Er stefna ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur að leggja landbúnað í rúst og þar með landsbyggðina.

Það er greinilegt að hörð stefna Sjálfsæðisflokks innan ríkisstjórnar, þar sem ráðherrar auðvaldsins sjá ekki fyrir í að koma landinu inn í EB. Þetta má sjá af stefnu utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs afsalsbaktjaldamakk með Norðmönnum og nú af hendi Kristjáns Júlíussonar Sjávar- og landbúnaðarráðherra, í að leggja niður landbúnað. Þetta gerir hann augljóslega með samþykki Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir viðvaranir frá landbúnaðarráðuneytinu, mótmælum kúabænda, sauðfjárbænda, svínaræktenda, alifuglaræktenda, garðyrkjubænda og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaði. Ekki má gleyma fjölda fræðimanna og skal þar nefna Karls G Kristinssonar prófessor í sýkla- og veirufræði Landspítala, Lance B. Price, bandarískur örverufræðingur og prófessor svo einhverjir séu nefndir. Þessu ætlar ráðherra Kristján Júlíusson, að troða ofan í kok á landsmönnum, án þess að gera ásættanlegar greiningar hvað varðar fæðuöryggi þjóðarinnar þegar hann er búin að eyða landsbyggðinni, en það mun verða staðreynd nái þessi áform fram að ganga.
Maður hryllir við að vinstri ( Viðreisnar ) armur Sjálfstæðisflokksins skuli geta komið fram með þessum hætti átölulaust af flokksfélögum. Það mætti halda að sannir sjálfstæðismenn innan flokksins séu allir geldir og áhugalausir um land og þjóð. Hvar er gamli baráttuandinn „ stétt með stétt“
Íslenska þjóðfylkingin er algjörlega á móti þeim tilraunum sem ofangreindir ráðherrar stunda, það er að neyða þjóðina inn í EB samstarfið. Það mætti halda að Soros hafi náð tangarhaldi á þeim eða greiði þeim undir borðið. Ég vona að svo sé ekki, að hér sé einungis um elliglöp að ræða eða í besta falli hugsunar gengisfall. Það þarf þá bara að endurforrita þessa menn.
Íslenska þjóðfylkingin hvetur alla þjóðholla Íslendinga að standa vörð um grunn atvinnuvegi þjóðarinnar. Við sjáum nú að vá stendur fyrir dyrum hvað varðar ferðamanna iðnað og getur hann horfið á svip stundu. Á hann er ekki treystandi, þó góður sé og skal ekki dregið úr þeim ávinningi er hann hjálpaði okkur upp úr hruninu. Íslendingar þurfa að endurskoða aðkomu okkar innan EES samstarfsins, það má aldrei vera að ráðherrar geti afsalað þjóðarrétti til annarra ríkja eða ríkjasambanda í skjóli nætur
Guðmundur Karl Þorleifsson.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/02/21/hagsmuna_lands_ekki_gaett/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru vissulega svartir tímar framundan og vandséð hvernig hægt á að vera að verja heilbrigði íslenska búfjárstofnsins. Svokallaðar varnaraðgerðir landbúnaðarráðuneytis hjálpa þar lítið.

Og sannarlega er ljótt hvernig Sjálfstæðisflokkur hagar sér, jafnvel Halli á Reyn virðist hafa gefist upp.

Framkoma VG í málinu er undarleg, svo ekki sé meira sagt. Kannski vegna þess að eini þingmaður þess flokks, hin síðari ár, sem hefur þekkingu, skilning og kjark til að verja landbúnaðinn er ekki lengur á þingi.

Undarlegast er þó hvernig Framsóknarflokkur hagar sér, þessi flokkur sem hefur verið talinn bændaflokkur til þessa. Ekki aðeins að þingmenn og ráðherrar tjá sig sama og ekkert um málið,heldur ekki síður hitt að það er vegna samnings sem formaður þessa flokks gerði, meðan hann var landbúnaðarráðherra, sem vandinn er kominn á svo alvarlegt stig sem raunin er. Svo kemur sami maður í fjölmiðla í gær og kennir ESB um allt saman. Vissulega er það samband ekki til góða, er langt komið með að tvístra Evrópu, eina ferðina enn. En í þessu máli er það fyrst og fremst verslunarsamningur sem formaðurinn gerði, sem er rót þessa vanda. Landbúnaður er utan EES samningsins, en jafn skjótt og gerður er verslunarsamningur um málefni utan EES, nýtir ESB kaflann um verslun og þjónustu til túlkunar. Á þeirri forsendu gat EFTA dómstóllinn dæmt! Það eru því krókadílatár sem formaður Framsóknar grætur!!

Við getum ekki og megum ekki láta undan í þessu máli. Úr því ráðherrar höfðu ekki kjark til að mótmæla dómi EFTA dómstólsins, á þeirri forsendu að hann hefði ekki lögsögu í málinu, þar sem landbúnaður heyrði ekki undir EES samninginn, er einungis eitt úrræði eftir. Uppsögn EES samningsins.

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2019 kl. 11:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristján Þór Júlíusson, ber því við að hann sé að leggja frumvarp um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, vegna þess að ESB hafi sent "TILSKIPUN" þess efnis og vegna EES samningsins, VERÐI að gera þetta.  Þegar EES samningurinn var undirritaður voru Orkumál, Landbúnaðarmál og Sjávarútvegsmál EKKI innifalin í EES samningnum en virðast vera það núna, nema Sjávarútvegsmálin en miðað við framvinduna undanfarin ár þá er nú sennilega ekki langt í það að SJÁVARÚTVEGURINN komi þarna inn líka.  Þetta gefur fullt tilefni til þess að við segjum EES samningnum upp hið fyrsta, í það minnsta að hann verði endurskoðaður.......

Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 34565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband