Þegar almenningur er notuð sem skiptimynt í hráskinnaleik stjórnvalda.

Þar sem Íslensk stjórnvöld og Seðlabanki ráða ekki við hlutverk sín, er orðið nauðsyn að skipta um gjaldeyri! Það er ólíðandi að hinn almenni borgari sé endalaust látin borga brúsann fyrir óráðsíu stjórnmálamanna og eyðslupólitík þeirra. Það er löngu komin tími til að þeim verði gert að girða sig í brók og það verði lokað fyrir sjálftöku þeirra á almanna fé án ábyrgðar.
Sumir myndu spyrja hvað myndi breytast? Jú aðhald í ríkisfjármálum yrða að setja svo þjóðin færi ekki í heild sinni á hausinn. Í öðru lagi myndi vera hægt að leggja niður Seðlabankann í heild sinni og troða því sem eftir yrði í eina skúffuna hjá fjármálaráðuneytinu. Spara marga milljarða á ári fyrir utan þær afleiðingar sem þetta fólk sem þar starfar hefur haft af hinum almenna borgara. Í leiðinni yrði að endurskipuleggja hámark gjaldtöku hins opinbera sem og sveitafélaga, þar með væri komin agi á eyðslu viðkomandi stofnanna er eiga að þjóna okkar samfélagi númer eitt, tvö og þrjú og þar með yrði að setja bann við loforðum til alþjóða samfélagins eða annarra stofnanna, á kostnað almennings rúmist slíkar ráð stafanir ekki innan þess gjaldsstofns sem áður hefur verið lýst hér að ofan. Gæluverkefni verða úr sögunni, styrkir úr ríkissjóði verða ekki heimilaðir heldur yrði ríkissjóður rekin með tekjuafgangi ár hvert sem síðan yrði safnað í neyðarsjóð þegar hörmunar ganga yfir. Hælisleitendaiðnaður yrði lagður af þar sem þjóðarskútan á ekki að hafa það í forgrunni, enda þegar búnir að fylla kvótann miðað við aðrar þjóðir fyrir næstu 100 árin. Vaxtakjör eiga að vera þeir sömu og gerist í þeirri mynt sem tekin yrði upp, óheimilt yrði að gera frekari kröfur til þeirra sem eru að koma sér þak yfir höfuðið í fyrsta skipti. Skikka á sveitafélög til að úthluta lóðum til einstaklinga og minni fyrirtækja, er eingöngu væri notaðar fyrir innlendan markað og bann yrði sett á viðkomandi eignir næstu 50 árin til leigu til erlendra ríkisborgara og eða svokallað Airbnb leigumarkað eða hliðstæð fyrirtæki.
Þó svo ég stikli á stóru hér að ofan er þessi listi einungis til að vekja athygli á því vandamáli sem það tvöfalda kerfi sem núverandi alþingi hefur komið á, það er að stórhluti fyrirtækja getur sloppið við að taka fullan þátt í okkar samfélagi, með því að gera upp í annarri mynt en hinn almenni borgari þarf að gera. Þar af leiðandi þurfa þau ekki að setja þrísting á stjórnvöld þegar ylla árar, en þegar vel árar geta falið gróðann með alkyns bulli. Meira að segja eru ríkisfyrirtæki að nota sér slík undanskot til að þurfa ekki að axla ábyrgð á okkar samfélagi, það er að taka þátt í þeirri umræði er vitlausar ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabanka valda samfélaginu. Þegar slíkan hóp vantar inn í umræðu um peningamál þjóðarinnar geta viðkomandi stjórnvöld leift sér að misfara með vald, svo mikið að en er að besta á flótti til útlanda af íslendingum sem ekki lengur geta lifað á okkar góða landi vegna stórnleysis!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 34333

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 210
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband