Blekkingaráform ríkisstjórnar gangvart landsmönnum, afsals þjóðarréttar á hraðri leið til ESB.

Það er greinilegt að viðvörunarbjöllur þær sem fræðimenn og áhugamenn um sjálfstæði Íslendinga ná ekki eyrum stjórnarliða. Ríkisstjórnin leggur fram þriðja Orkupakka ESB til innleiðingar á Íslandi með ófyrir séðum afleiðingum, kalla til eintóma já menn til að gefa álit. Á sama tíma eru Norðmenn að íhuga að ganga út úr EES samstarfinu sem verður dautt árið 2025, þar sem Íslendingar og Lettar hafa enga burði til að halda því áfram, ætti því frekar stefna nú verandi ríkisstjórnar að undirbúa hvernig Ísland kemur til með að gera tvíhliða viðskipta samninga við ESB ríkin.
Þetta innantóma blaður í ráðherrum og álitsgjöfum þeirra stenst enga skoðun, þar sem Orkupakki fjögur tekur af öll tvímæli er varða framtíðaskipan, eftir að Orkupakki þrjú hefur verið samþykktur. Hér er link þar sem ég hvet alla Íslendinga til að lesa hann og munu þeir komast að hræsni þeirri er núverandi stjórnvöld bera á borð.
Þá skal á það bent að Landsnet er farnir að bjóða út línuframkvæmdir sem snúa að því að flytja orku um sæstreng. Það kemur fram í endurnýjun háspennulagna frá Kröflu og austur í hérað, þar er ekki verið að byggja línu í 220kV kerfi, heldur á sú lína að ver byggð fyrir 440kV kerfi þannig að afkastageta hennar er langt umfram þörf fyrir landsmenn á komandi ártugum. Landsmenn látum ekki blekkjast af fagur gölum alþingismanna. Fari þessi áform í gegn, kemur orkuverð til með að hækka um mörg hundruð prósent, þar sem krafa ESB er að sambærilegt verð orku verði á öllu ESB svæðinu þar með talið EES svæðinu meðan það tórir. Hættum að láta stjórnmálamenn kasta ryki í okkar augu, tökum sjálfstæða afstöðu til málsins og krefjum þess að þessi áætlan ríkisstjórnarinnar verði sett í þjóðaratkvæði, verði hún samþykkt á alþingi Íslendinga.
Margir þjóðhollir Íslendingar er raunverulegt vit hafa á málum, þvert á stjórnmálaskoðanir, hafa nú stígið fram og varað við þessu áformum Viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, þar sem líberistinn hefur afvegaleitt heilbrigða skinsemi. Á þessa menn ber að taka mark á, ekki tilbúnum skírslum ESB og þeim er vilja selja land og auðlindir til erlendra ríkjasamtaka og nýlendukúgara.
Ég er fullviss um að þjóðarvilji er ekki með þessum áformum og því verður að koma í veg fyrir þennan ógjörning.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar orkupakka 3 og þeim sem á eftir fylgja. Þetta er landráð sem þarf að stöðva.

EU energy policy – 4th time lucky?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband