Færsluflokkur: Bloggar

Þá er búið að reka riðnagla í kistu Sjálfstæðis Íslendinga.

Nú er sorgardagur að baki, þegar samlandar okkar ráku nagla í kistu sjálfstæðis landsins, en voru kosnir til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Hvernig ætli þessum þingmönnum líði eftir nokkur ár, þegar börn og barnabörn bera þeim svikráðin á borð er þeir frömdu og orðið verður íþyngjandi að búa á landinu, vegna þess að framsalið var ekki stoppað til erlendra auðmanna og íslenskra nýlenduherra.

Eitt vakti mér samt undran hversu fáir mættu á Austurvöll í gær, sem stafað getur af þrælsótta, kæru- eða skeytingaleysi þegar gengið er á þeirra hagsmuni. Það er ætið gott að rífast yfir kaffibolla og þykjast vita allt um lausnir heimslins, en vera slíkar gungur að sjá sér ekki fært að berjast fyrir afkomendum sínum og framtíð lands og þjóðar. En nú er sá tími liðinn sé einhver manndómur eftir í Íslendingum, að þeir verða að kynna sér málavöxtu, láta hvorki auðmenn né sérhagsmuna líð alþingis telja sér trú um, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Fólk þarf að líta fram hjá orðatilvitnunum Viðreisnar kúlu drottningarinnar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og hennar með reiðarsveina, sem og í kastljósi gærkvöldsins þar sem Guðmundur Steingrímsson upplýsti sýna eigin þröngsýni og takmarkaðan viskubrunn, með að kalla þá er vilja fara sér hægt, vísa til raka með tilvitnanir í lagabálk þann sem til umfjöllunar var sem einangrunarsinna. En aflátsbréfa landráðapakkið sem hina einu skinsömu snillingana, vegna víðsýni þeirra.

Til rökstuðnings máli sínu hafa þau vitnað í Boris Jonsson þvíhann vilji yfirgefa ESB, sem þröngsýnan mann. En hvort ætli sé víðsýnna að fara úr kúguðu sambandi ESB og gera tvíhliða samning við Bandaríkin, eða fara slóð aumingjaskapar Íslendinga í EES samskiptum við erlendar þjóðir. Ég hef oft ritað um fáránleika EES samkomulagsins það er að undirgangast alskins tilskipanir frá ESB. Hvert ætli lagaruglið á Íslandi væri orðið ef sami grundvöllur væri í öllum samningum við önnur ríki, t.d. Kína, Indland, Bandaríkin og svo mætti lengi telja. Er þetta fólk sem vill leynt og ljóst vill troða Íslandi inn í ESB gegn vilja Íslensku þjóðarinnar á þínum vegum, er ekki komin tími til að gera breytingar.

Nú vitum við að forseti landsins mun ekki beita sér gegn þessum gjörningi, samanber yfirlýsingu sem hann gaf út þegar hann var kjörin forseti. Þá hefur Íslenska þjóðfylkingin sent honum bréf þar sem honum var bent á, hvernig hann gæti stigið inn í aðstæður, sem hann ekki gerði. Þetta munu landsmenn muna eftir þegar hann leitar eftir stuðningi þínum og mínum á næsta ári. Hann stendur með þingi gegn þjóð. Það eru þeir eftirmálar sem söguheimildir gefa honum í framtíðinni, enda ætti honum, sem fræðimanni að vera full ljóst um það.

Nú á haustmánuðum munum við safnast saman í Íslensu þjóðfylkingunni, þar sem landsfundur er á næsta leiti. Þetta áfall mun einungis fylla okkur hugrekkis og baráttuvilja fyrir land og þjóð. Við munum breyta böl í blessun, það gerir það enginn annar.


Mótmælastaða á Austurvelli 2. sept. 2019

Hvetjum alla landsmenn að mæta á Austurvöll kl 10.30, mánudaginn 2. sept. 2019, óformleg mótmælastaða. Komið með það sem þið teljið að geti vakið athygli þingmanna, svartir borðar og Íslenski fáninn í hálfa stöng. ÞETTA ER SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ HAFA ÁHRIF Á SPILLTA ÞINGMENN, RÍKISSTJÓRN OG FORSETA. Sjá umfjöllun í Fréttatímanum, sem og aðrar upplýsingar sem þaggaðar hafa verið í hel!! Það er kominn tími til að moka út flórinn á Austurvelli.

Til að hafa áhrif þarf að deila þessu sem víðast. Þetta á að vera þverpólitísk athöfn, þetta er í höndum mínum og þínum sem Íslendinga.

Íslenska þjóðfylkingin.


Þegar afsalsbréf forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur verða samþykkt á alþingi Íslendinga.

Falsglott forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur mun ekki hverfa á mánudag, þegar alþingi samþykkir Orkupakka 3 og þar með afsalsbréf til handa ESB, til meðferðar og stjórnsýslulegrar yfirtöku á stjórnun orkumála á Íslandi.
Þrátt fyrir viðvaranir af hendi fjölda lærðra, er þvergirðingsháttur núverandi ráðamanna slíkur að um einbeittan brotavilja er að ræða, svo ekki verði um villst. Eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins svo undirokaðir af hendi Viðreisnarráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að þrátt fyrir uppljóstranir í mbl.is þann 29 ágúst um sæstrengjaáform Atlantic Superconnection um lagningu sæstrengs og samþykki helstu ráðamann landsins um ætlan þeirra, að þeir ætli samt að standa með slíku landráðagjörning sem felst í áætlun sjálftökumanna flokksins, gegn þjóðinni.
Nú er vitað að Þórdís Kolbrún vissi allt um þetta ráðabrugg, þrátt fyrir falsleikritið sem hún sýndi alþingi og þjóðinni á alþingi Íslendinga þann 29 ágúst., enda tók hún það skýrt fram að þingið ætti að sjá um að taka ákvarðanir um óvinsæl mál, en ekki þjóðin. Þegar búið verður að samþykkja þennan gjörning, mun að öllum líkindum hefjast áróður fyrir lagningu sæstrengs, því ekki geta ráðamenn svikið gefin loforð gagnvart ofangreindu fyrirtæki. Heldur Þórdís Kolbrún að Íslendingar séu svo heimskir að halda að samkvæmt tilkynningu gagnvart ofangreindri frétt, slái ryki í augu landsmanna, þó svo að það virki á þingheim. Nei! Íslendingar vita að lög gilda ekki afturvirkt, það gildir einnig fyrir Íslensk stjórnvöld. Þar með að ef umsóknarferli til lagningar sæstreng er komið, áður en lagaumhverfi um þann gjörning liggur fyrir, er hann einskins virði.
Nei! Katrín Jakobsdóttir telur að Ísland sé ekki til sölu, en er falt til gjafa handa fjórða ríkinu, það er ESB.
Eftir að þessar upplýsingar liggja fyrir, er það næsta ómögulegt fyrir Forseta landsins Guðna Th. Jóhannessonar, annað en að virkja grein 24 í stjórnaskrá landsins, það er rjúfa þing og boða til kosninga.

Svikaráð Viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins opinberuð.

Í dag opinberaðist falsandlit iðnaðar og nýsköpunarráðherrans Kolbrúnu Gylfadóttur, er hún þóttist ekkert vita af áformum lagningu sæstrengs, sem meðráðherra hennar Bjarni Benidiktsson er innvinklaður í, samkvæmt frétt í mbl.is þann 29 ágúst 2019. Greinin ber yfirskriftina „ VANTAR GRÆNT LJÓS Í BRETLANDI“. Er einhver sem er með heilar heilasellur, þó ekki séu margar, einhvers efins í að hún veit af ráðabruggi samráðherra sinna, enda taldi hún ekki þörf á, að setja tengingu sæstrengsins í þjóðaratkvæði, og skautaði lymskulega fram hjá því, að þurfa að viðurkenna þekkingu sína á samsærinu.
Meirihluti alþingis er að fara samþykkja fyrirvara, sem kveður á um að það þurfi samþykki alþingis til að heimila tengingu sæstreng á milli landanna, sem greinilega er þegar búið að samþykkja af ráðherrum þessarar ríkisstjórnar, samkvæmt ofangreindir grein sem ég vitna í hér að ofan. Þessi fyrirvari er einsskins virði, þar sem núverandi meirihluti alþingis yrði því sammála , þrátt fyrir augljósa spillingu þingmanna og ráðherra innan ríkisstjórnarinnar.
Það er greinilegt að ríkisstjórnin ásamt meirihluta alþingis er á hraðri leið með Ísland inn í ESB, þrátt fyrir því að meirihluti landsmanna sé því mótfallin, það skal koma því í gegn, meðan sviksemi þingmanna er enn í meirihluta á þingi. Þó svo að stjórnarþingmenn telji að þeir hafi tekið tillit til athugasemda þeirra sem mótmælt hafa sem hæst, eins og Íslensku þjóðfylkingunni, þá er það ekki til nokkurs brúks að gefa tíma, en á sama tíma stunda þvílíkan þvergirðingshátt til að koma í gegn eiginhagsmunum á kostnað þjóðarinnar með fals fyrirvörum sem engu halda eins og hér er greint frá.
Það er öllum heilvita mönnum ljóst, að stigi Hr. Forseti Guðni Th., ekki inn í málið og virki grein 24, er hann sammála valdníðslu og landráðatilburðum þingheims, gegn Íslenskri þjóð. Því skorar Íslenska þjóðfylkingin á forsetan að hafna þessum gjörningi, senda hann aftur í EES nefndina og fá viðunandi niðurstöðu í málið, eða eins og stendur í 24 grein Stjórnarskrárinnar rjúfa þing og efna til kosninga, þar sem tekist yrði á um þessa landráðatilburði þingheims.
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Mun Hr. Forseti Guðni Th. standa með þjóðarvilja gegn Orkupakka 3.

 Ólafur Ragnar Grímsson Forseti bjargaði þjóðinni frá Icesave.  Mun Guðni Th. Jóhannesson hafa hugrekki til að bjarga þjóðinni frá Orkupakka 3., og nýta sér grein 24 í stjórnarskránni.

  Áskorun!

  Hr. Forseti Guðni Th. Jóhannesson, stattu með landi og þjóð gegn Orkupakka 3, eins og Ólafur R. Grímsson stóð með þjóð sinni gegn þamþykkt Icesave.

 

  Næsta víst er að þá mun þjóðin standa með þér í næstu forsetakosningum!

Íslenska þjóðfylkingin. 

Íslenski fáninn 001


Með óbragð í munni eftir lestur frá landráðapostula.

Það er greinilegt að margir eru í baráttu fyrir sínum eða tengdum eigin hagsmunum, þegar kemur að afstöðu til Orkupakkaumræðunnar. Aðrir sem halda uppi áróðri fyrir innleiðingu Orkupakkaæðisins eru fastapennar á launum. Allt þetta er gert með fullri vitneskju um þá hættu er getur stafað af innleiðingunni, þrátt fyrir að fjöldi upplýsinga liggi fyrir frá lögfræðingum sem og færustu mönnum hvað þetta varðar. Meira að segja, setja álistsgjafar utanríkisráðuneytisins sérstakan vara við, hvað varðar innleiðinguna og að þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin hefur verið uppnumin af, hafa þeir þurft að kyngja ,því þeir halda ekki vatni, og eru ekki pappírsins virði. Íslendingar verða skaðabótaskyldir, innleiði þeir innleiðinguna ekki rétt!
Íslenska þjóðfylkingin sendi öllum þingmönnum Orkupakka 4 í maí 2019, um leið og hann hafði verið samþykktur af aðildarlöndum ESB ríkja. Því er það ekki vegna lélegs upplýsingaflæðis að þingheimur taki þá afstöðu, er virðist vera í kortunum, heldur hreinn ásetningur um ætlað landráð gagnvart þjóðinni og afkomendum sem erfa munu landið.
Það vantar grundvallar spurningu hjá Birni Bjarnasyni, er hann gagnrýnir, annars ágætis greinagerð lögfræðinganna er vara við innleiðingunni, en það er „ Ef menn hafa gert mistök á árum áður, er þá réttlætanlegt að halda vitleysunni áfram eða er ástæða til að staldra við“? Er þvergirðingsháttur þeirra er vilja innleiða pakkann slíkur að betra sé að hlaupa oft á sama staurinn, heldur en að sneiða fram hjá honum?
Nú er svo komið að Íslendingar hljóta að taka afstöðu til málsins, það er engin áhætta að senda pakkann aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar og skýra það út fyrir þeim að Ísland muni ekki innleiða pakkann, á þeim forsendum sem hann er settur upp, sem og augljós atlaga ESB að sjálfstæði Íslands. Íslendingar gera þær kröfur að auðlindir landsins séu í þjóðareign, um þær gilda Íslensk lög og þær verði ekki markaðsvara erlendra ríkja.
Það er nú þegar komið í ljós bæði í Frakklandi og í Belgíu að sjálfstæði þjóðanna í orkumálum verður ekki í höndum þjóðanna, því ættu allir Íslendingar að geta gert sér það í hugarlund að slíkt verður ekki heldur á Íslandi fari Orkupakki 3 í gegnum þingið. Því þurfa allir Íslendingar að mótmæla þessari áætlun þingheims, þannig að þeir skilji afleiðingar þess, að samþykkja þennan landráðapakka!

Múslimi hrindir konu og barni fyrir lest, drengurinn lést.

Frétt frá Frankfurt, staðfestir að maður frá Erítreu hrinti konu og barni fyrir lest, reyndi einnig að hrinda 78 gamalli konu fyrir sömu lest. Barnið er látið og móðirin mikið slösuð. Staðfesting frá lögregluyfirvöldum í Frankfurt að maðurinn sé múslimatrúar og hatist út í frjálshyggju og klæðaburð vesturlanda kvenna, sjá fréttamiðla utan Þýskalands, því í Þýskalandi sem og á Íslandi er þöggunin og meðvirknin algjör. Er þetta það sem Íslenskt kvenfólk sækist eftir, kúgun og vanvirðing.
Á Íslandi eru einungis tiltölulega fáir Íslamistar, og ber að gæta þess að draga ekki alla undir sama hatt, en því miður tala staðreyndir sínu máli. Úr þessum fámenna hópi hafa verið framin 3 morð, þar sem gerendur hafa réttlætt gerðir sínar með tilvitnun í sín trúarbrögð. Er ekki komið nóg af ruglinu í Íslensku stjórnkerfi, þó innflutningur á voðaverkum sé haldið í skefjum.
Það er ljóst að ef Íslendingar feta í sömu fótspor og aðrar vestrænar þjóðir, geta konur gleymt því, að geta um frjálst höfuð strokið, er það það sem Íslendingar konur vilja, eða eigum við að taka upp skinsamlega innflytjendastefnu, göngum úr Schengen, virkt vegabréfaeftirlit, 48 tíma regluna, og vegabréfalausir einstaklingar sendir til baka á kostnað flugfélaga. Stöndum með þeim sem minna mega sín, hjálpum þeim í sínu nær umhverfi. Evrópa er ekki í stakk búin til að taka við vandamálum Afríku, Asíu né annarra heimsálfa. Þeirra vandamál ber að leysa heima fyrir.
Þegar Íslenska þjóðfylkingin lagðist gegn núverðandi innflytjenda stefnu, voru hávær áróðurs og niðurlægjandi orð látin falla í garð félagsmanna. En hvers vegna ætli hafi þá þurft að breyta viðkomandi löggjöf eins oft og raun ber vitni. Ætli hefði ekki verið betra fyrir Íslensk stjórnvöld að leggja við hlustir, fremur en að æða áfram í blindni og þurfa nauðbeygðir að breyta vegna vanhugsunar sinnar.
Það er komin tími til að alþingismenn beri ábyrgð, ekki bara þegar kosið sé, heldur raunverulega ábyrgð á görðum sínum.
Íslenska þjóðfylkingin er með huga sinn hjá þeim sem misstu drengin sinn, sem og hjá þeim öðrum sem líða vegna aumingjaskapar stjórnvalda vegna innflytjendastefnu þeirra. Þeim ber fyrst og fremst að hugsa um sína þegna, vernda þá og sjá um lýðheilsu þeirra, allt annað er sýndarmennska.

Saklaus uns sekt hefur verið sönnuð!!!

Ætli fréttamönnum og demókrötum hafi ekki liðið hálf ylla að lokinni yfirheyrslu á fyrrverandi sérstaks saksóknara Róberts Mullers, þar sem hann stóð við fyrri yfirlýsingar sínar um forseta Bandaríkjanna Donald Trump.
Fréttamenn hafa greinilega étið upp eftir hinni lituðum fréttamiðli BBC, þar sem enn er látið að því liggja að forseti Bandaríkjanna hafi brotið af sér í embætti. Engar sannanir hafa verið grafnar upp, þrátt fyrir mikla fyrirferð í líberistum það er að segja demókrötum, þar sem notuð hafa verið hin ýmsu meðöl, kosninga svik, verið á bandi Rússa, vændiskonur, þingkonur er hafa svo ekki sé um deilt, látið í veðri vaka, að það sé réttlætanlegt að skaða og drepa alla þá sem ekki eru Islams trúar og svo mætti lengi telja.
Er ekki tími til komin fyrir bandarísk stjórnvöld, er lagt hafa sig í líma við að sverta forsetann, að snúa sér að þeim sem hæst hafa látið. Kannski mykjan liggi þar undir steini.
Íslenska þjóðfylkingin óskar forseta Bandaríkjanna til hamingju að hafa ekki látið kúga sig og þjóðina.

ESB með mútufé, hver ætli sé tilgangurinn?

Í Mbl.is er frétt um að ESB sé að leggja fé í innanríkismál, það er 15000€ í netþjónustu. Hvað myndu landsmenn segja ef Kínverjar, Rússar, Bandaríkin eða aðrir myndu fara þessa leið. Eru Íslendingar að tapa áttum, hér er freklegt inngrip í okkar ádeilu um orkupakkaumræðuna, „ ekki sendiráð ESB“ enda ekki ríki, leggur til fé og auglýsir að þeir ætli að leggja til samskonar mútugreiðslur „ fé“, til annarra sveitafélaga, gert til að svæfa athygli landsmanna í Orkupakkamálunum. Er ESB komið í samkeppni við aðra sem hafa stundað þessa þjónustu?

Sem betur fer eru Íslendingar ekki svona naum hyggnir, slíkir lúsapeningar eru ekki til þess fallnir, að svæfa athygli landsmanna. Eru ekki lög í landinu sem banna mútur af þessu tagi.
Íslendinga vaknið, sjáið vinstri elítuna sem vill leiða okkur inn í ESB, er þetta fólk tilbúið að taka svokallaða styrki í gegnum Asíubankann frá Kínverjum, sem síðan yrðu innheimtir að fullum þunga samanber í Grikklandi. Sama mun eiga sér stað hjá ESB, þeir stunda sömu klækjabrögð og Kínverja, þegar þeir vilja ásælnast eitthvað í smáríkjum og í þróunarríkjum. Varist eldinn, þessu ber stjórnvöldum að mótmæla, annars eru þeir ekki að standa vörð um hagsmuni landsmanna.

