27.8.2023 | 16:54
Fékk háskólinn falleinkunn!
Það er merkilegt hversu lítið hefur farið fyrir þeirri frétt að Háskólar á Íslandi standist ekki kröfur, það er að háskólarnir eru að framleiða gervi-prófgráður fyrir fólk, er álítur að það sé að ná sér í einhverja haldbæra menntun, en svo reynist ekki vera samkvæmt ETCS kerfinu, og því blekkingin ein að senda fólk út á vinnumarkaðinn, sem heldur að það hafi eitthvað í höndunum sem sé einhvers virði!
Þetta er að sjálfsögðu á ábyrgð skólameistara og stjórnar viðkomandi skóla, sem ættu að þurfa að segja af sér embætti þegar í stað. Þau geta ekki borið það á borð að þau viti ekki, skilji ekki eða kunni ekki skil á hver sé munurinn á 30 eininga og 60 eininga kröfum sem eru gerðar til að hljóta diplóma samkvæmt ETCS kerfinu. Þetta er þvílík hneisa og spurning vaknar hvað ætlar menntamálaráðherra að gera. Ætlar viðkomandi stofnanir að greiða þann kostnað sem nemendur sem eru í góðri trú að geta hafið framhaldsnám á þessum gervi grundvelli erlendis, búið að flytja svo það geti aukið við menntun sína. Þurfa ekki viðkomandi aðilar að greiða viðkomandi nemum sem hafa farið út á vinnumarkaðinn með slíka ónýta pappíra, sem eru ekki blaðsnepilsins virði og eru því allt í einu réttindalausir? Hver er ábyrgð þessa fólks, þarna þarf að grípa í taumanna strax og á ekki að falla í þá gryfju meðvirkninnar vegna stöðu þeirra sem í hlut eiga, þó um elítufólk sé að ræða. Lög og reglur eiga að gilda um alla, einnig háskóla menntaða, þó svo að þeir telji að aðrar reglur eigi að gilda um þá.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á stjórnvöld að taka fast á þessu máli, svo slíkt endurtaki sig ekki!
Lifið heil.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/26/heldu_ad_gradurnar_vaeru_fullgildar/
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.