5.9.2023 | 14:33
Er löggjafinn á villibraut?
Það eru tvær fréttir í loftinu núna, þar sem löggjafinn kemur við sögu og virðist í báðum tilvikum ekki vera starfinu vaxin! Fyrst er að nefna málið á Ljósanótt, þar sem lögreglan stöðvaði gangandi gest á hátíðinni sem virðist vera eingöngu vegna litaháttar, en hin er aumingjaskapur og úrræðaleysi stjórnvalda og þar með lögreglu er tvær turtildúfur fóru upp í turna hvalveiðiskipa. Annað málið er lögreglunni tilskammar vegna augljósrar tilhneigingar aðgerðar vegna litaháttar, en hitt er ekki síður til skammar, að lögreglan skuli ekki hafa fjarlægt með valdi stúlkurnar úr skipunum, en þess í stað gefa það í skin að leyfilegt sé að stöðva atvinnu rekstur á Íslandi af einhverjum erlendum öfgasinnum, sem ekki vita um hvaða dýr er verið að fella, sem sagt vita hvorki hvaðan þær komu og hvert þær séu að fara!
Það sem hefur valdið mestri for undran er viðbrögð Íslenskar stjórnvalda, það er yfirlýsing þeirra, „ þegar þær verða komnar niður, verði þær yfirheyrðar og þeim síðan sleppt“. Hvað er að Íslensku flottræfils stjórnvöldunum á þessu landi!, þessu fólki á að birta stefnu um leið og það kemur niður með svimandi háum sektum, sem yrðu skilaboð til umheimsins að við Íslendingar tökum hart á slíku háttarlagi erlendra tækifærissinna. Þá á einnig að vísa því úr landi, og setja það á bannlista yfir komur til landsins næstu 30 árin. Þessir hópar eru á borð við hin ýmsu glæpasamtök, er valda tjóni hvar sem þau koma. Það eru til nóg af misvitru fólki hér á landi sem hægt er að afvegaleiða, eins og dæmin sanna, því það hefur ekki þroska né vilja til að kynna sér málin og eltir einhverja sem hafa hag af á einhvern hátt. Þetta á við um hin ýmsu svokölluðu náttúruverndar samtök, loftlagsrugl samtök og svo hin venjulegur hryðjuverksamtök. Það versta er að stjórnvöld hér eru nákvæmlega sama um hverjir það eru sem í raun eru að styrkja slík samtök, hver sé tilgangurinn og hvernig peningurinn sem fer í að fá fólk til að standa gegn eigin ríki er fenginn! Þessu þarf að breyta, setja þarf bann á að erlendir áhrifavaldar sem hafa annarleg markmið að leiðarljósi gangvart okkar samfélagi geti verið að styrkja slík samtök. Slíkt á að varða við lög, því það er á fleiri sviðum en samkeppnissviðum sem fólk er að skaða okkar samfélag.
Góðar stundir.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig grunar að fyrra tilfellið sé vegna fyrri reynzlu af mönnum af ama litarhætti.
Það er þetta fræga 13/50 hlutfall, sem menn kannast við í hinu stóra útlandi.
Seinna tilvikið er hreinlega tæknilegs eðlis: það var ekkert hægt að gera þetta án þess að hætta lífi og limum manna sem koma málinu ekkert við, svo því fer sem fer. Ekki færi ég að hætta lífi og heilsu fyrir svona fávita. Bets hefði verið að geyja þær báðar þarna upp lengur, mígandi og skítandi þar til þær væru farnar að biðja u að fá að fara niður.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2023 kl. 14:59
Í fyrra tilfellinu þurfa menn að sýna skinsemi, löggjafinn getur komið fram af nærfærni, ofbeldi af hálfu yfirvalda er ekki til þess fallið að auka á trúveruleika þeirra. Þarna var greinilega ekki mikil hætta á ferð, augljóslega hægt að tala viðkomandi til þar sem hann talaði greinilega íSLENSKU þannig að ekki varu um skillingsleysi að ræða. Varfærni í slíkum málum sem þessum þurfa lögreglan að meta aðstæður, þeir eru ekki í vilta vestrinu!
Guðmundur Karl Þorleifsson, 5.9.2023 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.