Ég spyr en og aftur, hvert fóru 24 milljarðarnir sem ESB er búnir að kosta til í gegnum svokallaða sendiráð síðan 2009, einhverjir hljóta að hafa tekið við þeim, voru þessar greiðslur skattlagðar, ég bara spyr?
Það er umhugsunarvert að stjórnvöld skuli ekki upplýsa um þessa hluti, hvar eru svokölluðu rannsóknar blaðamenn, eru þeir ef til vill einnig á spena ESB mafíunnar?


Er Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki að skilja hvað felst í OP3 og OP4, sem og alþingismenn almennt?

Í grein á mbl.is kemur fram en ein rúsínan sem Katrín Jakobsdóttur og hennar fylgdarlið, heldur að sé nóg að fleygja framan í Íslendinga, sem er að ef til vill væri rétt að setja orkustrenginn í þjóðaratkvæði. Hver heldur hún að treysti stjórnvöldum til að framfylgja slíkri framsetningu, þegar orkupakkaæðið sem hún vill innleiða, kemur til með að setja á Íslenskt samfélag ómældar kröfum eftir innleiðingu. Hvað er að þessu fólki, Íslenska þjóðfylkingin sendi öllum alþingismönnum Orkupakka 4 fyrir ca 3 mánuðum, áður en hann var komin í hendur alþingismanna almennt, þar af leiðandi hafa þeir ásamt ríkisstjórn Íslands haft nægan tíma til að kynna sér hvað í honum felst og hver sé áætlun ESB gagnvart Íslandi. Þá hefur fjöldi lögspekinga sem og leikmanna, er kynnt hafa sé alvarleika málsins og vísa þeir í viðkomandi Orkupakka 3 og 4, um að fyrirvarar þeir er stjórnvöld á Íslandi hafa reynt að troða ofan í kok á Íslendingum eru hrakin með slíkum rökum að þeir séu ekki pappírsins virði.
Legg til að alþingismenn sem og forsætisráðherra kynni sé málið upp á nýtt, taki afstöðu þverpólitískt með Íslenskum hagsmuni að leiðarljósi, til handa afkomendum okkar, þá er víst að Orkupakkamálið er úr sögunni. Ef þeir greiða atkvæði með orkupakkanum, þá hafa þeir þar með lýst yfir einbeittum brotavilja gagnvart þjóðinni, sem þeir munu gjalda fyrir í næstu kosningum. Það hefur þegar sýnt sig að flótti er þegar brostin á úr þingliði fokkanna, vegna afstöðu þeirra gagnvart þessu máli, sem Íslenska þjóðfylkingin hefur barist gegn frá innleiðingu orkupakkaæðisins 1 og 2, sem sýnt hefur að ÍÞ hafði á réttu að standa hvað afleiðingar þeirra innleiðingar yrðu.
Skoðanakannanir hafa sýnt svo ekki verði um villst, að meirihluti Íslendinga er á móti þessari innleiðingu, hræðsluáróður um EES samkomulagið fellur um sjálft sig í þessu sambandi, enda hefur Íslenska þjóðfylkingin lengi bent á að sá samningur sé barns síns tíma og ekki á vetur setjandi. Nú er tími til að endurskoða viðskipti og samkomulag við ESB, Bretar á útleið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir að Þjóðverjar eru á fullu að búa til fjórða-ríkið. Hættum innleiðingu reglugerða og mála frá ríkjasambandi ESB, Íslenskir þingmenn eiga og geta búið til skinsamleg lög og reglur til að fara eftir, annars eru þeir ekki starfinu vaxnir.
Íslensk þjóð er búin að fá sig fullsadda af undanlátsemi og sýndarmennsku ríkisstjórnar Íslands á alþjóðavísu, það þarf ferska vinda til að rétta af sjálftökufólkið á alþingi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband