Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2022 | 18:52
Nú veit ungt fólk hver hugur borgarstjórnar og VG er til þeirra!
Nú er það „Deginum“ ljósara hver afstaða meirihluta borgarinnar er til ungs fjölskildu fólks í Reykjavík, sem og afstaða VG og Framsóknar í þeirra garð. Þessir aðilar lofa taka á móti1500 hælisleitendum og skaffa íbúðir til handa þeim! en ætli það verði ekki á kostnað þeirra Íslendinga sem hafa hugsað sér að stofna til fjölskyldna sem og annarra Íslendinga sem eru að leita sér að húsaskjóli í borginni. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að þetta eigi að vera aukning á byggingarmagni sem borgin standi fyrir, því ekki hefur komið fram nýtt skipulag með þessum fjölda húsnæðis.
Það hlýtur að vera komin tími fyrir ungt fólk að taka ofan hulinshjálminn, þegar kemur að stuðningi við flokka sem vinna beint gegn hagsmunum ykkar! Ungt fólk, og aðrir Íslenskir þjóðfélagsþegnar eru orðnir neðstir á lista þessara flokka, þegar kemur að sinna eðlilegri þjónustu svo viðkomandi þjóðfélagshópar getir átt eðlilegt líf innan borgar markanna. Flokkarnir telja betra að fjárfesta í hælisleitendum og efnahagsflóttamönnum í stað þess að sinna lögbundum skildum sínum gagnvart þér og þinni fjölskildu! Þetta á við meira en húsnæðisþörfina, þetta á einnig við um dagheimili, uppeldisþjónustu skóla og umhverfi, sem og allri innviðauppbyggingu sem beinist að fjölskyldum. Á meðan er skrípaleikurinn í hringum köttinn og niðurrif á hríslu uppi í Heiðmörk aðalmálið svo ég tali ekki um undirskrifta pjárið og auglýsinga snobbið í hringum hælisleitendur!
Góðir Reykvíkingar, ég hef samúð með ykkur, þið kusuð þessi skrípi yfir ykkur og þurfið að taka afleiðingum gjörða ykkar, en er ekki komin tími fyrir Reykvíkinga að taka himnuna frá augunum og átta ykkur á að borgarstjórnarflokkarnir sem í meirihluta sitja núna, sem og VG eru ekki að vinna fyrir ykkur og koma ekki til með að vinna að framgangi barna ykkar, þeir eru einungis sýndarmennsku flokkar sem eru snillingar að blekkja ykkur og framtíð ykkar. Þeir telja að hælisleitendur komi til með að kjósa þá, þannig að þeir þurfi ekki á ykkar atkvæðum að halda. Þetta skulið þið muna í næstu kosningum.
Lifið heil.
Íslenska þjóðfylkingin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2022 | 17:21
Grjótkast stjórnarandstöðunnar!
Það er vægast sagt að bæði stjórnarandstaðan sem og forsætisráðherra voru fljótir að kasta rýrð á fjármálaráðherra, sem og Bankasýslan sem annaðist viðkomandi útboð hafi gefið það í skin að þeir hafi ekki farið að lögum við sölu á þessum eignahlut ríkisins!
Hverjir samþykktu söluferli á Íslandsbanka?
Hverjir voru það sem samþykktu lögin sem Bankasýslan fór eftir til að selja þennan hluta ríkisins í Íslandsbanka?
Hverjir samþykktu lög um að söluferlið yrði ekki undir beinni handleiðslu fjármálaráðherra, komu einhverjar athugasemdir frá öðrum þingmönnum um aðrar aðferðir við sölu á þessu hluta, þrátt fyrir að fyrir lægi misheppnaðar sölur á bönkunum sem allir ættu að hafa þekkt til, sem og áður þekktar gjafagjörningar ríkisstjórna á ríkiseignum!???
Þegar slíkar sölur á svo þýðingarmiklum eignum ríkisins fara fram, falla þá eftirlitsstofnanir þingsins í dvala?
Eru eftirlitsstofnanir alþingis einungis til að gaspra um orðna hluti, gerðar til að upphefja eftirá skinsemi, því þeir er í nefndunum sitja hafa ekki sinsemi né þekkingu til að leita til þeirra sem hafa þekkingu á viðkomandi hlutum og geta aðstoðað þá við eftirlitshlutverk sín, svo nefndirnar geti gengt hlutverki sínu til þess að vernda samfélagslegar eignir og öryggi landsmanna, án þess að upphefja eigið ego!
