Vinstri fasisminn á undanhaldi!

Nú þegar líður að kosningum til Evrópuþins, er ljóst að vinstri fasisminn er á undahaldi. Dregið hefur úr upphrópunum íslenskra fréttamiðla um hægri öfgasinna og populisma í umfjöllun þeirra, hvað varðar þessa þróun, sem er orðin svo augljós að flestir reikna með að föðurlandsvinir hvar sem er í ESB muni hljóta stór sigur. Áhyggjur framkvæmdastjóra stofnunarinnar hefur meira segja lýst því yfir, „ að þótt þeir fái inn þingmenn, muni þeir engin völd fá innan stofnunarinnar“.
Nýjast í þessum málum er auðvitað fylgið sem Nigel Farage leiðtogi Brexit flokksins hefur náð á undraverðum tíma í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir mun hann fá um og yfir 40% þingmanna Breta á ESB þinginu. Það mun gefa honum gott brautargengi fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi, til að taka stöðu Breta heima fyrir. Þó umræða hafi verið í vinstrisinnuðum fréttamiðlum sem eru hliðholl fasismanum ( einræði ESB ), þá er það ljóst að fjölmenningarstefnan er á undanhaldi í Evrópu, menn vilja verja sína menningu og rætur.
Annað sem styður þessa stefnubreytingu er árangur hreyfingarinnar Le Pen í Frakklandi, þar sem hún er komin með meira fylgi en flokkur forsetans Emannuel Macron í skoðanakönunum. Þá eru flestar fylkingar sem hallast að föðurlandsást, hertri innflytjendastefnu og höfnun miðstýringar innan ESB á góðri siglingu, munu þeir vonandi ná verulegum árangri innan þingsins.

Hér á landi eru flestir flokkar á alþingi hlynntir ESB stefnunni, sem keyrð hefur verið áfram undanfarna áratugi, það er „elíta og undirsátar“, þar sem ekkert er heilagt, allt er sjálfsagt og lög og reglur eru einungis til þess að halda hinum almenna borgara niðri. Þessu hafnar Íslenska þjóðfylkingin og hvetur landsmenn til að gera kröfur til þeirra sem á alþingi sitja. Þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna þinna og þar með lands og þjóðar. Þar eru ekki undirstaðan undanskilin, það er að seigja auðlindir landsins. Þær þurfum við að verja með kjafti og klóm. Þegar lestur blaða er skoðaður skal það haft að leiðarljósi hverjir eiga viðkomandi fréttamiðil. Fréttablaðið er eitt slíkra blaða þar sem Heiðar Guðjónsson sem heimildir Vísis upplýsa um að hann sé í sambandi við tvo aðila um lagningu sæstrengs á milli Íslands og meginlandsins. Ekki að furða einörð afstaða turtildúfnanna sem halda um ritstjórnina á blaðinu, sem og umsnúning Björns Bjarnasonar fv. Dómsmálaráðherra, sem er tengdafaðir Heiðars. Þá hefur áróðursskrif ráðherra ríkisstjórnarinnar átt sérstaklega greiðan aðgang að blaðinu. Því er það þannig lesandi góður, þú þarft alltaf að vita hvað liggur að baki skrifum í fréttamiðlum, eru það eiginhagsmunir fégræðginnar eða hagsmunir lands og þjóðar.
Ég veit að þú tekur rétta ákvörðun, en til þess að stöðva landráðið og koma í veg fyrir hagsæld afkomenda okkar til frambúðar, þá skora ég á þig að kalla eftir því hvar þú getur lagt nafn þitt á vogaskálina með undirskrift þinni, um áskorun til forseta landsins, um að senda málið í hendur kjósenda. Það er eina lýðræðislega ákvörðunin í Orkupakkamálinu.
Á Íslandi á að vera gott að búa fyrir alla landsmenn, það gerum við með því að taka afstöðu. Tökum stjórn á eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband