Færsluflokkur: Bloggar

Er alþingi að hafa Íslendinga að fíflum!

Það er skrítin stað sem er komin upp á Íslandi, nokkrir vakandi einstaklingar hafa vakið athygli á vindmyllugarði fyrir sunnan og austan land sem er alfarið í eigu erlendra kaupahéðna,svo vitað sé. Þar á bæ er verið að gera áætlun sem er þegar komin langt á veg, um 10GW virkjun ( til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690MW) án þess að það fari vitræn umræða um málið á Íslandi. Ekki nóg með það heldur er verið að undirbúa framleiðslustöð í Grímsby á strengjum til Íslands og á þetta að hefjast 2025, það er eftir ca tvö ár! Ég spyr hvar er Orkustofnun, missir utanríkisráðherra buxurnar niður um sig í hvert skipti er hún ræðir við erlenda peningapúka og skammast sín svo að hún nefnir þessi gíkantísku áform, eða er hún að fylla inn í áform fyrrverandi utanríkisráðherra. Landsvirkjun virðist vera eins og stjórnlaus stofnun sem fer sínu fram án þess að landsmenn séu upplýstir um áform sem geta haft verulegar íþyngjandi afleiðingar fyrir fjölskyldur og afkomu þeirra. Græðgivæðing stjórnmálamanna og stjórnenda ríkisfyrirtækja er með eindæmum, þar sem fórnarkostnaður er hinn almenni borgari á Íslandi! Íslendinga krefjast þess að Orkupakki 4 verði ekki samþykkur og við segjum okkur frá sameiginlegri stjórnun orku til handa ESB . Það er komin tími til að stjórnmálamenn tali heiðarlega við landsmenn. Þá er spurningin hvar eru náttúru verndarsinnar sem hrópa sem hæst um verndun náttúrunnar? Þó mengunin sem til kemur af slíkum vindmyllugarði lendi í sjónum þá kemur sú mengun til með að lenda í fiskafurðum okkar og mun sjávarútvegurinn ekki lengur getað státað af hreinleika fiskafurða landsins. Hvar er Sjávarútvegsráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, matvælaeftirlitið og fleiri stofnanir sem hljóta að vita af þessum áformum utanríkisráðherra, en eru greinilega orðnir samstíga þessum áformum en þora ekki að taka upp upplýsta umræðu um þessi voðaverk sem eru á prjónum Utanríkisráðherra! VAKNIÐ LANDSMENN, LÁTIÐ Í YKKUR HEIRA ÞVÍ ÞAÐ VERÐUR EKKI AFTUR SNÚIÐ VERÐI ÞESSI ÁFORM AÐ VERULEIKA! ORKUREIKNINGUR HEIMILANNA MUN HÆKKA UM MÖRGHUNDRUÐ % VERÐI ÞESSI GJÖRNINGUR EKKI STÖÐVAÐUR! Læt hér fylgja eftir upplýsingar um viðkomandi áform! https://cleanenergynews.ihsmarkit.com/research-analysis/-hip-plans-uk-imports-of-power-from-icelandic-floating-wind-pr.html Íslenska þjóðfylkingin hafnar þessum áformum sjálftökuliðsins á alþingi Íslendinga og hafnar að ganga á Íslenskan almenning með fyrirsjánlegar hækkandi álögur! Lifið heil.


Mergsjúga þjóðina í nafni hjálparstofnunnar!

Forystufólk hjálparstofnunar Rauðakross Íslands, hefur breytt tilgangi þess í að vera verndaða hælisleitendafyrirtæki, sem vílar ekki fyrir sér að gera kröfur á stjórnvöld. Hvernig má það vera að slík samtök eru komin svo langt frá uppruna sínum?
Í fréttum RÚV kemur fram talsmaður hælisleitenda fyrirtækisins og telur sig umkomin til að gera athugasemdir við frumvarp stórnar, sem er að fara til umfjöllunar á alþingi. Hann meira segja krefst þess að það verði haft samband við fyrirtækið sem hann er í forsvari fyrir svo þeir geti haft áhrif á framlagt frumvarp, þrátt fyrir að hann hafi fengið að gera athugasemdir við áður framlagt frumvarp sem og að hann gat sent inn athugasemdir eins og hver annar um frumvarpið. Ég veit ekki til þess að þessi afætuiðnaðargarpur hafi veri kosin á þing Íslendinga, né það sé skilda þingmanna né ríkisstjórnar að hafa menn í ráðum sem hafa beinan efnahagslegan hag af útkomu frumvarpsins. Frekjan í þessu afætuiðnaðarfólki, svo nefnt Rauði kross Íslands ríður ekki við einteyming! Á vegum þeirra eru fjöldinn allur af lögfræðingum að störfum, sem haldið er uppi af Íslenska ríkinu, auk annarra afætuiðnaðar fólks sem skilar engu til þjóðarbúsins.
Annar slíkur kom fram í sama fréttamiðli og skili ekkert í sveitafélögum að hrúgast ekki inn með umsóknir til að taka á móti hælisleitendum, hann skildi sko hjálpa þeim að finna húsnæði fyrir flóttafólkið, og rúsínan í pylsuendanum var að ríkið yrði bara koma með meira fé í þennan málaflokk! Jú þar sem mjólkurkýrin mjólkar best er best að vera og draga út alla þá dropa sem hægt er meðan gefur!
Eins og að ofan greinir er ljóst að Rauðikross Íslands er ekki í góðgerða starfsemi á Íslandi, nei þetta er afvegaleidd okurþjónusta sem landinn þarf að borga. Þessi stofnun notar bágt ástand fólks til að lifa í öruggu umhverfi sjálft, aldrei hef ég heyrt viðkomandi afætustofnun minnast einu orði á bágt ástand þeirra Íslendinga sem hafa vart til hnífs né skeiðar! Nei þar er enga peninga að fá, það hafa þeir gert sér grein fyrir að er ekki á stefnuskrá alþingis!
Ég tel að það sé löngu komin tími til að horfa réttsýnum augum á þennan afætuiðnað, þetta þarf að stoppa og nýta peninga þá sem í þennan þjófaflokk betur!
Lifið heil.

Þegar viljinn er kæfður í fæðingu!

Sjálfstæðismenn héldu opin fund í gær þann 20 okt. 2022 þar sem fjalla átti um breytingar tillögu að útlendingarlögum sem og stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki. Það skal sagt strax að ég vorkenni Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í hans einlægu baráttu til að vernda þjóðina, þegar kemur að þessum málaflokki, en hann á heiður skilið fyrir að gera þó heiðarlega atlögu að því ófermdar ástandi sem þegar hefur skapast í útlendingarmálum og á eftir að margfaldast á næstu árum verði ekki neitt að gert!
Beinn kostnaður vegna hælisleitenda mun verða um 10 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum ráðherra. Hér er einungis um beinan kostnað að ræða og má því ætla að við bætist“ varlega áætlað“ aðrir 5 milljarðar króna við þennan króa! Þá upplýsti Jón Gunnarsson „að reikna mætti með tvöföldun á næsta ári“, það er fyrir beinan og óbeinan kostnað 30 milljarðar króna.
Þá kom einnig fram að ástæða er til að óttast að menning, tunga og lífsgæði muni tapast, verði ekki neitt að gert, því það er verið að tala um fjölda, sem er á við íbúafjölda Vestmannaeyja til og með íbúafjölda Mosfellsbæjar ár hvert. Þetta mun leiða til þess að velferðakerfi það sem byggt hefur verið upp frá stríðslokum, mun falla og ekki verður hægt að sinna öldruðum og öryrkjum, heilsugæsla og sjúkrahús munu verða rekin með mikilli þjónustuskerðingu og svo framvegis.
En samt eru tillögur Jóns Gunnarssonar einungis skeinuplástur á svöðusárið, vegna ótta við stjórnarslit þar sem VG virðist ná öllu sínu fram, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru eins og aftaníossar í stjórnarsamstarfinu. Hversu lengi ætla alþingismenn sem sjá þetta ske fyrir framan augun á sér að líða þetta rugl, því eins og kom fram á fundinum í Valhöll, verði þetta ekki stöðvað núna verður ekki aftur snúið, Ísland verður land alkyns glæpagengja og lýðs sem ætlar sér að mergsjúga samfélagið en skila engu til baka.
En svo menn misskilji ekki það sem kom þarna fram, að flóttafólk eins og t.d., Úkraínumenn munu að sjálfsögðu vera vel tekið hér heima, sem og aðrir sem eru í raunverulegum slæmum aðstæðum, en efnahagsflóttamenn og afætuskríll þarf að stöðva við landamærin og senda til síns heima.
En það merkilega við allt það er kom fram á fundinum og það sem komið hefur fram í málflutningi Miðflokksmanna, er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar sem skrifuð var 2016 og fengu flokksmenn þvílíkan óhróður fyrir, þessi fasista viðbrögð vinstrimanna eru orðin kunnugleg í dag og hefur nú Jón Gunnarsson fengið blautu tuskuna framan í sig að ósekju, þar sem hann er einungis að standa vörð um samfélagið Ísland.
Lifið heil.

