6.9.2019 | 13:26
Þá er partíið byrjað
Blekið ekki þornað á innleiðingu Orkupakka 3 þegar græðgin hefst. Mælagjald HS orku hækkar um 150%, hvað segja nú Viðreisnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins, er börðust hvað hatrammast fyrir innleiðingunni. Nú þegar eru varnaðarorð Íslensku þjóðfylkingarinnar komin í ljós, krumlur sjálftöku liðsins komnar á kaf í vasa almennings, sem var tómur fyrir, en verður galtómur eftir allar þær arðránsatlögur sjálftöku púkanna sem alþingi var að verja með innleiðingunni á Orkupakkanum. Þeir verða jú að fjármagna virkjanir sem þeir áforma, NÚ SKULU GJALDENDUR BORGA. Þetta mun hafa áhrif á vísitölulán allra fjölskilda í landinu. Hryllingurinn er rétt að byrja, samkeppnishugsjón Þórdísar Gylfadóttur er og verður fákeppi og arðrán til handa fámennum hópi sjálftökumanna. Eina leiðin út úr þessu þrælahaldi er að segja upp EES samningum, eins og hefur verið stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar frá upphafi. Nú þarf þjóðin að vakna og velja flokka á þing sem bera hag landsmana fyrir brjósti en ekki sjálftökufólks.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.