Eru eftirvill þeir sem láta hæst í athugsemdum sínum á alþingi, sitjandi í viðkomandi nefndum og reyna að koma ábyrgðinni á aðra, en líta ekki í eigin barm eins og að ofan greinir með steinvöluna! Eru það kannski þeir þingmenn sem ættu að segja af sér embættum, sem og þeir sem samþykktu þennan gjörning, aðferðaferlið og skeyttu engu hvernig staðið yrði að því, heldur biðu eins og hrægammar yfir ylla lyktandi hræinu er það yrði opinberað. Halda virkilega þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Björn Leví, Kristrún Frostadóttir, Halldóra Mogensen og Þorgerður Katrín að landsmenn sjái ekki í gegnum upphrópunnar geðveiki þeirra, það eru þessir aðilar sem hefðu átt að standa í lappirnar og neita að salan færi fram, teldu þau svo mikla annmarka væru á sölu á banka í ríkiseign. Nei ef þau voru svona vitiborin hefðu þau ekki átt að linna látum fyrr en þessi gjörningur hefði verið stöðvaður og alt lægi upp á borðum.
Ég geri mér grein fyrir að örugglega má finna að þessari framkvæmd, og taka skýrslu þar sem fólk getur valtað yfir þá er unnu verkið, án athugasemda, er vart marktæk. Sama á við þá arfavitlausu aðferð að alþingi geti sett á stofn einhverja nefnd til að rannsaka einhver verk ríkisstjórnar, þar þarf að koma til óháð nefnd sem ekki er hluti af hinu pólitíska hluta landsins, að öðrum kosti eru slíkar nefndir ekki marktækar!
Eins og kemur fram í stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar, hafnar ÍÞ sölu á eignum ríkisins, sem annaðhvort eru byggðar upp af almannafé, eða ríkissjóður hefur þurft að taka yfir, það er að segja fyrirtæki, eignir sem geta skilað arðsemi í sameiginlega sjóði landsmanna. Þar eru undanskildar eignir sem eru fengnar á uppboði sem eru undir 1milljarði króna. Fari slíkt í söluferli, skal selja eignirnar á opnum markaði og skal almenningur hafa jafnan aðgang að eignast hlut í eigninni áður en það sem eftir er, er selt á opnum markaði.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2022 | 08:22
Fer greindarvísitala Bandaríkjanna þverrandi?
Því miður er sama uppi á teningum hér á Íslandi, hvergi er krafa verkalýðsleiðtoga um að ríkissjóður sé rekin með tekjuafgangi, svo minna fari í vaxtakostnað, sem mætti síðan nota til frekari uppbyggingar samfélagsins.
Því miður get ég ekki fagnað með Bandaríkjamönnum verði þeir svo vitlausir að kjósa yfir sig kommanistastjórn undir handleiðslu Demokrata. Þá er greinilegt að Bandaríkjamenn virðast fagna því að vera beittir verðbólgudraugnum, og munu sjá fram á endalausa niðursveiflu á hagkerfi þeirra, sem síðan mun bitna á samfélaginu í heild sinni. En hver ætli sé ástæða þess að þessi niðurstað sé komin, er kosningaloforð Bidens Bandaríkjaforseta um fría námstyrki gúlrótin fyrir asnanna sem eru að mennta sig og flykkjast á kjörstaði, en átta sig ekki á því að þegar búið er að kjósa, þá komi Demókratar til með að safna gulrótunum aftur í hús, því engin innistæða var fyrir henni?
Nei það verður gaman að sjá svikin loforðin, þegar og ef Demókratar ná góðri kosningu í Bandaríkjunum, það mun bitna á heiminum öllum!
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2022 | 19:52
Stiðjum framkvæmd útlendingalaga!
Íslendingar látum ekki afvegaleiða okkur í þessari umræðu um afætuiðnaðinn sem hefur byggst upp í hringum hælisleitendur og flóttafólk, Íslenska þjóðfylkingin vill hjálpa þeim sem hjápar þurfi eru, en efnahagsflóttamönnum og alkyns afætum á samfélagi okkar þarf samfélagið að standa föstum fótum gegn. Íslenska ríkið er rekið með tugum milljarða yfirdrætti, í flóttamannaiðnaðinn fer um 15 til 20 milljarðar í beinan kostnað sem hægt væri að nýta í heilbrigðiskerfið og rétta hlut aldraða og öryrkja. Það þarf að forgangsraða upp á nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2022 | 10:07
Eru lögfræðingar hælisleitenda ekki starfi sínu vaxnir?
Svo við tökum nokkur tilvitnanir í orð viðkomandi lögfræðingsins Alberts Björns Lúðvíkssonar, en þessar tilvitnanir eru teknar upp úr mbl, en þar segir Albert â fólkinu var vísað úr landi fyrirvaralaust â sem gagnrýni á vinnubrögð lögreglu harðlega. Hann heldur áfram! Maður getur ímyndað sér sjálfur að búa í landi í tvö ár og síðan birtist hópur lögreglumanna og tilkynnir manni það að eftir örfáa klukkutíma eigi að fljúga með mann úr landi. Þetta er ómannúðlegt. Þá kom í framhaldi frá viðkomandi lögmanni að þeirra biði einungis gatan í Grikklandi, þar sem enga þjónustu væri að fá og fólkið gæti ekki hangið á Gríska mjólkurspenanum um allan aldur, því þau yrðu að vinna fyrir sér eftir 30 daga.
Biddu nú við â hvað var þessi lögfræðingur búin að fá mikið greitt frá ríkinu, sem ekki gat komið eðlilegum skilaboðum til skjólstæðinga sinna, nei það væri ekki nóg að hann og hans líkir væru í þessum afætuiðnaði á kostnað þjóðarinnar, heldu ætlaðist hann líka til þess að stjórnvöld í örríkinu Íslandi, myndu sjá um ólöglega innflytjendur um aldur og æfi.
Ég vona að fólk sjái að hér er á ferð slíkt siðleysi að það þarf að taka fast á þessum málum, stöðva þarf allar greiðslur til handa afætulögmönnum Rauða krossins, það þarf að setja skír skilaboð til handa þeim sem hingað leita að Íslendingar koma ekki til með að fóðra efnahagsflóttamenn á kostnað ríkisins, meðan fjárlög landsins eru rekin með halla og Íslendingar geta ekki aðstoðað eigin þegna á sómasamlegan hátt.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2022 | 08:40
Er ekki í lagi með forsætisráðherra landsins!
Ég spyr enn og aftur, â Er ekki í lagi með forsætisráðherra landsins! â, hvernig vogar hún sér að kasta rýrð á framfylgni laga sem hún sjálf hefur staðið að að setja.
Íslenska þjóðfylkingin varaði við því sem er að ske hér á landi árið 2016, þegar flokkurinn var stofnaður. Fengu félagsmenn flokksins á sig hina ýmsu stimpla, sem áttu að lýsa hversu vont fólk aðhylltist stefnu flokksins, þar væru einungis komnir saman rasistar og þaðan af verri samsetningur af fólki sem væri mótfallið öllum útlendingum. En flestir þeirra sem hæst létu þá í garð Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa komið á kerfi þar sem sjálftökulið skammtar sér fjármuni úr ríkissjóði á kostnað skattgreiðenda og er nú svo komið að ríkið er rekið með slíkum halla, að grípa þarf til rótækra aðgerða. Kostnaður sá sem gefin hefur verið upp er varðar útlendingamál, það er aðstoð vegna efnahagsflóttamanna sem og hælisleitendur er orðin slíkur að ekki verði hjá því komist að koma böndum á hann. Nýverið sagði utanríkisráðherra að á fyrstu þrem ársfjórðungunum væri beinn kostnaður 10 milljarðar, en við það bætist að öllum líkindum annað eins, það er óbeinn kostnaður, lögreglu, lögfræðinga, heilbrigðisþjónustu þar með talin tannlæknaþjónusta, svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir liðir eru faldir í hinum og þessum ráðuneytum, því stjórnvöld vilja ekki gefa upp rauverulegan kostnað þjóðarbúsins af þessum málaflokki. Þannig er raunhæft að áætla að uppgefin kostnaður verði í hringum 15 milljarðar, en raun kostnaður sé að nálgast 30 milljarða!!!
Þá er það spurning lesandi góður, hvernig vilt þú að fjármunum þeim sem teknir er af þér í skatta sé varið? Villt þú forgangsraða upp á nýtt?
Jú öll viljum við gera vel við þá sem eru í neyð. Spurningin er hvernig gerum við það á sem virkasta máta, hvar setjum við mörkin og hvers vegna eiga Evrópu þjóðir að bera kostnað af vandamálum annarra heimsálfa um ókomna tíð, þrátt fyrir að flestar heimsálfur er jafnvel betur staddar en Evrópa efnahagslega. Við skulum taka fyrir t.d. Arabaríkin og Afríku, þar sem slík svæði eru komin á þann stað að þau eiga að geta staðið á eigin fótum án aðstoðar. Það má ekki misskilja mig, að sjálfsögðu er eðlilegt að koma til aðstoðar, þegar um styrjaldir er að ræða, eins og t.d. í Úkraínu og í Sýrlandi, en hvernig er best að hjálpa viðkomandi svæðum. Jú það virðist vera best að taka á móti fólki frá Úkraínu um þessar mundir, en í Sýrlandi er best að senda fjármuni út í flóttamannabúðir til að koma á eðlilegu âástandi â fyrir það fólk sem skilið hefur verið eftir, byggja þar upp svo fólk geti séð bjartari tíma framundan. Það á aftur á móti ekki að taka á móti mönnum á þykjustunni flótta sem mataðir eru af upplýsingum frá flóttamanna afætuiðnaðinum á Íslandi hverju þeir eigi að svar til að fá stöðu flóttafólks, þá aðeins erum við að koma í veg fyrir þá hjálp sem við getum veitt þeim sem á þörfinni þurfa!
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2022 | 21:52
Upplausnartími í stjórnmálum!
Það er merkilegt að stjórnmálafylkingar á borð við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn skuli vera búin að átta sig á því að þeir eigi ekki samhljóm með fólkinu í landinu, en fólkið er enn með hulinshjálminn yfir höfðinu! Skrítið, átök í Sjálfstæðisflokknum eru greinileg þar sem fram fer uppgjör tveggja turna innann flokksins, þar sem menn héldu að hnífurinn kæmist ekki á milli og svo að deildar meiningar eru innan Samfylkingarinnar þar sem nýkjörinn formaður flokksins talar tungum tveim og enginn skilur hvert hún er að fara, meðan eini fyrrverandi leiðtogi flokksins er enn situr í stjórn hans, talar gegn fullyrðingu nýkjörins formanns um að hún og flokkurinn muni aldrei fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Var þetta þá bara bulli í nýkjörnum formanni flokksins?
Þá kom spádómsmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnarsson með yfirlýsingu á föstudag að stutt væri í kosningar, hver veit! Alla veganna tók undir spádómsgáfur Sigmundar spádómskerling Útvarps Sögu um að slíkt gæti verið í farvatninu. En hvað sem slíku líður, þarf þjóðin ekki á nýjum kosningum að halda um þessar mundir, heldur að alþingismenn vinni vinnuna sína í þágu landsmanna en veri ekki í kapphlaupi græðginnar og spjátrungs hyllinnar!
Eftir að Helga Vala hirti nýkjörin formann Samfylkingarinnar, þá veit engin hvort eitthvað sé að marka ræðu formanns á þessu merka fundi flokksins, en eins og eitt sinn var sagt um Framsókn, að það væri ekkert að marka það sem þeir segðu, því þeir væru opnir í báða enda, þá virðist ræða nýkjörins formanns Samfylkingar vera dálítið lík loforðaflaumi Framsóknarmanna, að það er ekki neitt að marka hvað þeir segi því þeir tali út og suður! Í Samfylkingunni vill ein leggja leið sína til að heilla Sjálfstæðisflokkinn en önnur ekki á það talandi að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn næstu árin. Er hægt að vera meira sundurorða eftir að hafa setið saman heila helgi og skeggrætt stefnu flokksins, spurningin er, voru þær á sama fundarstað?
Nú er einungis ein spurning eftir, en hún snýr að kjósendum þessa lands. Er þjóðin en með hulinshjálminn lokaðan eða kemst þjóðin út úr myrkum blekkingar og lyga við næstu kosningar. Íslenska þjófylkingin telur það löngu tímabært að gefa þessu fólki sem situr á alþingi Íslendinga FRÍ!!!!
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2022 | 20:02
Stóðu Íslenskar stofnanir og alþingi að ótímabærum dauðsföllum landsmanna?
Alþingismenn sem og ríkisstofnanir sem með þessi mál fara, hljóta að hafa fylgst með þeim ótímabæru andlátum sem hafa átt sér stað og meira að segja núverandi sóttvarnarlæknir hefur gefið það út að óskýranleg aukning hafi átt sér stað í vor, þrátt fyrir aukna bólusetningar. Fyrrverandi landlæknir gaf það fyrst út að bólusetningarnar myndu vernda fólk allt að 80% það er eftir fyrstu bólusetningu, síðan kom önnur og þá var viðhafður sami áróður, en lækkun upp í 90% árangri, og meira að þeir sem hefðu fengið bólusetningarnar myndu ekki smitast. Þetta var tóm lygi, svo vægt var til orða tekið, nei þríeykið svo kallaða hélt uppteknum hætti áfram og vildi bólusetja þriðju og fjórðu bólusetninguna en kallaði það nú örvunarbólusetningu.
Aldrei hefur komið nein rannsókn né staðhæfing um hvort þessar bólusetningar með tilhæfulausu fjáraustri úr ríkissjóði hafi gert gagn, né hvort þær hefðu verið skaðsamar eða jafnvel lífshættulegar!
Nú er fallin dómur í NY í Bandaríkjunum þar sem fylkisstjórn NY er gert skaðabótaskylt gagnvart þeim sem talið er að hafi beinlínis dáið af völdum bólusetningarinnar sem og þeim sem misst hafa vinnu vegna þess að þeir vildu ekki láta bólusetja sig efni, sem ekki var búið að fara í gegnum eðlilegt ferli lyfja sem nota á á almenning!
Eg vill benda fólki á að gefa sér tíma til að skoða þessar frétta upplýsingar. Við vitum að fólk sem hefur verið að gera athugasemdir við þessa aðgerð stjórnvalda hefur verið stimplað með slíku offorsi að það hefur verið stimplað geðsjúkt! Það er orðið ansi langt gengið þegar jafnvel læknar mega ekki andmæla stjórnvöldum því þeir geti misst vinnuna. Þá skal á það bent að hvergi annarstaðar hefur verið gengið eins hart að bólusetja ófrískar konur og börn, hver ætli sé ástæða þess. Ekki hefur verið rannsakað hvers vegna óbólusett fólk er fyrr að ná sér eftir Covid veikindi heldur en bólusettir. Hvers vegna virkuðu lyfin ekki eins og sóttvarnalæknir sagði að þau myndu gera í byrjun?
Lifið heil.
https://rumble.com/v1q1u1m-died-suddenly-official-trailer-streaming-november-21st.html
https://youtu.be/odhkL2JTm7g
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2022 | 11:53
âAð sjá flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga!!!!
Er ekki komin tími til að Íslendingar og þá helst stjórnmálamenn, fréttamenn og aðrir sem telja sig þess umkomna að gera athugasemdir við aðrar þjóðir, að skoða hegðun sína áður en steininum er kastað. Ég ætla ekki að bera í bætifláka fyrir hegðan ríkistjórnar Katar, en þessi hegðun í sambandi við stórviðburði íþrótta hefur viðgengist um langt skeið. Hvort það sé meiri mannvonska í Katar eða t.d. í London, Brasilíu eða á skíðasvæðum Ólimpíu-atburða, skal hér ekki tekin afstaða til, en þetta er ljótur blettur á þessari nútíma þrælahaldi sem hefur verið viðloðandi þessa atburði. Hvaða hegðan er ég að tala um að Íslendingar stundi „ JÚ NÚTÍMAÞRÆLAHALD Á VINNUMARKAÐI“, þar sem það viðgengst að atvinnurekendur gera æ meiri kröfur um lægri launa til handa erlendu vinnuafli sem hingað er flutt í stórum stíl undir yfirskriftinni að það vanti vinnuafl, og verkalýðshreyfingin snýr blinda auganu að nútíma þrælahaldinu vegna þess að þeir fá nokkrar krónur í kassann. Þetta þrælahald er ekki að skila eins miklu í ríkis-kassann eins og menn vilja vera að láta, en þó nokkru til þeirra sem hagnast á misnotkuninni. Það er vegna þess að afgangurinn af launum þessa fólks sem er undirborgað, dregið af ofurleigukostnaður húsnæðis,( þó þeim sé þar komið fyrir eins og hænum í búri), er greiddur út í erlendri mynt og fer út úr hagkerfinu.
Þessi staðreynd er ljótur blettur á Íslensku samfélagi, við þurfum ekki þá þenslu sem sköpuð er hér á landi bæði af framkvæmdarfólki og ríki. Ríkið á að draga saman seglin þegar þensla er í hagkerfinu, en bæta í þegar samdráttur er. Nú er ríkið rekið með halla og tilvalið að taka til í eyðslufylliríi ríkisstjórnarinnar, þá peninga mætti nota til að borga niður skuldir þjóðarbúsins, eða laga stöðu Íbúðarlánasjóðs klúðursins sem er alfarið á ábyrgð alþingismanna, en það er önnur saga.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2022 | 11:23
Ríkið heldur áfram að nauðga almenningi!
Nú hótar fjármálaráðherra að setja Íbúðarlánasjóð á hausinn vegna misvitrar stjórnsýslu og lagagerðar fyrrum þinga. Sumir af þessum flokkum eru en við völd og jafnvel þingmenn sem nú sitja í ráðherrastólum og þingmenn, er þessi arfavitlausu lög voru sett. Þetta sama fólk stillir lánadrottnum upp við vegg, þar sem, verði þeir ekki þægir, þá geri alþingi Íbúðarlánasjóð gjaldþrota með lagasetningu! Jú en og aftur eiga fyrirtæki og almenningur í landinu að axla ábyrgð á stjórnleysi alþingismanna, og hvar er umboðsmaður alþingis, ætlar hann að samþykkja slíkan gjörning?
Við skulum átta okkur á því að þegar lífeyriskerfið var sett á fót, átti innborgun í þá að vera auka búbót launþega, það er að koma sem aukning við ellilífeyri en ekki ölmusa sem ríkinu þóknaðist að endurgreiða til þeirra sem voru komnir á lífeyri. Þá var heldur ekki skilyrt að einhverjir háskóla tindátar yrðu að vera í stjórn sjóðanna og fengju það vald að mega gambla með fjármuni sjóðanna, sem ríkið hefur hertekið með alkyns lagasetningum, gegn hagsmunum þeirra sem greitt hafa í þá. Hvar eru verkalýðsfélögin núna, hvers vegna eru ekki uppreisnarmótmæli á götum borgarinnar, þar sem lífeyrisþegar mótmæla ráni ríkisstjórnarinnar? HVAÐ ER AÐ?
Hver verður réttur þeirra sem hafa tekið lán hjá sjóðnum? Verða lánin gjaldfeld og gerð krafa um uppgreiðslu skulda? Er hér komin en ein leiðin hjá sjálftökuliðnu sem nú stjórna alþingi og sjálftökuliðinu að bjóða upp þau heimili sem þeir náðu ekki í hruninu??????
Íslendingar það er komin tími til að þjóðin vakni, hér er vá fyrir dyrum. Sennilega kemur þessi gjörningur inn á borð allra fjölskyldna, með beinum eða óbeinum hætti. Framsetning Bjarna Benidiktssonar og ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur sem að sjálfsögðu veit allt um þetta mál, er með öllu ólíðandi og þarf að stöðva. Ríkisstjórn landsins getur ekki sett afkomu og öryggi þjóðarinnar í þvílíka óvissu með slíkum glannalegri framsetningu!
Íslenska þjóðfylkingin fordæmir slík vinnubrögð sem hér hafa verið fram sett, ef einhverjir ráðherrar og eða alþingismenn hafa farið offari, ber þeim að segja af sér. SVONA GERA MENN BARA EKKI!
Mjög sennilega er hægt að leysa þessa stöðu þannig að sem flestir geta farið sáttir frá borði, en til þess þurfa menn að ræða saman áður en sprengjum er kastað út í loftið. Eitt er víst að hagsmunir hins almenna lánþega getur ekki verið fyrir borð borin, þannig á ekki að leysa málin æ ofan í æ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar