Eru menn ekki í lagi!

Ég skrifa þetta vegna fréttar á mbl.is í dag þann 13 júni 2024. Hér mætir framkvæmdarstjóri Running Tide, Kristinn Árni L. Hróbjartsson, klæddur peisu með Bandaríska fánanum á og ætlast til að einhverjir fari að greiða fyrir CO2 bindingu og ætlast einnig til að annað hvort ríki, fyrirtæki og eða yfir skattlagður almenningur sé skattlagður en meira svo hann geti rekið sýndarfyrirtæki, er ekkert skapar, gerir ekkert gagn og er einungis tímaeyðsla.
Ég hef skrifað það áður að það vantar meira CO2 í andrúmsloftið svo gróður fái eðlilegt magn til að vinna úr og geti aukið O – súrefnisígildi meira en nú er. Það myndi gera jörðina grænni, umhverfið betra til búskapar og eða til að dýr merkurinnar myndu dafna enn frekar og ekki síst að stór hluti eyðimerkur myndi verða grasivaxnar en ekki auðn sem veldur bæði fólki sem og dýrum skaða. Við skulum gera okkur grein fyrir að þessi áróður sem viðkomandi háskóla grænjaxlar hafa haldið fram er einungis peningaplokk sem notuð er til eigin nota en gerir hvorki gang né hefur nokkurn tilgang.
Á tímum risaeðla er samkvæmt gögnum úr jarðlögum, vísbending um að CO2 hafi verið í mun meira mæli í andrúmslofti, en þá var einnig mikill gróður sem gerði lífs viðurværi mun betra en nú er, þá voru dýr mun stærri og sterkari, er átti einnig við um mannskepnuna, samkvæmt fornleifagreftri víða um lönd, en vegna einhvers einkennilegs forræðishyggju stjórnmálamanna voru allar slíkar upplýsingar þaggaðar niður eins og átti að gera er risarnir fundust í Kanada, en þökk sé snjallsímum og þeim myndavélum sem í þeim eru að búið var að mynda uppgröftinn og deila honum um allan heim, svo þöggunin hefði einungis orðið hlægileg!
Þá er ég ekki að segja að CO2 sé ekki skaðlegt í miklu magni, en það eru einnig aðrar lofttegundir. Okkar mengun á okkar plánetu er svo lítil að hún breytir engu í sambandi við hlýnun jarðar, þar er fyrst og fremst um að ræða færslu sporbaugs jarðar í hringum sólu og hversu mikil virkni sólgosa er á hverju tímabili. Við það getum við mannfólkið ekkert ráðið og ættu þess í stað að beita okkur í að minka sóðaskap fólksins, og þá helst ýmsa mengun frá nýtingu hinna ýmissa náttúruauðlinda, og er þar plast sennilega mesti skaðvaldur ásamt kjarnorkuúrgangi sem hefur verið fleygt í hafið í slíku magni að hætta getur skapast af bæði fyrir menn og málleysingja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður ekki langt þar til fólk fer að  rifja upp líðandi stund, og barnabörnin spyrja: "hvers vegna voru menn að borga einhverjum fyrirtækjum til þess að dæla kolsýru ofaní jörðina?"

Hvað á fólk að segja?

"Vegna þess að fólk vara bara vitlaust," er eina svarið.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.6.2024 kl. 16:59

2 Smámynd: Þröstur R.

Vel athugað hjá þér Guðmundur .. Þetta ætti að heima í skaupinu enda svo arfavitlaust. Nú er bara spurning hvort Carbfix fari sömu leið? Eða hefur það fyrirtæki pólitísk sambönd sem mun halda þeim gangandi.. Þetta var bara stórkostlegur brandari en núna finnst engum þetta fyndið lengur og engin að setja peninga í þetta snákaolíu scam.

Þröstur R., 14.6.2024 kl. 05:58

3 Smámynd: booboo

Og raddir heyrast að eigi að fara að flytja inn fljótandi CO2 og jafnvel fleira til þess að dæla í jörð við Straumsvík. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis? 

Á að gera Ísland að mengunar og ruslahaug fyrir Evrópu?

Og þetta Carbfix er sennilega heimskasta fyrirtæki í sögu Íslands. 

booboo , 15.6.2024 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Ásgrímur Hartmannsson.  Því miður er ég svo fullorðin að ég kem ekki til með að geta hlegið að þeim svörum sem þa verða fundin upp, en þetta rugl er með eindæmum!

Þröstur R, Já auðvitað ætti þetta heima í skaupinuog jú sennilega mun Carbfix fara sömu leið eind eins og þú segir eru þeir með pólistísk sambönd, sem eru tilbúnir í að eyða skattfé almennings í vitleysu og landsmenn segja ekki neitt!  Það er þegar byrjað og á bara eftir að versna, hvert heldur þú að mengandi olían með PCB innihaldi sem er á kælijúnidi vindmillana fari þegar þær bila og lekin sullast niður í jarðveginn!  Jú í grunnvatnið sem við höfum verið að vernda fyrir komandi kynslóðir.  Fólk er svo fljótt að gleyma, því að það var einmitt ástæða þess að vatnsból fyrir ofan Njarðvík og Keflavík þurfti að færast inn á mitt Reykjanesið því menguninn var orðin svo mikil.  Og þegar menn með einhverja skinsemi eru hættir að fjárfesta í slíkum virkjunum, þá á auðvitað að láta ríkisjóð borga brúsann.   

Guðmundur Karl Þorleifsson, 20.6.2024 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband