Er ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi í hættu vegna mótmæla efnahagsflóttamanna.

Það er greinilegt að ferðamannaiðnaðurinn á í vök að verjast um þessar mundir. Það fara válegar fréttir frá Íslandi erlendis, að ekki sé einungis um verkföll að ræða á Íslandi heldur sé mótmælafundir og átök efnahagsflóttamanna á svipuðu stigi og í Frakklandi, en þar hefur ferðamönnum fækkað um 40% og þar af um 50% í París. Er það þetta sem þjóðin þarf um þessar mundir.
Íslenska þjóðfylkingin hvetur stjórnvöld að taka fast á þessu ástandi, með tafarlausum brottflutningi á efnahagsflótta mönnum, og virkja þar með Dyflinnarreglugerðarinnar og afskrá yfirlýst samþykki Íslendinga á Marrakech sáttmála SÞ. Það er komið nóg af endalausum undanlátsemi Íslendinga í garð þessa heimatilbúna vanda sem sósíalistaflokkurinn, NO BORDERS liðum, Samfylkingar og Pírata hreyfingum virðast vilja innleiða á kostnað hins almenna skattgreiðenda. Þá skal einnig bent á að þessi ófögnuði var hleypt af heimdraganum undir ríkisstjórn Sigmundar D. G, með Eygló sér við hlið, sem sá ekki sólina fyrir efnahags flóttamönnum.
Íslenska þjóðfylkingin hvetur stjórnvöld til að fara betur með þá fjármuni sem þjóðin vill láta af hendi rakna, til stuðnings við þá er í raun neyð eru, með því að fjármunir þeir fari í nærumhveri þolenda. Flóttafólk sem kemur til Íslands, gulli slegið með nútímatæki og hefur greitt fargjöld yfir fjölda landa þurfa ekki á aðstoð að halda, slíkt er hræsni og einungis til þess ætlað að mergsjúga félagslegt kerfi móttökulanda.
Nú er komið fram flest það sem Íslenska þjóðfylkingin varaði við innleiðingu núverandi laga um hælisleitendur og flóttamenn. Verði ekki tekið á þessu nú þegar, mun ástandið versna með alvarlegum afleiðingum fyrir ferðamannaiðnað og landið í heild sinni.
Söndum saman gegn eyðslu ríkisfjármuna til þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda, en styðjum þar sem fjármunir koma hrjáðu fólki til nauðþurftar.
Íslenska þjóðfylkingin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband