Í dag opinberuðu þingmenn sig um andvaraleysi!

Untitled

Í dag opinberuðu þingmenn sig um andvaraleysi! Já mér var brugðið, hversu þingmenn er mættu í Silfrið í dag virtust sanna það að alþingi Íslendinga, er með allt niður um sig. Þeirra aðal áhyggjuefni voru heimili landsmanna og það fælist aðalhættan, ef til gos kæmi. Jú auðvitað eru hættur víðsvegar er varða heimili fólks, en almannavarnaráð er þegar búnir að vara fólk við, rýmingaráætlanir eru í gangi á helstu þéttbýlisstöðunum sem eru í hættu og því ættu hættur er varða eldsumbrot og eða jarðhræringar að vera í góðum farvegi. Ekki höfðu þau miklar áhyggjur af öðrum þáttum, en ég get ekki takið undir slík áhyggjuleysi alþingismanna, þar sem það hefur sýnt sig að þeir virðast vera úti á túni er málefni landsins varðar. Það er ólíklegt að hraunflóð flæði þannig að undankomuleiðir bresti skindilega!, þó sennilega gæti orðið í versta falli þunnfljótandi hraunrennsli. Hvers vegna ætli ég hafi þá áhyggjur af einhverju öðru en þeim sem standa næst væntanlegum eldsumbrotum. Jú hér kemur sú flóra sem ætti að fá alþingismenn til að hugsa. Eldgos gætu tekið samgöngubætur í sundur, sett einu háspennulínu landsins til Suðurnesja í verulega hættu, rústa stærstu raforku, hitaveitu og kaldavatnsveitum á svæðinu, jafnvel lagt hluta eða alla byggð í Grindavík undir hraun og þannig mætti lengi telja. Ef slíkar hamfarir eiga sér stað, er ljóst að ríkisstjórn sem hefur stundað eyðslupólitík, vegna væntanlegra kosninga, að það er ekkert neyðar fé til, til þess að bregðast við slíkri vá. Þá er það ljóst að eins og í Eyjagosinu, þar sem vinaþjóðir okkar brugðust fljótt og vel við, er væntanlega enga hjálp að fá, vegna þess að þessar þjóðir eiga nóg með sín vandamál út af Covid-19. Þá getur það ennfremur komið til að verði eldgos, að Keflavíkurflugvöllur myndi leggjast af, ef um vikurgos yrði við upphaf eldsumbrota. Ég er ekki að segja eða spá fyrir slíkum hamförum, en ábyrgt stjórnvald myndi strax bregðast við og taka ábyrga stjórn á þeim aðstæðum sem uppi kunna að koma ef allt fer á versta veg. Það er alla veganna ekki að sjá að neitt slíkt sé í undirbúningi hjá þessari ríkistjórn, enda ræður þar eyðslupólitík í verkefni sem ekki koma til með að skila neinu í ríkissjóð. Íslenska þjóðfylkingin leggur til að strax verði hafist handa að endurskoða fjárlög sem nýlega hafa verið samþykkt, lagt verði til hliðar fé til neyðarráðstafanna ef allt fer á versta veg. Menn verða að sætta sig við að ástandið sem hefur skapast á Reykjanesskaga er mjög alvarlegt og má þar nefna að sögur herma að langvinn gos hafi verið á skaganum þegar eldsumbrot hafa hafist og Reykjanesskagi logað stafnanna á milli. Ég hvet alla þá sem að þessum málum standa að standa saman á ábyrgan hátt svo ekki komi til ástands sem við Íslendingar ráðum ekki við.‘ Megi sumarið verða okkur landsmönnum hagfellt, því augljóslega er ekki á núverandi ríkisstjórn treystandi. Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 34342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 206
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband