11.3.2019 | 20:59
Efnahagsflóttamenn ráðast að lögreglu
Þá er nú flest að verða komið í ljós sem Íslenska þjóðfylkingin varaði við þegar nýju útlendingalöggjöfin var samþykkt. Það eina sem á eftir að koma, meiri frekja, meiri kostnaður, meiri heift og meira tjón á samfélagi og mönnum.
Það var sú tíð að félagar í Íslensku þjóðfylkingunni voru kallaðir rasistar, fasistar og ég veit ekki hvað, út af afstöðu sinni gagnvart ofangreindri löggjöf. Ekki var hlustað á annan málflutning flokksins, þó svo að þar hafi verið vandaur málflutningur um hin ýmsu samfélagsmál, þar var helst að nefna aðbúnað aldraðra og öryrkja, landbúnað og sjávarútvegsmál, ýmis atvinnumál, menntamál svo ekki sé minnst á heilbrigðismál sem Svandís Svavarsdóttir er farin að fylgja eftir af heilum hug. Nei! fréttamanna stóðið, sá sér leik á borði að úttúða málflutningi okkar og gera lítið úr félögum innan ÍÞ vegna viðvaranna þeirra, í garð þessa umdeila frumvarp, sem var samþykkt af flestum þingmönnum þess tíma. Ekki nóg með það, heldur hefur frekar aukist gorgeirinn á hinu háa þingheimi er kemur að innflutningi efnahagsflóttamanna og hælisleitenda.
Nú er þessi skríll farin að mótmæla reglulega og nú síðast í dag fyrir framan alþingi, krefst betri aðbúnaðar en almenningur á jafnvel kost á, kostað af skattgreiðendum, fría læknishjálp, lögfræðiþjónustu og kröfu um að þeim verði ekki vísað úr landi, þó svo að útlendingastofnun telji þeirra veru ólöglega, þannig mætti lengi telja. Þetta styður Íslenskur skríll, og básúnar hversu vondir Íslendingar eru að dæla ekki í þessa hít meiri fjármunum.
Það er að vísu ljós punktur í þessu öllu saman, dómsmálaráðherrann Sigríður Andesen er að herða löggjöf sem veitir útlendingastofnun meiri og víðtækari heimild til að vísa úr landi, í samræmi við löggjöf sem hin norðurlöndin hafa verið að innleiða hjá sér. Öll þau vandamál sem komið hafa upp hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Opin landamæri geta aldrei verið grunnstefna þjóðar, frekar en hurðarlaust heimili manna. Eina leiðin til að koma á skikki hjá okkur er að segja upp samningum við Shengen og EES, gera þess í stað tvíhliða samninga við EB og þau tvö EFTA ríki sem eftir stæðu. WTO fríverslunarsamningurinn myndi duga okkur að mestu leiti, þar sem við þyrftum ekki að innleiða alskins ruglreglur frá ríkjum né ríkjasamböndum.
Stöndum vörð um okkar land í lofti og á landi, það kemur enginn annar til með að gera það, þegar í harðbakkann slær. Ísland er ekki burðugt til að bjarga heiminum, en við getum hjálpa þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda í þeirra nær umhverfi. Látum hvorki Rauðakrossinn, né annan flóttamanna afætuiðnað mergsjúga það sem við neyðumst til að greiða í skatt. Ríkisstjórnin á að fara vel með það fé sem þeim er treyst fyrir í þágu þjóðarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.