Gamanþáttur í boði forystu stjórnmálamanna!

Það skemmtilega vildi til að ég var að lesa fréttir um það að forystumenn stjórnmálaflokkanna vissu ekki muninn á stjórnarslitum og þingrofi og hvað í því fælist. Jón Magnússon kemst vel að orði þegar hann gagnrýnir þessa uppákomu og vísar til að það sé skiljanlegt að viðkomandi alþingismenn séu ekki færir um að setja skilmerkileg lög ef skilningur þeirra er ekki meiri, eða þá að þeir hafi ekki lesið stjórnaskránna!
Ég hef á undaförnum árum oft bent á að sumt stangist á við stjórnaskrá landsins og oft á tíðum fengið bágt fyrir! Nú skil ég hvernig á því stendur, það er greinilegt að þeir sem gagnrýnt hafa mín varúðarorð með því að hún sé eingöngu leiðbeinandi gagn en ekki grunnur allra laga er sett eru á alþingi, ættu að kynna sér hvað felst í að hafa stjórnaskrá! Þá ætti það að vera skilda að þeir er á þing setjast séu með lámarkas þekkingu á Stjórnaskrá landins, og sýnir þetta enn og aftur að kennsla í HÍ eða öðrum háskólum er útskrifa lögfræðinga, fá hér falleinkun, þar sem greinilet er að first að forystumenn stjórnaflokkanna eru ekki betur heima í Stjórnaskrá landsins þá má búast við að aularnir er við hlið þeirra sitja séu síst betri!
En það er náttúrulega á forræði núverandi forseta hvort hún myndar aðra stjórn til að stýra landinu út kjörtímabilið, eða fram að næstu kosningum, ellegar fer að ráðum Bjarna Benidiktssonar og gerir þingrof, hvort sem hún leggur bráðabyrgða stórnun í hendur einhverja alþingismanna, nú eða manna utan úr samfélaginu er hún treystir betur til verksins. Það er algjörlega á hennar valdi! Í þeirri bráðabyrgða stjórn þarf engin alþingismaður að sitja og væri það réttast að senda alla alþingismenn heim með skottið á milli lappanna, eins og óþekkir krakkaormar sem hafa verið ávíttir fyrir eitthvað!
Hvet alla sem hafa áhuga á að samfélagið okkar verði betra, að fara yfir það sem þeir þingmenn og flokkar sem nú sitja á alþingi Íslendinga hafa aðhafst frá hruni. Við skulum ekki vera slíkir aular að sleppa stjórnarandstöðunni við krítik, það er ekki nóg að láta lítið fyrir sér fara í stjórnarandstöðu og vonast til að skammtímamynni landsmanna sé svo stutt að slíkir flokkar geti komið aftur fram á sjónarsviðið, jafnvel með nýtt andlit og telja sig þess umkomna að stjórna landinu! Er ekki komið nóg af gagnslausu fólki á alþingi, er ekki tími til komin til að fá fólk sem í raun ber hag fólksins og landsins í forgrunni en ekki sjálftöku og óábyrga tækifærismennsku, sem er einungis gerð til að skara eld að eigin köku!
Ég tel að það sé komin tími fyrir allt ungt fólk að hugsa sinn gang, ekki einungis fyrir það sjálft heldur vonandi fyrir afkomendur sína. Við þurfum ekki að vera sýnast eitthvað sem við ekki erum, það er nefnilega allt í lagi að draga inn andann og hugsa málið, heldur að en að þenja út kassan og telja sér trú um að við séum nafli alheimsins, því aðrar þjóðir hlæja að flottræfilshætti framámanna landsins. Þá er ég ekki að segja að við eigum að eiga gott samband við okkar nágrannaþjóðir, en lengra nær það ekki, því við erum ekki milljóna þjóð og erum eins og stendur með allt niður um okkur. Þökk sé stjórnmálamönnum, því þeirra er ábyrgðin!
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband