16.6.2024 | 12:21
Eru stjórnmálamenn og Íslenskir kjósendur komnir með minnisglöp?
Það er merkilegt þegar nú hefur farið í gegnum þingið breyting á útlendingarlögum, er voru arfavitlaus frá byrjun, og Íslenska þjóðfylkingin varaði við frá upphafi og var í reynd stofnuð vegna þessa máls. Fólk úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins, úr ýmsum flokkum og með ólíkar skoðanir um hin ýmsu mál, er vörðuðu okkar samfélag, náðu að mynda hóp sem gagnrýndi þau áform sem gengu undir Nýju útlendingar löginn, en þau voru sett saman í einn graut til að villa um fyrir almenningi, það var að í þau voru fléttuð lög er vörðuðu vinnu og atvinnu réttindi á Íslandi, fólk í tímabundinni atvinnuleit, fólk sem kom frá stríðshrjáðum löndum og hælisleitendur! Af hverju ætli þessu hafi verið steypt í sama grautinn, jú gömlu löginn virkuðu þannig að þau voru hamlandi og komu í veg fyrir að hægt væri að misnota þau eins og komið hefur á daginn að gert er með núverandi lagabálk. Þetta var einmitt það sem félagar í Íslensku þjóðfylkingunni vöruðu við frá upphafi, en undir stjórn Sigmundar Davíðs og Eygló Harðardóttur ( hinni góðu ) voru þessi arfavitlausu lög kýld í gegn með samþykki alls alþingis að undanskildum nokkrum óróðaseggjum!
Ég hef ekki á skrá hjá mér hversu oft hefur þurft að breyta þessum lögum, en enn og aftur hefur það skeð í rétta átt og boðað hefur verið að það þurfi að gera enn betur á komandi haust þingi. Það ætti þess vegna að vera lýðnum ljóst að varúðar orð Íslensku þjóðfylkingarinnar voru orð í tíma töluð þó svo að þjóðin hafi skotið skolla eyrum við þeirri staðreynd að lögin voru og eru stór gölluð, hættuleg samfélaginu og hafa kostað samfélagið tugi milljarða í stríðsskaðabætur ef svo mætti að orði komast og ekki útséð hver heildar kostnaður verður á þessu heimskulegasta lagaboði sem hefur farið í gegnum alþingi Íslendinga! En viti menn þeir sem vöruðu við þessari þróun frá upphafi, máttu þola niðurlægjandi orðaflaum og voru uppnefndir ekki einungis af alþingismönnum og fréttamönnum, heldur af samlöndum sínum sem â rasista, fasista og þar fram eftir götunum.
Ég hef ekki orðið var við að nokkur alþingismaður né stjórnmálaafl, né heldur fréttamenn hafi viðurkennt mistök sín, né beðið þá afsökunar er vöruðu við þessum gjörningi, en stunda nú bútasaum á hriplegu segli sem aldrei verður fugl né fiskur, fyrr en búið er að aðskilja þennan málaflokk í greiningar eftir gerð og tilgangi umsókna. Ísland er rekið með halla og því er tímabært að loka landinu fyrir flóttafólki þar til að þeir sem eiga að stjórna landinu eru búnir að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl!
Ég hef ekki á skrá hjá mér hversu oft hefur þurft að breyta þessum lögum, en enn og aftur hefur það skeð í rétta átt og boðað hefur verið að það þurfi að gera enn betur á komandi haust þingi. Það ætti þess vegna að vera lýðnum ljóst að varúðar orð Íslensku þjóðfylkingarinnar voru orð í tíma töluð þó svo að þjóðin hafi skotið skolla eyrum við þeirri staðreynd að lögin voru og eru stór gölluð, hættuleg samfélaginu og hafa kostað samfélagið tugi milljarða í stríðsskaðabætur ef svo mætti að orði komast og ekki útséð hver heildar kostnaður verður á þessu heimskulegasta lagaboði sem hefur farið í gegnum alþingi Íslendinga! En viti menn þeir sem vöruðu við þessari þróun frá upphafi, máttu þola niðurlægjandi orðaflaum og voru uppnefndir ekki einungis af alþingismönnum og fréttamönnum, heldur af samlöndum sínum sem â rasista, fasista og þar fram eftir götunum.
Ég hef ekki orðið var við að nokkur alþingismaður né stjórnmálaafl, né heldur fréttamenn hafi viðurkennt mistök sín, né beðið þá afsökunar er vöruðu við þessum gjörningi, en stunda nú bútasaum á hriplegu segli sem aldrei verður fugl né fiskur, fyrr en búið er að aðskilja þennan málaflokk í greiningar eftir gerð og tilgangi umsókna. Ísland er rekið með halla og því er tímabært að loka landinu fyrir flóttafólki þar til að þeir sem eiga að stjórna landinu eru búnir að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl!
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið hafið ekki enn fengið laun erfiðisins við að vara við þessu og heldur ekki þau í Frjálslynda flokknum. En eftir því sem ástandið versnar í útlöndum verða Íslendingar einnig að vakna og kjósa svona flokka eins og Íslenzku þjóðfylkinguna.
Kjósendur í Evrópu eru mjög þrjózkir að viðurkenna mistök sín. Það er bara raunveruleikinn sem knýr þá til að skipta um skoðun.
Það er slæmt að það þurfi að samþykkja lög sem valda skaða, til þess eins að samþykkja seinna lög til að bæta fyrir þann skaða.
Þið eruð hetjur. Takk fyrir. Vonandi að gangi vel í næstu kosningum.
Ingólfur Sigurðsson, 16.6.2024 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.