Er Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki að skilja hvað felst í OP3 og OP4, sem og alþingismenn almennt?

Í grein á mbl.is kemur fram en ein rúsínan sem Katrín Jakobsdóttur og hennar fylgdarlið, heldur að sé nóg að fleygja framan í Íslendinga, sem er að ef til vill væri rétt að setja orkustrenginn í þjóðaratkvæði. Hver heldur hún að treysti stjórnvöldum til að framfylgja slíkri framsetningu, þegar orkupakkaæðið sem hún vill innleiða, kemur til með að setja á Íslenskt samfélag ómældar kröfum eftir innleiðingu. Hvað er að þessu fólki, Íslenska þjóðfylkingin sendi öllum alþingismönnum Orkupakka 4 fyrir ca 3 mánuðum, áður en hann var komin í hendur alþingismanna almennt, þar af leiðandi hafa þeir ásamt ríkisstjórn Íslands haft nægan tíma til að kynna sér hvað í honum felst og hver sé áætlun ESB gagnvart Íslandi. Þá hefur fjöldi lögspekinga sem og leikmanna, er kynnt hafa sé alvarleika málsins og vísa þeir í viðkomandi Orkupakka 3 og 4, um að fyrirvarar þeir er stjórnvöld á Íslandi hafa reynt að troða ofan í kok á Íslendingum eru hrakin með slíkum rökum að þeir séu ekki pappírsins virði.
Legg til að alþingismenn sem og forsætisráðherra kynni sé málið upp á nýtt, taki afstöðu þverpólitískt með Íslenskum hagsmuni að leiðarljósi, til handa afkomendum okkar, þá er víst að Orkupakkamálið er úr sögunni. Ef þeir greiða atkvæði með orkupakkanum, þá hafa þeir þar með lýst yfir einbeittum brotavilja gagnvart þjóðinni, sem þeir munu gjalda fyrir í næstu kosningum. Það hefur þegar sýnt sig að flótti er þegar brostin á úr þingliði fokkanna, vegna afstöðu þeirra gagnvart þessu máli, sem Íslenska þjóðfylkingin hefur barist gegn frá innleiðingu orkupakkaæðisins 1 og 2, sem sýnt hefur að ÍÞ hafði á réttu að standa hvað afleiðingar þeirra innleiðingar yrðu.
Skoðanakannanir hafa sýnt svo ekki verði um villst, að meirihluti Íslendinga er á móti þessari innleiðingu, hræðsluáróður um EES samkomulagið fellur um sjálft sig í þessu sambandi, enda hefur Íslenska þjóðfylkingin lengi bent á að sá samningur sé barns síns tíma og ekki á vetur setjandi. Nú er tími til að endurskoða viðskipti og samkomulag við ESB, Bretar á útleið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir að Þjóðverjar eru á fullu að búa til fjórða-ríkið. Hættum innleiðingu reglugerða og mála frá ríkjasambandi ESB, Íslenskir þingmenn eiga og geta búið til skinsamleg lög og reglur til að fara eftir, annars eru þeir ekki starfinu vaxnir.
Íslensk þjóð er búin að fá sig fullsadda af undanlátsemi og sýndarmennsku ríkisstjórnar Íslands á alþjóðavísu, það þarf ferska vinda til að rétta af sjálftökufólkið á alþingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Annað hvort eru ráðherrarnir að misskilja hlutina, halda að þjóð og þing fái einhverju ráðið eftir að pakki 3 verði samþykktur eða þau séu að beita blekkingum til að róa almenning, einkum þá sem ekki skilja um hvað málið snýst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.7.2019 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001
  • Án titils

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband