Var utanríkismálanefnd úti á þekju eða bara formaðurinn

Hvar var hausinn á Áslaugu Önnu Sigurbjörnsdóttur formanni utanríkismálanefndar í gær?
Hvað var það sem hún ekki skildi við það umtal sem lögspekingarnir fóru í gegn um, þar sem þeir sögðu að sú tillaga sem stjórnvöld settu fram væri ekki þeirra, sem sagt vildu ekki leggja nafn sitt við þá tillögu, en nefndu annan og réttari farveg. Efasemdir þeirra um að fyrirvarar og lögfræðileg ágreiningsefni myndu ekki halda, Íslenska ríkið gæti orðir skaðabóta skylt. Hvað þarf meira fyrir exel-skjala kynslóðina til að skilja að framganga þeirra gegn meirihluta þjóðarvilja kemur ekki til með að ganga upp.
Uppdubbaðar, útúrsnúnar skoðanakannanir eru ekki til þess fallnar að auka tiltrú á áróðri Sjálfstæðismanna sem virðast vera gengnir í Viðreisn og telja það boðlegt að nota bolabrögð til að innleiða Íslendinga inn í ESB miðstýringaveldið. Áslaug hefði frekar átt að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á nýju Icesave mála tilbúnaði Sjálfstæðisflokksins, eða á að fara að kalla hann bara Viðreisn b.
Þessu fólki er ekki viðbjargandi og ætti að bera út úr þingi hið snarasta, græðgivæðingu þessa verður að stoppa. Forseti landslins verður að grípa inn í, svo ekki ylla fari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll aftur Guðmundur.

Ég hvet þig að sjálfsögðu til dáða, þó mér finnist að færslurnar þínar svo ágætar sem þær eru, hverfi grunsamlega fljótt lítið lesnar, aftur fyrir í röðina.

Efnislega er ég þér að öllu leyti sammála, nema hvað kemur að þeim vonum sem þú bindur við skörungsskap forsetans, en á þeim bæ óttast ég að þú sért kominn í geitarkofa að leyta ullar.

Jónatan Karlsson, 8.5.2019 kl. 03:22

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Sæll Jónatan Karlsson.

   Þakka þér, geri mér grein fyrir að leitin til forseta geti verið löng og ekki á vísan að róa.  En eitt er víst að hann hefur þetta vald og því fleiri sem benda honum á stöðu sína, gæti viðhorf hanns til málsins orðið skinsamlegt, hver veit.   

    Baráttan um stjórnun á landi okkar er í höndum alþingismanna og forseta, en landsmenn geta haft þar mikil áhrif á og það þurfum við að gera, svo ekki eigi ylla að fara.   Nú sjáum við ásókn Norðmanna sem og fleiri aðila erlendra ríkja, er vilja stinga sér inn í Íslendkat hagkerfi, auðlindir og stjórn landsins.  Þetta þarf að ná tökum á svo ekki ylla fari.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 8.5.2019 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 34177

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband