Að hengja bakara fyrir smið!

Nú hefur óráðsíuliðið á alþingi Íslendinga og þar sem verkalýðshreyfingin tekur undir, sett hömlur á þá sem reka fyrirtæki vegna þess að fyrirtæki þeirra fari í þrot. Hér er um eina mestu skopmynd samfélagsins að ræða, jú af hverju segi ég þetta!
Í fyrsta lagi eru alþingismenn sem og ráðherrar ríkisstjórnarinnar að samþykkja fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, þar sem áætlað er, með væntanlegri framúrkeyrslu eins og hefur tíðkast hjá stjórnvöldum undanfarin ár, verði framúrkeyrslan allt að 200 milljarða kr! Hvernig geta síðan slíkri skrumskælingarlýður komið fram með frumvarp á almennan vinnumarkað um að banna fólki að stýra fyrirtæki í þrjú ár sem valda mun minni skaða fyrir samfélagið en þau eru að valda sjálf! Hvað heldur almenningur að það taki marga áratugi að rétta við þennan hallarekstur sem þessir stjórnmálamenn valda. Hefðu þau ekki frekar átt að setja lög sem bönnuðu þingmönnum að bjóða sig aftur fram til alþingis, ef þær stofnanir sem þeir stjórna það er ríkið færi fram úr fjárlögum, slíkt er gjaldþrot, sem varpað er á hinn almenna borgara og fyrirtæki þessa lands!
Hvar kemur svo forista verkalýs hreyfingarinnar, sem fagnar slíku og er engu minna ábyrðarlaus, setur fram endalausar kröfur á fyrirtæki án þess að skilgreina hversu mikil álög sé hægt að mjólka út úr fyrirtækjum. Meira að segja leggja þeir megin áherslu á alkyns auka bitlinga sem koma fólkinu ekki til góðs, heldur eru einungis ætlað til að skaffa einhverju gæðingum vellaunuð störf, samanber lífeyrissjóði sem eru orðnir að skattheimtu ríkisins en áttu að vera framfærslutrygging hins almenna launamanns, orlofs bústaði, og svo framvegis. Ætli verkalýðshreyfingunni hefði ekki verið nær að tryggja launafólkinu viðunandi framfærslu og setja stólinn fyrir dyrnar gagnvart stjórnvöldum, sem greinilega halda að það sé endalaust hægt að ganga á almenning og fyrirtæki sem halda þessu samfélagi uppi. Er ekki komin tími til að stokka spilin upp á nýtt og gera þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram að þeir eigi að vinna fyrir hinn almenna borgara og þau fyrirtæki sem skaffa mjólkina í þetta samfélag, en ekki rústa samfélaginu með sýndarmennsku og sjálftökupólitík!
Hver ætli sé svo oft ástæða þess að lítil og meðalstór fyrirtæki fari í þrot, jú það er oftast álögur ríkisins, gjaldþrot stærri fyrirtækja sem ríkisstjórnin síðan verndar, en skilja síðan eftir sig ómældan skaða sem lítil fyrirtæki hafa ekki burði til að bera, auk óraunhæfra launakrafna sem ekki fara í vasa hins vinnandi manns. Vonandi átta stjórnmálamenn sig á því að afætuiðnaðurinn, sem eru þeir sem vinna við opinber störf, eru ekki að skila neinu til samfélagsins í beinum tekjum, en þar er mesta þensla þessa lands í aukningu starfa. Það er gömul saga en ekki ný að ef píramídarnir stæðu á haus, væru þeir mjög sennilega fallnir, en slík er stjórnsýsla landsins.
Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband