Skömm að forseta vorum Guðna Th. Jóhannesson að mæta ekki á HM.

Það er ömurlegt og lítil reisn yfir Íslenskum ráðamönnum, að senda ekki fulltrúa þjóðarinnar á HM í knattspyrnu. Að þjóðhöfðingi Íslands svo nefndur Guðni forseti skuli ekki sitja í stúkunni, þegar liðið mætir Argentínu er þjóðinni til mikillar minnkunar. Ég er viss um að Merkel sem er helsti hvatamaður um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, mun mæta þar ásamt öðrum Evrópu leiðtogum, en rembingurinn og mikilmennsku brjálæðið í Íslenskum ráðamönnum er slíkt að þeir vanvirða ekki aðeins leikmenn liðsins heldur íþróttaheiminn í heild sinni. Þetta lið mun síðan berja sér á brjóst við heimkomu þessara sendiherra Íslensku þjóðarinnar, sem auglýst hafa þjóðin á einn jákvæðasta hátt sem hægt er.
Íslenska þjóðfylkingin lýsir vanþóknun á framferði forseta Íslands sem og ríkisstjórnina alla, þeirra sé skömmin, fyrir að vanvirða strákanna okkar. Ætla þessir ráðamenn einnig að mæta ekki á leiki kvennalandsliðsins komist þær á HM sem og leiki karlalandsliðsins í handbolta fari þeir einnig á HM, eða á popúlismin að ráða för, sem og undirlægjuháttur undir EB sem sýnt hafa, að hafa verið með falsfréttir og áróður til að sverta aðrar þjóðir.

Guðmundur Karl Þorleifsson. formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég gæti ekki verið meira ósammála þér, ef hann elti landslið íslendinga út um allt til að vera viðstaddur leikja þeirra þá gerði hann ekkert annað, það eru nefnilega til mörg önnur sport en fótbolti, ótrúlegt en satt..
Á hann að elta öll okkar landslið? hvað með handbolta, körfubolta, golf, bridds, skák, sund, hjólamennsku, matreiðslu, hestamennsku, söng, dans, list, poker, og svo framvegis.
Hvað með tölvuleikja landslið (eSport)? tölvuleikir er með vinsælustu sportum sem til eru, á hann ekki að láta sjá sig þar?
Fótboltinn er ekkert merkilegra sport en annað og hann hefur ekkert þangað að gera annað en að fara þangað í sínum frítíma ef hann hefur áhuga á því.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.6.2018 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband