7.7.2024 | 11:40
Er alþingi og Seðlabanki að fæla ungt fólk úr landi!
Oft þegar stórt er spurt er fátt um svör, en í þessu tilfelli er greinilegt að þeir sem bera ábyrgð á þjóðarskútunni, eru ekki með puttann á púlsinum! Nú berja þessar stofnanir að þær séu að ná takmörkum sínum í að lækka verðbólgu stig á landinu, það er þeir hafa kæft þau ungmenni sem keypt hafa íbúðir hér innanlands með okur vöxtum og skattlagningu! Í fréttum af fasteignamarkað er að verulegur samdráttur er í fjárfestingum ungs fólks á fasteignum, svo mjög að fasteignaaðilar eru farnir að taka verulega eftir slíkum samdrætti og að ungt fólk sem áður voru stór hópur kaupenda kemur varla inn á fasteigna sölur.
Á sama tíma fréttir maður af að ungt fólk er að fjárfesta í fasteignum erlendis, og hyggur á að yfirgefa landið að námi loknu, því það sér enga framtíð að vera á Íslandi, þar sem fjármálkerfið taki einungis mið af hagsæld þeirra sem meira meiga sín! Þetta fólk ætlar ekki að láta þessar stofnanir ásamt græðgi væðingu bankakerfisins hneppa sig í ævilangan þrældóm. Er ef til vill tími til komin að skipt verði um fólk í brúnni á lýðveldinu Íslandi og komið fyrir fólki sem skynjar þarfir nútíma samfélags og er tilbúið að koma böndum á óheftan ríkisbúskap!
Ég tel að ungt fólk sem og aðrir þjóðfélagsþegnar þurfi að gera sér grein fyrir að einungis fáir á alþingi Íslendinga bera hag og framtíð þjóðarinnar fyrir brjósti, því er mikils virði að moka þann flór út og hefja upp ný viðhorf þar sem Íslendingar eru settir í forgrunn en annar óþarfa flott ræfils hætti er ýtt til hliðar.
Það styttist í nýjar kosningar, þar sem fólk þarf virkilega að gera upp við sig, hver framtíð landsins á að vera. Því er það nauðsyn að fara að gera upp við sig hvernig við viljum að framtíð okkar sem og afkomenda okkar verði. Lifið heil!
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 38630
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.