Er stutt í vargöld

Nú eru ótti Íslensku þjóðfylkingarinnar að koma í ljós og því miður er þetta aðeins byrjunin á þeim breytingum sem koma til með að eiga sér stað, verði ekki gripið harkalega inn í aðstæður. Ísland er ekki undir það búin að taka á móti fólki, því hér er ekki her né lögregla, sem getur höndlað slíkt. Löggjafinn hefur ekki undirbúið að þessi þróun mun eiga sér stað, verði landamærin galopin eins og þau eru búin að vera undanfarin ár, eða frá því að innflytjendalögunum var breytt undir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben ástamt Eygló hinni góðu, er seint verður gleymt, komu þessum ólögum í gegnum þingið.
Útlendingar sem þessir og aðrir þeir sem stunda neðanjarða viðskipti, telja að þeim sé óhætt hérað vera, þar sem vitað er að þeir eru mjög sennilega mun vanari vopnaburði en lögreglumenn landsins. Þeirra lög eru byssuhlaupið, þeir eru ekki veiðimenn með einskota byssur, heldur sjálfvirkar skammbyssur. Við erum búin að fylgjast með hvað á sér stað í Svíþjóð og víðar um Evrópu, þar sem stór hluti lögreglunar fer í að halda þessum líð niðri. Erum við Íslendingar tilbúnir í að breyta landinu í fjölþjóða vandræða stemmingu vopnavalds, eða viljum við vera dálítið hallærisleg að mati sumra, en geta gengið um okkar nágrenni án þess að eiga á hættu að lenda í miðjum skotbardaga, ránum, nauðgunum eða einhverju öðrum hörmungum.
Íslenska þjóðfylkingin telur því nauðsyn á að endurskoða alla innflytjenda löggjöf, segja okkur úr EES og Scengen og taka ábyrgð á okkar landamærum. Íslenska þjóðfylkingin telur nauðsyn á að taka upp 48 tíma regluna, fyrir þá sem hingað leita í nauð. Íslenska þjóðfylkingin telur að komi menn vegabréfalausir eigi tafarlaust að snúa viðkomandi við og honum gert að bera kostnaðinn sjálfur. Flugfélögin séu ábyrg að virk vegabréfaskoðun fari fram áður en viðkomandi gangi um borð, enda sé flugfélagið ábyrgt að flytja viðkomandi aftur, hafi hann komið á fölskum forsendum. Hafi viðkomandi komið í eitthvert annað Evrópuland áður en hann hemur til Íslands, sé honum snúið við tafarlaust til viðkomandi ríkis.
Íslenska þjóðfylkingin telur rétt að styrkja við flóttafólk, er flúið hefur hungur eða stríðsátök, en það sé gert annað hvort í sínu heimalandi eða í flóttamannabúðum er SÞ eða önnur hjálpasamtök hafa komið upp til aðstoðar fólkinu. Það er deginum ljósara að slíkur stuðningur í nærumhverfi þeirra, er á þörfinni þurfa er miklu skilvirkari, en að afætuiðnaður flóttamanna éti það sem ætlað er bágstöddum.
Það er greinilegt að Íslendingar eru að ganga inn í nýja tíma. Við þurfum að bregðast strax við, ætlum við okkur að ná tökum á ástandinu. Ég tel að flest okkar viljum endurheimta gamla góða Ísland, þar sem friðsemd og virðing er megin regla manna, en höfnum ofbeldi og neðanjarðar menningu. Stöndum saman gegn þessari ógn, þó sumir vilji viðhalda henni!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband