19.7.2019 | 08:42
Hverjar verða afleiðingar Héraðsdóms????
Hugrenningar mínir um nýfallin dóm héraðsdóms, er var ALC í vil, gæti haft verulegar afleiðingar í för með sér. Hver verða viðbrögð ISAVIA gagnvart flugi almennt? Verða flugfélög hér með að staðgreiða lendingagjöld, svo flugvélar þeirra fái að fljúga áfram? Verður öllum lánaviðskiptum gagnvart flugi hætt?
Þessar og fleiri spurningar gætu vaknað, samanber að flugvélar á leigu frá ALC verði að fyrirframgreiða lendingargjöld ætli þeir að stoppa við á Íslandi, þó svo að vélarnar væru í leigu annarra flugfélaga? Falli dómur ISAVIA í Landsdómi í vil, mun þá ISAVIA kyrrsetja vélar frá ALC, komi þær til landsins til lúkningar skuld WOW?
Hér eru komnar margar hugrenningar um afdrif niðurstöðu dóms, er var úrskurðaður í Héraðsdómi og sýnir hversu mikilvægt það er að vanda til verka. Þar með er ég ekki að setja út á niðurstöðu dómsins, en að í slíkum málum þurfi fjölskipaðan dóm til lúkningar á málum, þannig að leikreglur þær er koma augljóslega til með að byggja á slíkum niðurstöðum, geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, í þessu tilfelli gagnvart ferðamanna iðnaði og almennu flugi. Því ef settar verða hertari reglur hér en annarstaðar gagnvart flugfélögum, mun það óneitanlega leiða til fækkunar flugfélaga til landsins.
Það er von mín að þessi niðurstaða dómskerfisins, verði ekki til þess að fæla flugfélög frá landinu, en leikreglur þurfa vera þær sömu hvort um Íslenska eða erlenda aðila er að ræða. Fjölbreytileiki í samgöngum til og frá landinu er nauðsynleg samfélaginu Íslandi.
Þessar og fleiri spurningar gætu vaknað, samanber að flugvélar á leigu frá ALC verði að fyrirframgreiða lendingargjöld ætli þeir að stoppa við á Íslandi, þó svo að vélarnar væru í leigu annarra flugfélaga? Falli dómur ISAVIA í Landsdómi í vil, mun þá ISAVIA kyrrsetja vélar frá ALC, komi þær til landsins til lúkningar skuld WOW?
Hér eru komnar margar hugrenningar um afdrif niðurstöðu dóms, er var úrskurðaður í Héraðsdómi og sýnir hversu mikilvægt það er að vanda til verka. Þar með er ég ekki að setja út á niðurstöðu dómsins, en að í slíkum málum þurfi fjölskipaðan dóm til lúkningar á málum, þannig að leikreglur þær er koma augljóslega til með að byggja á slíkum niðurstöðum, geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, í þessu tilfelli gagnvart ferðamanna iðnaði og almennu flugi. Því ef settar verða hertari reglur hér en annarstaðar gagnvart flugfélögum, mun það óneitanlega leiða til fækkunar flugfélaga til landsins.
Það er von mín að þessi niðurstaða dómskerfisins, verði ekki til þess að fæla flugfélög frá landinu, en leikreglur þurfa vera þær sömu hvort um Íslenska eða erlenda aðila er að ræða. Fjölbreytileiki í samgöngum til og frá landinu er nauðsynleg samfélaginu Íslandi.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 39081
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.