27.9.2024 | 13:38
Er Seðlabanki Íslands stærsta ógnin við Íslenskar fjölskyldur?
Af hverju grípur ríkisstjórning ekki inn í glórulausar aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnar Seðlabanka Íslands. Ef það er eina málið sem þeir þurfa að íhuga, sé að keyra niður verðbólku og auka atvinnuleysi, ásamt að koma í veg fyrir fjárfestinar í landinu er þessi stofnun ekki bara tímaskekkja heldur einnig stór hættuleg Íslensku samfélagi og ætti að leggja hana niður sem first.
Þá er ég ekki að segja að ríkisstjórnin og eða alþingi Íslendinga sé stikk frí, en það er á ábyrgð stjórnar andstöðu að þeir hleypi ríkisstjórninni endalaust áfram á eyðslufilliríi og ríkisstjórnin gjörsamlega út á þekju þegar kemur að aga í fjármálum samfélagsins.
Það hefur sýnt sig að þegar þessar stofnanir vinna ekki saman, en eru í eylífu hnútukasti, fer stjórnun samfélagins á versta veg og það er ætíð látið bitna á hinum almenna borgara og eru þar alldrei undanskildir þeir sem minna mega sín, né aldraðir sem hafa lagt hornstein að þessu ríki.
Nú skal aftur reyna að snúa upp á almenning í landinu, aldraða og öryrkja með hærri vöxtum og aukinni skattbyrgði. Hvenær ætla þessir aumingjar er stjórna þessu landi að taka til heima hjá sér í stað þess að axla forina upp fyrir hnakka og koma svo með ný loforðaflaum þegar nálgast kosningar,er landsmenn virðast koggleypa æ ofan í æ! Vonandi fara landsmenn að vakna og taka sig taki við að skipta þessu liði út í eitt skipti fyrir öll. Það er komnin tími á biltingu, í þeirri merkingu að landsmenn gefi stærstum hluta stjórnmálamanna er nú sitja á þingi frí og farið hefur fé betra takist það!
Hvet almenning til að láta í sér heyra, það skeður ekkert við það að rífast á kaffistofum eða einhversstaðar þar sem eingin heyrir. Taktu þátt í að breyta okkar góða samfélagi, sem er í stórri hættu um þessar mundir. Lifið heil.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun .Eigum við að láta tilfallandi stjórnmálamenn ráðskast með Seðlabankann og taka fram fyrir hendurnar á stjórn bankans ?
Hörður Halldórsson, 27.9.2024 kl. 16:39
Hörður Halldórsson, stundum þarf að grípa inn í aðstæður þegar stjórnvöld eða ríkisstofnanir gæta ekki að heildar hagsmunum þjóðarinnar, þrátt fyrir að eitt atriði sem þeir eiga að fylgja náist ekki með einu pennastriki! Á endanum er ekki gott að slátra mjólkurinnar þegar þú þarft að lifa á henni. Ef Seðlabankinn setur meirihluta íbúðaeigenda á hausinn, þá brestur á landflótti, og það sem meira er að landsmenn ungir sem eldri eru munu flýja land og þeir munu ekki koma til baka. Það yrði á ábyrgð stjórnvalda og Seðlabankans.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 27.9.2024 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.