26.5.2019 | 08:18
Auglýstu djúpan klofning innan Sjálfstæðisflokksins á 90 ára afmælinu.
Það er greinilega komin djúpur klofningur í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta má sjá á afmælishátíð flokksins, þar sem tiltölulega fáir mættu úr grasrótinni. Þá stakk það greinilega að formaður flokksins Bjarni Benidiktsson fjármálaráðherra, skrifaði andlátsgreinina og birti hana í Fréttablaðinu, en ekki í Morgunblaðinu, þetta hefði þótt tíðindi til næstu bæja hér á árum áður.
Ráðherralið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæra hvern annan, þegar þeir sjá ástæðu til að mæta á þing, sem er í boði forseta alþingis afar sjaldan. Ætli það sé vegna þess að þeir forðast að þurfa að svara fyrir Orkupakkainnleiðinguna, er þeir dásama við hvert tækifæri, lélega rökstudda og lítt ígrundaða, gæti það verið vegna þess, að þeir hafa vondan málstað að verja og fara fram með offorsi, gegn grasrót flokksins sem og landsmönnum flestum. Eða þykja þeir það bara gott að vera á fullum launum við að strjúka á sér magann eins og púkinn á fjóshaugnum, þegar þeir svíkjast um í vinnunni.
Það er einnig greinilegt, að færst hefur í vöxt fjölgun greina frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hefur farið frá Morgunblaðinu til Fréttablaðsins. Lesa má í, að þingmannalið Sjálfstæðisflokksins sé að gera sér dælt við Viðreisn, vegna þess að þeir sjái fram á dóm kjósenda Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum, og vilja vera tilbúnir í að eiga möguleika á öruggu skjóli meðal ESB liða.
Eitt er greinilegt að framferði þingmanna og ráðherraliðs Sjálfstæðisflokksins er og verður stjórnmálafræðingum og sagnariturum hulin ráðgáta um komandi ár. Ætli Bjarna Ben hafi verið að syngja útfarasálm Sjálfstæðisflokksins á þessum merku tímamótum?
Rúsínan í pulsuendanum var fréttaflutningur af hátíðarhöldunum, þar sem birt var mynd af formanni VG í ræðustól með Bjarna á hliðarlínunni, hvað segir þetta okkur?
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 18
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 85
- Frá upphafi: 38636
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.