Þarf forseti Íslands að grípa inní valdníðslu ríkisstjórnar.

Það er greinilegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru á geðræðislegri siglingu gegn þjóðarvilja, með þau Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur dómsmála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í fararbroddi rangtúlkanna, samkvæmt upplýsingum frá nefndarfundi utanríkismálanefndar, þar sem kom fram að vegferð sú sem þessi ráðuneyti ætla sér að fara til að keyra Íslenskt samfélag í nauðungarþrældóm ESB, var ekki tillaga þessara lögspekinga, heldur þvert á móti vöruðu þeir við þeirri vegferð vegna lagaóvissu. Hver ætli ástæðan sé?
Nú er einnig haldin úti endalaus áróður af hendi stjórnvalda, þá sérstaklega frá ofangreindum ráðuneytum og ESB sinnuðum flokkum, það er Viðreisn, Samfylkingu og fréttamiðlum hliðhollum innlimun landslins inn í ESB. Víla þeir ekki fyrir sér, að taka úr samhengi viðtöl, skýringar eða skoðanakannanir, til þess eins að afvegaleiða almenning í þessu landi.
Greinilegt er að sú staða er komin upp, sem Íslenska þjóðfylkingin hefur haldið fram frá byrjun, að best sé að hafna Orkupakka 3, og taka upp samningaviðræður um skilyrði þau sem Íslendingar vilja setja, til að vernda auðlindir landsins. Ætti slíkt að vera auðleyst þar sem báðir aðilar hafa hag af viðskiptum hvor við annan. Verði hængur á og stjórnvöldum takist að innleiða Ísland inn í ESB án þess að landsmenn fái neitt við ráðið, eru allir fríverslunarsamningar í húfi og þá spurning hvort ekki sé betra að standa utan EES og gera tvíhliða samninga við ríki sem gera ekki nauðungakröfu á hendur Íslendingum að innleiða sínar reglugerðir í trássi við hag Íslenskt samfélags.
Ein áleitin spurning vaknar þegar ljóst er að þingmenn ætla sér að ganga gegn vilja þjóðar, með eins afgerandi hætti, eins og nú er raunin?
ER EKKI TÍMABÆRT AÐ FORSETI ÍSLANDS HÖGGVI Á HNÚTIN OG RÚFI ÞING OG EFNI TIL KOSNINGA.
Hann hefur valdið samkvæmt stjórnarskrá, ríkistjórnin er á hans ábyrgð þegar svo augljósir ágallar eru á framsetningu ríkisstjórnar, og greinilegt er, að stjórnin afvegaleiðir staðreyndir málsins, þjóðarvilji er gegn ríkisstjórn í þessu máli svo afgerandi sé.
Forseti Íslands myndi auka tiltrú á landi og þjóð ef hann stigi fram, af ábyrgð og festu.
Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðmundur.

Lokaorð ágætrar færslu eða ákalls þíns eru á þá leið að forseti Íslands myndi auka tiltrú á landi og þjóð, ef hann stígi fram af ábyrgð og festu og gripi inn í valdníðslu ríkisstjórnar gegn þjóðarvilja.

Mér heyrist því miður almannarómur vera á þann veg að Guðni njóti hvorki trausts né virðingar og hann sé ekki sannur forseti þjóðarinnar, frekar en Vigdís Finnbogadóttir, þegar hún reit sín helstu eftirmæli og hundsaði bænaskrá tugþúsunda landa sinna um þjóðaratkvæði, eins og ekkert væri.

Jónatan Karlsson, 7.5.2019 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband