Framkoma íslenskra ráðamanna þjóðinni til skammar.

Nú er ljóst, að þau sem með stjórnvölinn fara fyrir hönd þjóðarinnar, eru engan veginn hæf til að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar. Forsetaræfillinn með mislukkaða fimmaura brandara, armband sem hann mátti vita að félli ekki viðkomandi gesti að skapi, horfandi niður á tærnar á sér eins og lúpa, með forsetafrúna klædda sem mótmælenda, er slík vanvirðing gagnvart gestum þjóðarinnar og lítilsvirðing, að leitun er að slíkri uppákomu á alþjóða vísu. Ekki bætti forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir um betur, sem hagaði sér eins og smástelpa gagnvart vina þjóð   sem er með varnarsamning við varnarlausa Íslendinga, gerði umhverfis- og jafnréttismál að aðalatriði fundar með varaforseta Bandaríkjanna. Þessi stelpukjáni heldur að hún og landið sé vafin inn í silkiklút ævintýralandsins þar sem aldrei eigi nokkuð slæmt eftir að koma fyrir og allir séu svo góðir hver við  annan. Til að svo megi verða er nauðsyn að hér sé öflugugur varnarviðbúnaður svo við verðum ekki innlimuð eins og Krímskagi, hvort heldur verði af Rússum eða Kínverjum, svo ekki sé talað um ESB, þar sem forsætisráðherra hefur stigið stórt skref í afsalsferli þjóðarinnar gagnvart ríkjasambandinu ESB með innleiðingu Orkupakka 3. Misvísandi skilaboð forsætisráðherra og utanríkisráðherra gagnvart Kínverskum valdhöfum, sem víða hafa farið í innviðauppbyggingu annarra þjóða, en kúgað síðan viðkomandi þjóðir með okurvöxtum og yfirgangi, er með eindæmum. Þá leyndarhyggju sem þar fer fram þarf að opinbera, svo koma megi í veg fyrir alvarleg mistök stjórnvalda á kostnað þjóðarinnar enn eina ferðina. Þjóðin treystir ekki núverandi stjórnvöldum, það hefur sýnt sig í skoðanakönnunum á undanförnum misserum, né treystir þjóðin Bessastaðaflóninu, sem vonandi fljótt yfirgefur þann starfsvettvang. Það er kominn tími til að hinn almenni borgari vakni og mætir menn og konur taki völdin á alþingi Íslendinga, sem hafa hag lands og þjóðar að leiðarljósi, en ekki sérhagsmuni og eiginhagsmunahyggju. Íslenska þjóðfylkingin hefur styrkst í skoðun sinni, eftir framgang alþingis í Orkupakkamálinu og vandlætingu á meirihluta skoðun landsmanna, að eina leiðin til að ná aftur stjórn á landsmálum er úrganga úr EES. Því næst gera tvíhliða samning við ESB á jafnréttisgrundvelli. Það er kominn tími til að breyta alþingi úr því að vera stimpilstofnun í að vera ábyrgir stjórnmálamenn sem virða trúnaðareið þann er þeir undirrita, er þeir setjast á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband