU ORKUVERÐI, SEM SAGT AÐ ALMENNINGUR Í ÞESSU LANDI Á AÐ GREIÐA SEKTINA“.
Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lætur þetta eins og vind um eyru þjóta, er þeim einnig ofaukið í stjórnun þessa lands, þau mega fara það mun engin sakna þeirra! En hver ætli sé ástæða þessa gjörnings, er þetta leikflétta alþingismanna til að eyðileggja samfélag okkar, mergsjúga almenning svo hægt sé að þrýsta á, að þjóðin neyðist til að ganga í ESB vegna óstjórnar ráðamanna landsins? Er ásættanlegt að einhverjir stjórnendur opinberra fyrirtækja leifi sér að kasta fjörekki þjóðarinnar út fyrir landsteinanna, án þess að til komi einhver umræða eða ábyrgð þeirra sem þetta gera. Íslenska þjóðfylkingin er greinilega orðin eini þjóðernissinnaði flokkurinn í landinu, sem hefur það á stefnuskrá sinni að eigur landsmanna þar með talið Landsvirkjun, Rarik, og Landsnet skuli ávalt vera í eigu landsmanna, enda byggðar upp af samstöðu landsmanna í gegnum árin, þar sem landsmenn hafa sætt sig við að þurfa greiða hærra verð á raforku á meðan greiða skuli niður framkvæmdarfé sem til framkvæmda fór! Að sverta ímynd þjóðarinnar og skíta út þann hreina orkuiðnað sem þróast hefur hér á landi er stjórnendum og græðgivæðingu stjórnenda og alþingismanna til ævarandi skammar. Aflandsbréfin eru verri en notaður salernispappír, svo mikil er dauninn af óstjórninni sem hér hefur átt sér stað.
Ef ekkert verður aðhafst í að stöðva þetta fólk af þingheimi, er tímabært að koma af stað annarri hallarbyltingu á alþingi, eins og eftir hrun. Þetta verður að stöðva og það strax, skipta þarf um fólk sem hefur valist til að gæta þeirra fyrirtækja sem hér eiga í hlut og koma á skýrum skilaboðum að þau fyrirtæki sem hafa verið tekin yfir og eða byggð hafa verið upp af almanna fé eru ekki gjafagjörningur, né söludúsa handa útvöldum glæpagengjum!
Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: íslenska þjóðfylkingin er (kannski) eini flokkurinn utan Alþingis sem vill hafa raforkukerfið áfram í almannaeigu.

Inni á Alþingi er aftur á móti annar flokkur með sex þingmenn sem vill líka hafa raforkukerfið áfram í almannaeigu.

Ég ætla að leyfa þeim sem hafa áhuga að komast sjálf að því hvaða flokkur það er.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2023 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Ef það er flokkur sem er á þingi sem telur að raforkukerfið eigi að vera í almannaeigu, fer ansi lítið fyrir honum.  Hef ekki heyrt hósta né stunu frá nokkrum á alþingi Íslendinga sem hefur reifað þetta mál í þingsölum landsmanna, né utan þess.  Þingmenn verða gera meira en að sitja þeijandi með hendur í skauti og ætlast til að aðrir sjái um hlutina, þá eru þeir eikins virði.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 3.1.2023 kl. 23:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eðli máls samkvæmt fer minna fyrir litlum flokki í minnihluta en t.d. stjórnarflokkunum. Ef þú fylgist ekki náið með umræðum á Alþingi gæti þetta því hafa farið framhjá þér.

Þingmenn í minnihluta sitja ekki allir með hendur í skauti og ætlast til að aðrir sjái um hlutina en staðreyndin er samt að stjórnarmeirihlutinn fer með völdin.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2023 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband