Hvers vegna þarf leynihyggju um fólk sem óskar eftir ríkisborgararétti?

UntitledÞað er ekki á stjórnvöld logið, þegar kemur að spillingu! Í fréttum á Vísi (https://www.visir.is/g/20242587119d/virkja-leyni-her-bergi-al-thingis-vegna-frum-varps-um-rikis-borgara-rett ) er fjallað um að forseti alþingis hafi virkjað leyniherbergi Alþingis vegna fumvarps um ríkisborgararétt! Hverju er verið að leyna, hvers vegna mega ekki að minnsta kosti alþingismenn er þurfa að veita atkvæði um þá sem veitt er ríkisborgararétt, atkvæði sitt eða geta hafnað þeim sem sækja um það. Telur meirihluti alþingis að hann sé svo traustverðugur að honum sé treystandi til að ákveða slíkt með þeirri leynihyggju sem greinilega á sér stað um slík málefni er varða alla þjóðina. Er þetta ef til vill ástæða þess að allmörgum hefur verið hleypt hér inn sem hingað hafa ekkert að gera og leggjast upp á þjóðina með ærnum kostnaði, svo miklum að ríkisstjórnin er búin að eyða öllum sparnaði sem í sjóðum hefur safnað og hafa þurft að skerða bætur til aldraða og öryrkja, mér er bara spurn? Er ekki komin tími til að slíkar upplýsingar séu opinberar, þannig að fólk geti metið framferði alþingismanna, hvort þeim sé treystandi eða ekki! Ég tel að það sé löngu komin tími til að þingheimur krefjist þess ásamt landsmönnum að allar slíkar ákvarðanir séu opinberar, annað vekur upp tortryggni í garð alþingis og þeirra er þar starfa. Við höfum séð til þeirra sem hafa fengið flýtimeðferð alþingis inn í landið, og meðvirkni stjórnenda, ekki aðeins alþingismanna heldur einnig bæjarstjórnarmanna á borð við bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Hversu lágt er hægt að ganga þegar bæjarstjórnamenn flagga á þjóðhátíðardegi Íslands í tilefni 80 ára afmæli fullveldisins, aðeins einum Íslenskum fána í fánaborgum en fjölda Palistínu og Hamas fánum. Voru fulltrúar Mosfellsbæjar að fagna morðunum á saklausum ungmennum þann 7 október 2023. Hvað hefði verið sagt ef þessir fánar hefðu verið þjóðfánar Ísraels, held að sumir meðvirkar arabasleikjur hefðu varla haldið vatni yfir slíku! Ég tel að þegar okkur Íslendingum er misboðið eins og þessir tvær umfjallanir hér að ofan fjalla um, er rétt að ráðamenn þjóðarinnar fari að hugsa sinn gang áður en óöld á borð við það sem á sér stað í nágrannalöndum okkar verður að veruleika, nema það sé einmitt áætlun þeirra að gera? Lifið heil, Íslendingar við þurfum að fara að vakna af okkar Þyrnirósarsvefni, annars fljótum við að feigðarósi og engin getur eða vill bjarga okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband