5.3.2018 | 17:39
Eru 660 milljóna framlag ríkisins, útfarastyrkur til sauðfjárbænda. Hvert verður framlagið til útrýmingar á svína og alifugla bændum.
Eftir að hafa hlustað á aumingjaræðu núverandi landbúnaðarráðherra, er fetar í fótspor fráfarandi ráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og hann viti að stefna fyrrverandi ráðherra var að leggja niður landbúnað á Íslandi, þrátt fyrir faguryrði hennar, sem Kristján Þór virðist hafa lært mikið af, er ljóst að núverandi ríkisstjórn einhendir sér í að leggja niður fjárbúskap fyrir 2025, svína og alifugla framleiðslu fyrir 2030 og ekki sér fyrir hvar nautgripa og mjólkur framleiðsla kemur til með að lifa lengi. Að opna fyrir tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, sem niðurgreiddar eru í ýmsu formi innan EB og hætta styrkveitingum til bænda á Ísandi er dauðadómur yfir stéttinni. Þíðir þá ekki að koma með eitthvert fagurgal um að það opnist markaðir erlendis, því lítil framleiðsla sem er unir okuð af alkyns opinberum álögum, háum sköttum svo talað sé ekki um íþyngjandi opinbert eftirlitsmannakerfi og flutnings kostnað til Evrópu, á ekki möguleika í þeirri samkeppni. Það er lámarkskrafa að þeir sem stjórna landinu komist niður á jörðina og geri sér grein fyrir hvar þeir búa og hver samkeppnisstaðan sé. Draumar leysa ekki vanda landbúnaðarins, heldur raunsæjar staðreyndir.
Landbúnaðarráðherra þarf að gera sér grein fyrir því að leggist sauðfjárrækt af í stórum stíl, mun atvinnutækifærum fækka mikið álandsbyggðinni. Áhugi ferðamanna minkar á þeim svæðum, þjónusta leggst af, þar sem engin verður byggðin. Fæðuöryggi landsins verður háð innfluttum matvörum, útstreymi gjaldeyris vegna innflutnings aðfanga eykst verulega. Því er stefna Kristjáns Þórs og ríkisstjórnarinnar gjaldþrotastefna, ekki einungis fyrir þá bændur sem þetta kemur í fyrstu til með að bitna harðast á, heldur landsbyggðinni í heild sinni. Það þarf nefnilega ekki mikið að gerast til að ferðamannastraumur til landsins minki til muna, hvar stöndum við þá.
Íslenska þjóðfylkingin vill fara aðra leið, það er að segja, segja okkur úr EES samkomulaginu og gera tvíhliða samning við EB, þar sem hagsæld þjóðarinnar er höfð að leiðarljósi. Látum ekki ráðamenn EB segja okkur hvernig við viljum halda byggð í landinu. Það þarf að gefa leyfi fyrir minni sláturhús og vinnslur, til að koma í veg fyrir sjálftöku örfárra vinnsla, sem myndi koma til með að lækka vöruverð til neytenda og bændur myndu fá meira fyrir sinn snúð. Það er nóg hvernig ríkisstjórn landsins kemur fram við aldraða og öryrkja, látum það ekki henda íslenskum bændum að verða fjötraðir á sama veg. Landbúnaður á og verður að vera einn af hornsteinum þjóðfélagsins, því hafnar Íslenska þjóðfylkingin núverandi gjaldþrota og aumingja væðingar stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Landbúnaðarráðherra þarf að gera sér grein fyrir því að leggist sauðfjárrækt af í stórum stíl, mun atvinnutækifærum fækka mikið álandsbyggðinni. Áhugi ferðamanna minkar á þeim svæðum, þjónusta leggst af, þar sem engin verður byggðin. Fæðuöryggi landsins verður háð innfluttum matvörum, útstreymi gjaldeyris vegna innflutnings aðfanga eykst verulega. Því er stefna Kristjáns Þórs og ríkisstjórnarinnar gjaldþrotastefna, ekki einungis fyrir þá bændur sem þetta kemur í fyrstu til með að bitna harðast á, heldur landsbyggðinni í heild sinni. Það þarf nefnilega ekki mikið að gerast til að ferðamannastraumur til landsins minki til muna, hvar stöndum við þá.
Íslenska þjóðfylkingin vill fara aðra leið, það er að segja, segja okkur úr EES samkomulaginu og gera tvíhliða samning við EB, þar sem hagsæld þjóðarinnar er höfð að leiðarljósi. Látum ekki ráðamenn EB segja okkur hvernig við viljum halda byggð í landinu. Það þarf að gefa leyfi fyrir minni sláturhús og vinnslur, til að koma í veg fyrir sjálftöku örfárra vinnsla, sem myndi koma til með að lækka vöruverð til neytenda og bændur myndu fá meira fyrir sinn snúð. Það er nóg hvernig ríkisstjórn landsins kemur fram við aldraða og öryrkja, látum það ekki henda íslenskum bændum að verða fjötraðir á sama veg. Landbúnaður á og verður að vera einn af hornsteinum þjóðfélagsins, því hafnar Íslenska þjóðfylkingin núverandi gjaldþrota og aumingja væðingar stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.