Eru þetta átrúnaðargoð þeirra er styðja Rússa!

Hjálagt fylgja upplýsingar um þá aðstoðarmenn er hryðjuverkaleiðtoginn Pútín notar til að gera skítverkin fyrir sig. Ath., fyrirsögn í DV, sem er þídd beint af yfirlýsingu Pavel Gubarev sem tók sér héraðsstjóra enbætti í Donetsk, og taldi sig umkomin til að afhenda héraðið til Rússa. Fyrirsögnin er“ Við munum drepa eina milljón eða fimm milljónir- Við getum eytt ykkur öllum“
Þetta er ekki tilbúningur, heldur staðreynd þar sem hann sjálfur setur þetta á Twitter, þar kallar hann Volodymyr Zelenskyy forsteta Úkraínu „afkvæmi Djöfulsins“. Hann fullyrðir að Úkraínumenn séu andsetnir! Hér er myndband af raunverulegu afkvæmi Djöfulsins, þar sem lesa má þýðingu að neðan. https://twitter.com/i/status/1579820810751324160 Ef þetta dugar ekki til fyrir þá Rússadýrkendur sem fylgja hryðjuverkastjórn Rússa þá fylgir hér annar glæpamaður.
Pútín setur Sergey Surovkin yfirhershöfðinga yfir hryðjuverkaárásum Rússa í Úkraínu. Þessi böðull hefur það sér til frægðar unnið að hafa sprengt Aleppo í Sýrlandi til grunna, það er með manni og mús! Engum var hlíft, hvorki konum, börnum, gamalennum né sjúklingum, sem áttu sér enga von um að komast lífs af er sprengjuregnið rigndi yfir borgina, og voru þar einnig notuð efnavopn. Þvílíkan viðbjóð hefur Pútín sér til ráðgjafar og stjórnenda í svívirðulegum árásum nú á Úkraínu. Því miður eru en til menn á Íslandi sem mikla þennan viðbjóð, eins og þeir sem mikluðu Hitler á sínum tíma.
Núna hafa staðið yfir linnulausar sprengjuárásir á borgir vítt um Úkraínu, þar með eru helstu skotmörk Rússa fjölbýlishús, leikvellir, sjúkrahús og allt það sem getur limlest og drepið óbreytta borgara. Þessu verður að linna, Úkraínumenn þurfa nú sem aldrei fyrr að fá sem bestu aðstoð frá þjóðum sem átta sig á því að ef þetta verður gefið eftir munu Rússar ekki láta staðar numið, þeir munu valta yfir allt og alla á blóðugum skónum, nauðgandi, limlestandi og myrðandi alla þá sem þeir ná tangarhaldi á. Það verða engin ríki óhult fyrir slíkri valdníðslu, hvorki í Evrópu né annarstaðar í heiminum, slík er brjálsemin sem hefur heltekið stjórnvöld í Rússlandi.
Íslendingar verða að gera sér grein fyrir að Ísland er ekki og verður ekki óhult, verði þessi vitfirring látin viðgangast. Látum ekki blekkjast af hverskins áróðri hvort heldur hann komi frá Rússum né andstæðingum þeirra, tökum þess í stað upplýstar ákvarðanir.
Guð blessi Úkraínu og alla þá sem þjást vegna þessa tilgangslausa stríðs!


Vanhæfir stjórnendur!

Ég sé mig knúinn til að skrifa þessa grein, en ég svaraði grein á Vísi, en var umsvifalaust tekin út. Ég skal eftir fremsta minni skrifa það sem ég setti inn þar, en málefnið var frétt á Vísi „ Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilanna.“ Bíðum nú við, var þessi þétting að eiga sér stað í gær!, eða hefur hún ekki staðið í um það bil tvö kjörtímabíl? Hefur ekki stærsti eigandi OR ekki lagt fram áætlanir sem OR hefur getað gert áætlanagerð sína eftir? Er ekkert samstarf á milli kjörinna fulltrúa meirihlutans í borginni og meirihluta OR, sem meiri borgarstjórnar leggur til til stjórnar OR. Það er ekki eins og það taki nokkrar vikur né mánuði til að skipuleggja nýjar byggingar, rífa þær gömlu ef um það væri og endurbyggja á viðkomandi lóðum. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár!, og nú reyna stjórnendur OR að kenna einhverjum öðrum en sjálfum sér um bilanatíðni kerfisins.
Nei hér er um hreinan slugsuhátt stjórnenda, svo vægt sé til orða tekið, í nágrannalöndum okkar og víðar væri búið að reka fjöldann allan af óhæfu fólki og þar myndu fyrstir fá að fjúka stjórnendur OR og borgarfulltrúar þyrftu að taka pokann sinn, með skottið á milli lappanna! Nei á Íslandi kenna viðkomandi vanhæfir stjórnendur upp með að kenna einhverju svo augljósri vitleysu um, enda allir háskólalærði vitringar. Meira að segja ómenntaðir verkamenn eru með meiri stjórnvisku en þeir sem stjórna þessum stofnunum!
Það er löngu komin tími til að stjórnmálamenn og opinberir stjórnendur fyrirtækja sem eru í almanna eigu, þurfi að axla ábyrgð.
Góðar stundir.

https://www.visir.is/g/20222321654d/thetting-byggdar-ein-helsta-or-sok-tidra-raf-magns-bilana


Til hamingju Ítalía!

Íslenska þjóðfylkingin óskar hægri lýðræðisöflum á Ítalíu til hamingju með þennan merka sigur í þingkosningum sem stóðu yfir um helgina. Þá óskar Íslenska þjóðfylkingin ekki síður Giorgia Meloni til hamingju með þennan stórsigur og þann árangur að verða fyrsta konan sem kemur til með að sitja í forsætisstól Ítalíu. Þetta er merkur áfangi í sögu Ítalíu, og sýnir að allt að helmingur þjóðarinnar styður þetta kosningabandalag undir hennar stjórn, til að leiða þjóðina til farsælla tíma.
Við Íslendinga skulum ekki hlusta á Íslensku fasista hreyfingar íslensku fréttamannaelít- unnar sem leifir sér að stimpla helming þjóðar sem öfga fólk, það er og verður einungis ankerisstimpill þeirra. Þetta sýnir einungis að Ítalir eru búnir að fá upp í kok, af vinstri öfgastefnu þeirra ríkja sem hafa aðhyllst global warming, wog og Davos stefnu sem hefur helriðið samfélögum vesturveldanna, þar sem megin þemað er að útríma þjóðerni og menningu landa. Við skulum sanda saman að verndun samfélags okkar um leið og við fögnum þeim árangri sem átt hefur sér stað á Ítalíu og Svíþjóð. Slíkur árangur í að afrétta eyðingaröflin sem hafa riðið súðum þjóða, þarf að stöðva og gefa upp á nýtt, til stjórnenda sem setja eigin þjóð og arfleið í fyrirrúm.
Nú er tími til að Íslendingar taki til endurskoðunar innflytjendastefnu okkar, þetta var megin þema Giogia Meloni í kosningarbaráttunni, sem segir okkur að hinn almenni borgari á Ítalíu var búinn að fá upp í kok af eyðslu til handa gervi hælisleitendum á kostnað samfélaglegra íbúa landsins. Í Svíþjóð var svipað uppi á teningum, fólk búið að fá sig fullsadda af hælisleitenda meðvirkninni, og vill taka landið sitt aftur, sem var svo friðsælt að það var stundum nefnt“ fyrirmyndaríkið“, en ekki lengur. Og er þá ekki komin tími fyrir Íslendinga að opna, þó ekki sé nema annað augað og sjá í hvað stefnir hér á landi, með þessa meðvirknis stjórnmálahætti sem tröllriðið hafa alþingi undanfarin kjörtímabil. Það er á þinni ábirgð hvert þetta hefur leitt, með þinni meðvirkni við val á fulltrúum sem valdir hafa verið til setu á alþingi. Við skulum gera okkur grein fyrir að það getur verið of seint að snúa dæminu við, því þarf aðhald og stefnubreytingu strax, svo að öllum landsmönnum líði vel og afkomendur okkar eigi bjarta framtíð.

Alltaf skal koma misbeiting valds frá svokölluðum vinstri og landráðaflokkum!

Skrítin yfirlýsing!, en skoðum málið aðeins betur. Jöfnun atkvæða, hvernig ætli hugmyndafræði þéttbýlisins sé? Jú þeir vilja hafa jöfnuna miðað við einstakling, en taka ekki neitt annað inn í reiknisdæmið, því það hentar þeim ekki.
Jafnan ætti að vera önnur, það er hversu markir búa á viðkomandi svæði+ fermetrafjöldi viðkomandi svæðis+ verg þjóðarframleiðsla hvers svæðis= ( hvað skilar viðkomandi kjördæmi til samfélagins/ útlagður kostnaður ríkisins á viðkomandi svæði)/ þeirri þjónustu sem kjördæmi vill taka þátt í, í sameiginlegum kostnaði rekstri þjóðarbúsins. Ég er ansi hræddur um að önnur niðurstaða kæmi fljótlega í ljós landsbyggðinni til heilla en afætum samfélagsins til óheilla. En væri þetta ekki samt réttari deiling á sameiginlegum rekstrakostnaði þjóðarbúsins.
Umhugsunarvert!.


Stórsygur SD í Svíþjóð.

Í Svíþjóð er að eiga sér sögulegar niðurstöður í Sænskum kosningum, þar sem Svíþjóðar Demókratar eru orðni næst stærsti flokkur landsins með yfir 20% fylgi. Þetta er ekki aðeins sögulegt vegna þess að Svíar eru að vakna af sínum Þyrnirósasvefni fjölmenningar, heldur að aðrir flokkar hafa hafnað samstarfi við þá, þar til fyrir stuttu sem samstarfsflokk, meira að segja einnig aðrir hægri flokkar. Þjóðin hefur svarað kallinu og vill nú fá flokk sem þorir að taka á málum þjóðarinnar gegn glæpaklíkum, morðum og yfirgangi í krafti fjölmenningar, þar sem hið annálaða frelsi Svía, hefur verið fótum troðið og stjórnvöld hafa ekki gripið í taumanna gegn slíku ofbeldi.
Nú er svo komið að hægriöflin eru komin með meirihluta miðað við væntanlega niðurstöðu kosninga, en eftir er að telja utankjörstaða atkvæði og atkvæði sem berast erlendis frá. Ekki er reiknað með að það breyti miklu, en loka niðurstöður eru áætlaðar á miðviku dag. Þetta er í raun sögulegur atburður og greinilegt að Svíar eru orðnir þreyttir á meðvirkni stjórnvalda, hnignun samfélagsins hefur bitnað á landsmönnum, sem og menning þess er í hættu. Þessar niðurstöður eru enn ein vísbendingin um að vesturlandabúar eru að færast til þeirrar stefnu sem þjóðernishugsjón er sett í öndvegi en ekki fótum troðin af vinstra fólki, sem hefur það að stefnu sinni að brjóta allt niður sem áunnist hefur frá forverum okkar.
Skemmst er frá því að segjast, að breyting sitjandi stjórnvalda í Svíþjóð á kosningaframkvæmd, að fólk geti kosið án þess að aðrir viti hvaða flokk það kysi, mistókst. Svíar hafa greinilega notfært sér það að þurfa ekki að opinbera það hvaða flokk það muni kjósa. Þetta hefur leitt til þess að kosningaþátttaka var í takt við kosningaáhuga Svía sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir aðra flokka sem hafa talað niður SD að þurfa að viðurkenna frábæran kosningasigur SD og jafnvel þurfa að fara í meirihlutaviðræður við flokk sem þeir hafa dæmt að ósekju sem óhæfan til stjórnarsetu, en þjóðin vill greinilega fá til að leiða komandi ríkisstjórn.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum þurft að sitja undir svipuðum ummælum annarra flokka, fréttamann sem og vinstra fólks, en vonandi fer fólk hér heima að vakna einnig. Við sjáum umfjöllun fréttamiðla um SD, þegar þeir setja þennan atburð ekki efst á blað en neyðast til að minnast á hann neðarlega í frétta tilkynningum sínum. Þetta lýsir einungis minnimáttarkennd viðkomandi fréttamanna, sem er að vísu vorkunn vegna vinstri villu sinnar.

Er FBI-hrægammarnir hræddir við að sannleikurinn komi í ljós?

Eins og komið hefur fram í fréttum, hefur dómari úrskurðað að Donald Trump fái skipaðan réttagæslumann til að fara yfir gögnin sem en voru í heimkynnum hans í Flórída, sem hann DT og Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna voru komnir að samkomulagi um að þeir síðarnefndu myndu fá, eins og lög gera ráð fyrir. Útsendarar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum undir stjórn Pútíns, Barok O. Bama og Pelosí, það er FBI, gátu ekki unnt því að ekki væri hægt að sakfella DT- fyrrverandi forseta á einhvern hátt, þannig að búa þyrfti til lyga sápu, svo koma mætti í veg fyrir að DT myndi geta boðið sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna.
Áfríi FBI-glæponarnir undir verndarvæng dómsmálaráðuneytisins í Bandaríkjunum niðurstöðu dómarans, eru þeir að viðurkenna að þeir vilji hafa rangt við, því ef þeir telji víst að TD hafi farið á skjön við réttakerfi landsins myndi óháður réttagæslumaður ( lögfræðistofa ) koma auga á slíkt og leggja slíkt fram. Þessi sápuópera sem Demókratar eru búnir að koma sér í mun vara í nokkra mánuði ef ekki ár, þeim það er Demókrötum til mikilla minnkunar. Þá er spurningin, hver og hverjir yrðu dregnir til saka, ef upp kemst að hér er á ferli Biden-gate skandall! Reikna má með að fjöldi FBI-liða ásamt stjórnmálamönnum myndu sæta langri fangelsisvist.
En það sem átti að jarða Donald Trump, mun sennilega verða til þess að Republican-flokkurinn mun ná meirihlutanum bæði í fulltrúadeildinni og öldunadeildinni. Þá mun verða hægt að draga málatilbúnað Demókrata á langinn að Donald Trump mun geta boðið sig aftur til starfa sem forseti Bandaríkjanna, sem Demókratarnir óttast mest, því fylgi við hann er alltaf að aukast. Það myndi styrkja sjálfstæði annarra ríkja, þar sem slíkur sigur myndi tákna sigur þjóðernissinna, en ekki útrýmingu menningar og sjálfstæði þjóða.
Davos-heilkennið sem fjöldi stjórnmálamanna þjást af, ekki síst hér á landi, er undirrót als slæms.. Þar sem meginmarkmiðið er að stjórn heimsins sé á fárra manna höndum, það er þeir sem ríkir eru, hvort heldur er vegna þjófnaðar eða áorkun eigin metnaðar, hafi hrifsað til sín öll auðæfi heimsins, og geti skammtað úr hnefa það sem hinir lægra settu hafa, hvort heldur þeir komist af eða ekki. Merki þessa er að auðmenn eru að taka til sín flestar auðlindir, jarðir og meira segja hafa sumstaðar talið sig eiga regnvatnið sem að ofan kemur. Þetta virðist vera hreinn uppspunni hjá greinarhöfundi, er svo sannarlega ekki. Værukærð almennings þegar þeir hafa nóg, getur verið vegvísir auðmannsins að arðránunum meðan þú sefur. Hér á landi erum við að upplifa þetta atferli, þar sem menn seilast í auðlindir og fyrirtæki sem hafa verið í almanna eigu og byggðar upp af almanna fé.
Íslenska þjóðfylkingin styður fólk sem metur það sem þeir er á undan komu og lögðu okkur í hendur, hvort það séu landsgæði, menning eða hvað annað sem þeir strituðu fyrir. Slíkt má ekki glatast í aulagangi kæruleysis og sjálfdýrkunnar. Íslensk þjóð þarf að rækta rætur þær sem landið byggir á og standið keik, þó þið séuð uppnefnd þjóðernissinnar.


Þegar Íslenska þjóðfylkingin var kallaður rasistaflokkur, vegna þess eins að vara við nýjum útlendingalögum!

Rétt eftir að Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð, var til meðferðar ný útlendingalöggjöf. ÍÞ varaði við þessum ólögum og voru nefndir rasistar, nasistar og útlendinga hatarar. En hver er staðan nú?
Jú flest það sem ÍÞ gerði athugasemdir við lagafrumvarpið, hefur litið dagsins ljóss, og enn eru vandamálin að hrannast upp. Stefna ÍÞ var að leitast við að hjálpa fólki í neyð í sínu nær umhverfi þar sem aðstoðina þyrftu nytu hennar, en ekki afætuiðnaður Rauðakrossins. Kostnaður við hvern flóttamann sem og efnahagsflóttamenn hlypi á milljónum króna, eða eins og komið hefur fram í fjölmiðlum allt að 10.000.000 kr á hvern flóttamann. Þá myndi þetta einnig koma á stað verðbólgu í gegnum eftirspurn eftir húsnæði sem og aðrar hliðaverkanir. ÍÞ gerði samt greinamun á fólki sem væri að flýja heimalönd sín tímabundið vegna styrjalda og ógna, en megin þorri slíkra flóttamanna koma hingað til að vinna og vera ekki byrgðar á nýja samfélaginu. Þá er það ljóst að þegar slíkar aðstæður hverfa, það er ef næst sátt um stríðslok, flytja flestir heim það er föðurlandsást, sem greinilega fer hallloka hér hjá okkur Íslendingum.
Nú er svo komið að sveitafélög sem hafa hýst flesta af flóttafólki eru að bugast undan því álagi og kostnaði sem fylgir slíkri mótöku, fari hún út fyrir eðlileg mörk. Alþingismenn hafa sýnt þessum áskorunum viðkomandi sveitafélaga tómlæti, enda er ríkissjóður svo sem gjaldþrota vegna eyðslupólitíkur og þeir gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að ganga lengra í vasa almennings hér á landi. Þetta hefur bitnað mest á öldruðum og öryrkjum, sem hafa þurft að svelta síðustu daga hvers mánaðar, vegna þess að framfærslukostnaður og húsnæðisþrælahald ríkis og banka er slíkur að þau sem byggðu þetta land upp eru komin niður fyrir fátækramörk.
Það er löngu komin tími til að alþingismenn hætti öllum flottræfilshætti, það þarf að gefa upp á nýtt! Það þarf að hægja á hagkerfinu með því að minka framboð á vinnu, þannig að við þurfum ekki alla þessa útlendinga til vinnu, því þeir fara með meginhluta tekna sinna, til síns heima í beinhörðum gjaldeyri. Því eru hagnaður að þeirra vinnuframlagi ofmetin í þjóðhagsspám, þegar þjóðfélag eykur vergar þjóðartekjur, þarf það að skila auknum þjóðararði, en vera ekki rekið með tapi, vegna rangra útreikninga hagskila, þar sem einungis valdir hlutir eru inn í jöfnunni, svo hún líti betur út.
Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að setjast niður og gera sér grein fyrir hvernig hún ætlar að láta jöfnuna ganga upp, það er ætlar hún að sofa Þyrnirósadraumi eða stokka upp spilin og auka hagsæld öllum Íslendingum í framtíðinni. Það er löngu komin tími til að hugsa aðeins lengra en að næstu kosningum og hvernig þeir ætla að afvegaleiða kjósendur, svo þeir geti haldið áfram að mergsjúga kjötkatlanna!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband