Þá er loftið farið úr stjórnarflokkunum!

Greinilegt hefur verið að stjórnarflokkarnir hafa ekki gengið í takt, og sumir hafa ekki verið stjórntækir og munu sennilega aldrei verða! Ef menn gæta als sannmælis þá er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem slítur samstarfinu í þessarri ríkisstjórn, það gerði Katrín Jakobsdóttir og skildi eftir lið sem ekki er á vetur setjandi. Frá því að viðkomandi stjórn var endurreist hefur andrúmsloftið á stjórnarheimilinu verið fjandskapur og yllindi, en ekki samstaða og gleði við að stnda vörð um landsmenn og þá Íslendinga sem en sjá eitthvað við landi að þeir búi hér áfram. Í stað þess hefur stjórnvöld látið endalaust undan græðgisvæðingu, vaxtaokri, og sjálftökuliði í fákeppnisiðnaði og fjármálageiranum, á meðan hefur hinn almenni launamaður þurft að herða sultarólina svo mjög að farið er að sjá í horreimina hjá fólki, hvert sem litið er!

En takið eftir að meira að segja stjórnaraðstaðan er tilbúin að leggja í kosningarbaráttu þó svo að ekkert hafi sést til hennar frá síðustu kosningum. Halda menn að þeir séu bara stikkfrí eins og í sumum sandkassaleikjum í grunnskólum, þegar þeir setjast á þing. Nei þeir eiga einnig mikla ábyrgð á hver staðan er í samfélaginu. Í dag ætti að vera mikil uppgangur og verðmætasköpun í stað þess að Seðlabankinn og sjálftökufólkið er að verða búnir að skapa kreppuástand, þannig að ungt folk flýr land vegan þess að það getur ekki komið yfir sig og sína húsaskjóli. Nú þarf nýtt folk á alþingi Íslendinga, sem ekki er fast í að draga ýstur á alþingi heldur lætur verkin tala, lyftir upp atvinnulífi án þess að hér þurfi að fylla allt af ónýtungum og glæpaliði. Það eru endalaus verkefni sem skapa fullt af verkefnum fyrir folk og það þarf einungis að leifa fólki að nóta ávaxta sinna, það skapar þjóðfélagslegan arð og gleði í samfélag okkar, en ekki depurð og dugleysi!
Fögnum því að við fáum tækifæri til að ganga að kjörborðinu, en því fylgir alvara að kjósa rétt en ekki eftir svikulum loforðum þingmanna sem ætla en og aftur að taka upp sömu rulluna en engar verða efndirnar.
Lifið heil.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 259
  • Frá upphafi: 37784

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband