Er fjarvinna æskileg þróun á vinnumarkaði?

Samkvæmt frétt um að fjarvinna sé á leið inn í Kjarasamninga. Hvert stefnum við , hvað teljum við að hollast sé fyrir fjölskyldulíf, hver eru áhrif á þá er vinna heima og hvernig höndlum við slíka breytni. Erum við að koma upp með meiri vandamál heldur en við leysum, er þetta einungis gert til að fyrirtæki græði meira, eða að launþeginn þurfi að afkasta meiru til að geta sýnt að hann hafi unnið tilætluð verk á tilætluðum tíma?
Hér varpa ég fram ýmsum spurningum, er varða líffræðilegar og efnahagslegar afleiðingar slíkra samninga, sem síðar gætu orðið að kvöðum til starfsmanna til þess eins að þeir myndu hljóta viðkomandi starf. Það er ljóst að stafsmenn fyrirtækja hafa leist fjölda verkefna með því að vinna heima, en er þetta æskilegt.. Tökum sem dæmi hjón sem bæði hafa unnið úti, vinna á skrifstofum hjá sitthvorum vinnuveitenda og hafa skipt með sér verkum heima fyrir. Hvort um sig hefur getað haft samneyti við annað fólk, tjáð ýmsar hugsanir sínar og væntingar, án athygli hins aðilans. Það er viðkomandi umgengs annað fólk og er þar af leiðandi í félagslegum tenglum, kemur heim og getur tjáð sambýlismanni eða konu hvað hefur á hans daga drifið um daginn eða ekki. Þetta hverfur, félagslegt umgengi og þörfum verður ekki mætt með að einvörðungu tjá sig í gegnum dauðan hlut, það er tölvuna, og kemur þreyta í samskipti milli sambýlinga þegar til lengra dregur á þetta atvinnu umhverfi. Jú maður er manns gaman.
Þarna getur sambýlisþreyta bitnað á börnum séu þau til staðar, einnig getur slík einangrun bitnað á tengslum milli sambýlisfólks, þar sem samvistirnar verða til í sitthvoru herbergi 6 – 8 tíma á dag, það er vinnutíma þar sem hvor um sig þarf að passa að skila tilskildum verkefnum á tilsettum tíma, en telja sig geta truflað hvort annað vegna þess eins að þau eru í sama húsi og eru jú sambýlingar.
Ég geri mér grein fyrir að fyrirtæki vilja notfæra sér þennan möguleika, þetta er sparnaður á margan hátt, minna skrifstofurými, fundarsalur leystur í gegnum netmiðla, og orkunotkun sem og annar kostnaður það er kaffi, matur, mas og svo framvegis hverfur. Persónuleg tengsl verða engin, því auðveldara fyrir atvinnurekanda að losa sig við starfsmenn, því það hefur ekki skapast neitt tengslanet innan fyrirtækisins.
Væri slík þróun æskileg, sem valmöguleiki, er slíkt þjóðhagslega hagkvæmt til lengri tíma litið, eða erum við á villibraut með að hleypa slíku inn. Sumir myndu telja að rétt væri að gefa möguleika á að leifa fólki að vinna heima tvo til þrjá daga í viku. Sumir telja að það ætti að stytta vinnuvikuna enn meir og þetta gæti verið lausnin í þá átt. En þegar á botninn er hvolft er það alltaf sami grundvöllurinn sem við þurfum að gæta að, það er samfélagsleg heilindi fjölskyldunnar. Ef grundvöllur fjölskyldunnar brestur, brestur samfélag þjóðarinnar!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband