Þá er búið að reka riðnagla í kistu Sjálfstæðis Íslendinga.

Nú er sorgardagur að baki, þegar samlandar okkar ráku nagla í kistu sjálfstæðis landsins, en voru kosnir til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Hvernig ætli þessum þingmönnum líði eftir nokkur ár, þegar börn og barnabörn bera þeim svikráðin á borð er þeir frömdu og orðið verður íþyngjandi að búa á landinu, vegna þess að framsalið var ekki stoppað til erlendra auðmanna og íslenskra nýlenduherra.

Eitt vakti mér samt undran hversu fáir mættu á Austurvöll í gær, sem stafað getur af þrælsótta, kæru- eða skeytingaleysi þegar gengið er á þeirra hagsmuni. Það er ætið gott að rífast yfir kaffibolla og þykjast vita allt um lausnir heimslins, en vera slíkar gungur að sjá sér ekki fært að berjast fyrir afkomendum sínum og framtíð lands og þjóðar. En nú er sá tími liðinn sé einhver manndómur eftir í Íslendingum, að þeir verða að kynna sér málavöxtu, láta hvorki auðmenn né sérhagsmuna líð alþingis telja sér trú um, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Fólk þarf að líta fram hjá orðatilvitnunum Viðreisnar kúlu drottningarinnar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og hennar með reiðarsveina, sem og í kastljósi gærkvöldsins þar sem Guðmundur Steingrímsson upplýsti sýna eigin þröngsýni og takmarkaðan viskubrunn, með að kalla þá er vilja fara sér hægt, vísa til raka með tilvitnanir í lagabálk þann sem til umfjöllunar var sem einangrunarsinna. En aflátsbréfa landráðapakkið sem hina einu skinsömu snillingana, vegna víðsýni þeirra.

Til rökstuðnings máli sínu hafa þau vitnað í Boris Jonsson þvíhann vilji yfirgefa ESB, sem þröngsýnan mann. En hvort ætli sé víðsýnna að fara úr kúguðu sambandi ESB og gera tvíhliða samning við Bandaríkin, eða fara slóð aumingjaskapar Íslendinga í EES samskiptum við erlendar þjóðir. Ég hef oft ritað um fáránleika EES samkomulagsins það er að undirgangast alskins tilskipanir frá ESB. Hvert ætli lagaruglið á Íslandi væri orðið ef sami grundvöllur væri í öllum samningum við önnur ríki, t.d. Kína, Indland, Bandaríkin og svo mætti lengi telja. Er þetta fólk sem vill leynt og ljóst vill troða Íslandi inn í ESB gegn vilja Íslensku þjóðarinnar á þínum vegum, er ekki komin tími til að gera breytingar.

Nú vitum við að forseti landsins mun ekki beita sér gegn þessum gjörningi, samanber yfirlýsingu sem hann gaf út þegar hann var kjörin forseti. Þá hefur Íslenska þjóðfylkingin sent honum bréf þar sem honum var bent á, hvernig hann gæti stigið inn í aðstæður, sem hann ekki gerði. Þetta munu landsmenn muna eftir þegar hann leitar eftir stuðningi þínum og mínum á næsta ári. Hann stendur með þingi gegn þjóð. Það eru þeir eftirmálar sem söguheimildir gefa honum í framtíðinni, enda ætti honum, sem fræðimanni að vera full ljóst um það.

Nú á haustmánuðum munum við safnast saman í Íslensu þjóðfylkingunni, þar sem landsfundur er á næsta leiti. Þetta áfall mun einungis fylla okkur hugrekkis og baráttuvilja fyrir land og þjóð. Við munum breyta böl í blessun, það gerir það enginn annar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 34336

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 213
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband